Víðtækar gjaldahækkanir ríkis og sveitarfélaga um áramótin Kristján Már Unnarsson skrifar 27. desember 2019 23:25 Skattar ríkisins á bensín og bíla hækka um 2,5 prósent um áramót. Mynd/Vísir. Bensín og áfengi, strætó og sundstaðir, Ríkisútvarpið og leikskólagjöld. Þetta er meðal þess sem verður dýrara núna um áramót vegna gjaldahækkana ríkis og sveitarfélaga, en nokkur dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að gjaldahækkunum hins opinbera, þá hefur mátt ganga út frá því sem vísu að bensín og brennivín hækka um áramót, og á því verður engin undantekning núna, samkvæmt lagasetningu Alþingis í tengslum við fjárlagagerðina. Bensín- og olíugjald til ríkisins hækkar um 2,5 prósent. Bifreiðagjald hækkar sömuleiðis um 2,5 prósent, en þetta er í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, segir í greinargerð fjármálaráðherra. Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Nefskattur Ríkisútvarpsins hækkar um 2,3 prósent, úr 17.500 krónum í 17.900 krónur. Áfengis- og tóbaksgjald hækkar um 2,5 prósent. Sveitarfélögin láta ekki sitt eftir liggja í gjaldskrárhækkunum. Hjá stærsta sveitarfélaginu, Reykjavíkurborg, er línan 2,5 prósent, samkvæmt tillögu borgarstjóra. Á sundstöðum borgarinnar hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 1.000 krónum í 1.030 krónur. Árskort fullorðinna hækkar úr 34.000 krónum í 34.850 krónur. Frá Laugardalslaug. Dýrara verður að fara í sund eftir áramót.vísir/vilhelm Aðgangseyrir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn hækkar fyrir fullorðna úr 900 krónum í 920 krónur og fyrir börn, 5-12 ára, úr 680 krónum í 700 krónur. Gjald fyrir að skoða Listasafn Reykjavíkur hækkar úr 1.800 krónum í 1.840 krónur og fyrir að heimsækja Borgarsögusafn Reykjavíkur hækkar gjald fullorðinna úr 1.700 krónum í 1.740 krónur. Leikskólagjöld hækka um áramót um 2,5 prósent. Námsgjald fyrir barn í átta tíma vistun fer yfir fimmtán þúsund krónur og svo bætist við fæðisgjald sem hækkar um sömu hlutfallstölu. Þá tilkynnti Strætó í dag um 2,3 prósenta hækkun fargjalda, sem þýðir að stakt gjald hækkar úr 470 krónum í 480 krónur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Alþingi Borgarstjórn Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. 27. desember 2019 16:13 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Bensín og áfengi, strætó og sundstaðir, Ríkisútvarpið og leikskólagjöld. Þetta er meðal þess sem verður dýrara núna um áramót vegna gjaldahækkana ríkis og sveitarfélaga, en nokkur dæmi mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þegar kemur að gjaldahækkunum hins opinbera, þá hefur mátt ganga út frá því sem vísu að bensín og brennivín hækka um áramót, og á því verður engin undantekning núna, samkvæmt lagasetningu Alþingis í tengslum við fjárlagagerðina. Bensín- og olíugjald til ríkisins hækkar um 2,5 prósent. Bifreiðagjald hækkar sömuleiðis um 2,5 prósent, en þetta er í samræmi við verðlagsforsendur fjárlagafrumvarpsins og verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, segir í greinargerð fjármálaráðherra. Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Nefskattur Ríkisútvarpsins hækkar um 2,3 prósent, úr 17.500 krónum í 17.900 krónur. Áfengis- og tóbaksgjald hækkar um 2,5 prósent. Sveitarfélögin láta ekki sitt eftir liggja í gjaldskrárhækkunum. Hjá stærsta sveitarfélaginu, Reykjavíkurborg, er línan 2,5 prósent, samkvæmt tillögu borgarstjóra. Á sundstöðum borgarinnar hækkar stakt gjald fyrir fullorðna úr 1.000 krónum í 1.030 krónur. Árskort fullorðinna hækkar úr 34.000 krónum í 34.850 krónur. Frá Laugardalslaug. Dýrara verður að fara í sund eftir áramót.vísir/vilhelm Aðgangseyrir í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn hækkar fyrir fullorðna úr 900 krónum í 920 krónur og fyrir börn, 5-12 ára, úr 680 krónum í 700 krónur. Gjald fyrir að skoða Listasafn Reykjavíkur hækkar úr 1.800 krónum í 1.840 krónur og fyrir að heimsækja Borgarsögusafn Reykjavíkur hækkar gjald fullorðinna úr 1.700 krónum í 1.740 krónur. Leikskólagjöld hækka um áramót um 2,5 prósent. Námsgjald fyrir barn í átta tíma vistun fer yfir fimmtán þúsund krónur og svo bætist við fæðisgjald sem hækkar um sömu hlutfallstölu. Þá tilkynnti Strætó í dag um 2,3 prósenta hækkun fargjalda, sem þýðir að stakt gjald hækkar úr 470 krónum í 480 krónur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Alþingi Borgarstjórn Kjaramál Skattar og tollar Tengdar fréttir ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. 27. desember 2019 16:13 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
ASÍ segir að fasteignagjöld hækki umfram lífskjarasamninga í sumum hverfum í nokkrum sveitarfélögum Fasteignagjöld í sumum hverfum í Reykjavík, í Hafnarfirði, Kópavogi og Akureyri hækka langt umfram markmið lífskjarasamninganna á næsta ári samkvæmt upplýsingum frá verðlagseftirliti ASÍ. Verkefnastjóri þess segir þessar hækkanir vega þungt á almenning. 27. desember 2019 16:13