Krakkaliðið sem Liverpool mun væntanlega stilla upp á móti Aston Villa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2019 10:30 Harvey Elliott verður væntanlega yngsti leikmaður byrjunarliðs Liverpool á móti Aston Villa en kannski sá frægasti. Getty/ Andrew Powell Bestu leikmenn Liverpool eru komnir til Katar en eftir standa ungir og óreyndir strákar sem þurfa að halda upp heiðri félagsins annað kvöld. Blaðamaður frá Liverpool sem þekkir liðið vel hefur stillt upp mögulegu byrjunarliði Liverpool í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Aston Villa og það er athyglisvert svo ekki sé meira sagt. Aðallið Liverpool er á leið til Katar þar sem liðið spilar í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða á miðvikudagskvöldið. Leikurinn á móti Aston Villa fer fram á Villa Park á þriðjudagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 19.40 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Liverpoool verður ekki aðeins án sinna tuttugu bestu manna í leiknum heldur eru tveir af þeim efnilegustu að glíma við meiðsli en það eru þeir Adam Lewis og Rhian Brewster. One 16-year-old Three 17-year-olds Three 18-year-olds The oldest player is 22 Liverpool's line-up for the Carabao Cup is now clear - and it'll be a miracle if they win #LFChttps://t.co/ZJ4geOgPvR— GiveMeSport Football (@GMS__Football) December 15, 2019 Líklegt byrjunarlið Liverpool á móti Aston Villa: Markvörður | Caoimhin Kelleher | 21 árs Hægri bakvörður | Ki-Jana Hoever | 17 ára Miðvörður | Sepp van den Berg | 17 ára Miðvörður | Morgan Boyes | 18 ára Vinstri bakvörður | Yasser Larouci | 18 ára Miðjumaður | Pedro Chirivella | 22 ára Miðjumaður | Herbie Kane | 21 árs Miðjumaður | Isaac Christie-Davies | 22 ára Hægri kantur| Harvey Elliott | 16 ára Vinstri kantur | Luis Longstaff | 18 ára Framherji | Layton Stewart | 17 ára Það er síðan búist við því að Billy Koumetio, Tony Gallacher, Leighton Clarkson, Elijah Dixon-Bonner, Jake Cain, Fidel O’Rourke og Jack Bearne verði einnig í leikmannahópnum. Neil Critchley mun stýra liðinu en hann er þjálfari 23 ára liðs Liverpool og þekkir því þessa ungu menn mjög vel. Aston Villa hefur kannski aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum en liðið fær gullið tækifæri til að komast í undanúrslitin á móti svona ungu og reynslulitlu Liverpool liði. Það verður áhugavert hvernig muni ganga hjá þessu krakkaliði Liverpool og auðvitað hálfgert kraftaverk ef þeir kæmust áfram. Reynsla þeirra að spila svona leik verður aftur á móti seint metin til fulls. Enski boltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Bestu leikmenn Liverpool eru komnir til Katar en eftir standa ungir og óreyndir strákar sem þurfa að halda upp heiðri félagsins annað kvöld. Blaðamaður frá Liverpool sem þekkir liðið vel hefur stillt upp mögulegu byrjunarliði Liverpool í átta liða úrslitum enska deildabikarsins á móti Aston Villa og það er athyglisvert svo ekki sé meira sagt. Aðallið Liverpool er á leið til Katar þar sem liðið spilar í undanúrslitum heimsmeistarakeppni félagsliða á miðvikudagskvöldið. Leikurinn á móti Aston Villa fer fram á Villa Park á þriðjudagskvöldið. Leikurinn hefst klukkan 19.40 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Liverpoool verður ekki aðeins án sinna tuttugu bestu manna í leiknum heldur eru tveir af þeim efnilegustu að glíma við meiðsli en það eru þeir Adam Lewis og Rhian Brewster. One 16-year-old Three 17-year-olds Three 18-year-olds The oldest player is 22 Liverpool's line-up for the Carabao Cup is now clear - and it'll be a miracle if they win #LFChttps://t.co/ZJ4geOgPvR— GiveMeSport Football (@GMS__Football) December 15, 2019 Líklegt byrjunarlið Liverpool á móti Aston Villa: Markvörður | Caoimhin Kelleher | 21 árs Hægri bakvörður | Ki-Jana Hoever | 17 ára Miðvörður | Sepp van den Berg | 17 ára Miðvörður | Morgan Boyes | 18 ára Vinstri bakvörður | Yasser Larouci | 18 ára Miðjumaður | Pedro Chirivella | 22 ára Miðjumaður | Herbie Kane | 21 árs Miðjumaður | Isaac Christie-Davies | 22 ára Hægri kantur| Harvey Elliott | 16 ára Vinstri kantur | Luis Longstaff | 18 ára Framherji | Layton Stewart | 17 ára Það er síðan búist við því að Billy Koumetio, Tony Gallacher, Leighton Clarkson, Elijah Dixon-Bonner, Jake Cain, Fidel O’Rourke og Jack Bearne verði einnig í leikmannahópnum. Neil Critchley mun stýra liðinu en hann er þjálfari 23 ára liðs Liverpool og þekkir því þessa ungu menn mjög vel. Aston Villa hefur kannski aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum en liðið fær gullið tækifæri til að komast í undanúrslitin á móti svona ungu og reynslulitlu Liverpool liði. Það verður áhugavert hvernig muni ganga hjá þessu krakkaliði Liverpool og auðvitað hálfgert kraftaverk ef þeir kæmust áfram. Reynsla þeirra að spila svona leik verður aftur á móti seint metin til fulls.
Enski boltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira