Flugvél bíður eftir nokkrum af ungu leikmönnum Liverpool í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2019 09:00 Jürgen Klopp vill fá nokkra af ungu leikmönnunum til Katar í kvöld. Hér sést hann sjálfur í flugvélinni sem fór með aðallið Liverpool á HM félagsliða í Katar. Getty/Andrew Powell Draumurinn um að spila á heimsmeistaramóti félagsliða í Katar er ekki úti fyrir ungu strákana sem mæta Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Neil Critchley stýrir Liverpool liðinu í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði hann frá því að nokkrir liðsins í kvöld gætu verið á leið til Katar eftir leikinn. Aðallið Liverpool er allt flogið til Katar þar sem liðið spilar undanúrslitaleik sinn á morgun. Lið Liverpool í kvöld verður því allt skipað leikmönnum liðsins í kringum tvítugsaldurinn. Leikur Aston Villa og Liverpool hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki betur en að það bíði flugvél eftir þeim. Þetta fer samt eftir því hvernig þeir standa sig í leiknum,“ sagði Neil Critchley á blaðamannafundinum í gær. „Við sjáum til. Ég held að það verði einn eða tveir sem fari með. Ég reyni líka kannski að smygla mér með líka,“ sagði Neil Critchley léttur. Neil Critchley vildi þó ekki nefna einhverja ákveðna leikmenn í þessu samhengi. „Ég er viss um að einn eða tveir muni fara. Ég veit það samt hreinlega ekki á þessum tímapunkti,“ svaraði Critchley. ICYMI earlier https://t.co/DUGTmHMACl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 16, 2019 Liverpool bætti þeim Sepp van den Berg, Ki-Jana Hoever og Harvey Elliott við HM-hópinn sinn í gær og þeir eru því líklegir til að fljúga til Katar eftir leikinn á móti Aston Villa í kvöld. Neil Critchley lagði áherslu á það að leikmennirnir sem munu spila fyrir Liverpool í kvöld þekkist mjög vel. „Þetta er ekki hópur sem var hent saman í fljótheitum. Þetta er hópur sem hefur verið mjög mikið saman,“ sagði Neil Critchley. „Það er mjög mikilvægt að við förum út í þennan leik og spilum eins og Liverpool lið. Það er pressa frá okkur í teyminu að leikmennirnir spili eins og Liverpool lið,“ sagði Critchley. Neil Critchley hrósaði líka Jürgen Klopp. „Við erum heppnir að knattspyrnustjórinn hefur trú á ungum leikmönnum og gefur þeim tækifæri. Stjórinn okkar hefur mikinn áhuga á ungum leikmönnum og ég get komið og talað við hann hvenær sem er. Hann þekkir þá alla vel,“ sagði Critchley. Enski boltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
Draumurinn um að spila á heimsmeistaramóti félagsliða í Katar er ekki úti fyrir ungu strákana sem mæta Aston Villa í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í kvöld. Neil Critchley stýrir Liverpool liðinu í kvöld og á blaðamannafundi fyrir leikinn sagði hann frá því að nokkrir liðsins í kvöld gætu verið á leið til Katar eftir leikinn. Aðallið Liverpool er allt flogið til Katar þar sem liðið spilar undanúrslitaleik sinn á morgun. Lið Liverpool í kvöld verður því allt skipað leikmönnum liðsins í kringum tvítugsaldurinn. Leikur Aston Villa og Liverpool hefst klukkan 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Ég veit ekki betur en að það bíði flugvél eftir þeim. Þetta fer samt eftir því hvernig þeir standa sig í leiknum,“ sagði Neil Critchley á blaðamannafundinum í gær. „Við sjáum til. Ég held að það verði einn eða tveir sem fari með. Ég reyni líka kannski að smygla mér með líka,“ sagði Neil Critchley léttur. Neil Critchley vildi þó ekki nefna einhverja ákveðna leikmenn í þessu samhengi. „Ég er viss um að einn eða tveir muni fara. Ég veit það samt hreinlega ekki á þessum tímapunkti,“ svaraði Critchley. ICYMI earlier https://t.co/DUGTmHMACl— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 16, 2019 Liverpool bætti þeim Sepp van den Berg, Ki-Jana Hoever og Harvey Elliott við HM-hópinn sinn í gær og þeir eru því líklegir til að fljúga til Katar eftir leikinn á móti Aston Villa í kvöld. Neil Critchley lagði áherslu á það að leikmennirnir sem munu spila fyrir Liverpool í kvöld þekkist mjög vel. „Þetta er ekki hópur sem var hent saman í fljótheitum. Þetta er hópur sem hefur verið mjög mikið saman,“ sagði Neil Critchley. „Það er mjög mikilvægt að við förum út í þennan leik og spilum eins og Liverpool lið. Það er pressa frá okkur í teyminu að leikmennirnir spili eins og Liverpool lið,“ sagði Critchley. Neil Critchley hrósaði líka Jürgen Klopp. „Við erum heppnir að knattspyrnustjórinn hefur trú á ungum leikmönnum og gefur þeim tækifæri. Stjórinn okkar hefur mikinn áhuga á ungum leikmönnum og ég get komið og talað við hann hvenær sem er. Hann þekkir þá alla vel,“ sagði Critchley.
Enski boltinn Mest lesið Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða Körfubolti Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Fótbolti Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu Handbolti Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Fótbolti Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Enski boltinn Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Sport Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Handbolti Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Fótbolti NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira