Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda.
Ef það er einhver leikvöllur þar sem Gylfi Þór Sigurðsson hefur fundið sig best á í gegnum tíðina þá gæti það verið Old Trafford í Manchester.
| Duncan Ferguson confirms Gylfi Sigurdsson and Djibril Sidibe miss out on the squad after picking up a sickness bug. #MUNEVE
— Everton (@Everton) December 15, 2019
Það kom því mörgum mjög á óvart þegar nafn Gylfa Þórs Sigurðssonar var hvergi á leiksskýrslu Everton fyrir leikinn á móti Manchester United en fljótlega komu skýringar á því.
Gylfi veiktist á hóteli Everton liðsins kvöldið fyrir leikinn og gat ekki spilað daginn eftir.
Only Steven Gerrard has scored more #PL goals at Old Trafford as a visiting player (5) than @Everton’s Gylfi Sigurdsson (4) pic.twitter.com/Yp4rIOjPMu
— Premier League (@premierleague) October 30, 2018
Málið var að Gylfi missti ekki aðeins af leiknum heldur einnig af möguleikanum á því að jafna met Steven Gerrard í ensku úrvalsdeildinni.
Steven Gerrard skoraði fimm sinnum fyrir Liverpool á Old Trafford og enginn útileikmaður hefur skorað fleiri mörk á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi Þór Sigurðsson er kominn með fjögur mörk á Old Trafford en þau hafa öll komið í síðustu fimm leikjum hans í „Leikhúsi draumanna“.
Gylfi Sigurðsson has now scored four Premier League away goals at Old Trafford.
— Squawka Football (@Squawka) October 28, 2018
Steven Gerrard is the only player in the competition’s history with more (5). pic.twitter.com/mQRkzxzE8M
Gylfi skoraði fyrir Swansea í 2-1 sigri á Manchester United 16. ágúst 2014, hann jafnaði í 1-1 í 2-1 tap fyrir Manchester United 2. janúar 2016, Gylfi skoraði jöfnunarmark Swansea í 1-1 jafntefli 30. apríl 2017 og hann minnkaði muninn í 2-1 í tapi Everton á Old Trafford 28. október í fyrra.
Gylfi hefur aðeins einu sinni mistekist að skora á Old Trafford síðan að hann var maðurinn á bak við sigur Swansea liðsins í fyrstu umferðinni tímabilið 2014-15. Það var í 4-0 tapi Everton á fyrsta tímabili Gylfa með félaginu.