Í ljósi umræðunnar - Jarðstrengur við Sauðárkrók Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 17. desember 2019 17:00 Öll erum við sammála um mikilvægi afhendingaröryggis á Sauðárkróki og þar með tvöfaldrar tengingar inn á svæðið. Við hjá Landsneti tökum undir bókun sveitarstjórnar Skagafjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðunni á svæðinu og að ráðist verði í uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi án tafar. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 15. desember gagnrýndi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfússon, okkur hjá Landsneti og taldi að fyrirtækið hefði dregið lappirnar við uppbyggingu flutningskerfis í sveitarfélaginu. Við þessu brást Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets með því að benda á að breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna framkvæmdanna hafi tekið of langan tíma. Í kerfisáætlun Landsnets árið 2015 var tekin ákvörðun um lagningu jarðstrengs frá Varmahlíð að tengivirkinu á Sauðárkróki ásamt stækkun spennistöðva. Í áætluninni var gert ráð fyrir að framkvæmdir yrðu á árinu 2018. Við undirbúning framkvæmdanna árið 2016 óskaði sveitarfélagið eftir því við Landsnet að tengivirki yrði fært þar sem staðsetning þess á samþykktu skipulagi væri of nálægt íbúðabyggð. Eftir viðræður milli sveitarfélagsins, RARIK og Landsnets var fallist á nýja staðsetningu tengivirkisins. Í kjölfarið hófst vinna við að velja nýja leið fyrir jarðstrengi og staðsetja tengivirki á nýrri lóð í samvinnu við starfsmenn sveitarfélagsins. Þann 17. janúar 2017 var beiðni send skipulags- og byggingarfulltrúa um að lokið yrði við breytingu á aðalskipulagi í samræmi við nýja strengleið. Unnið var að undirbúningi verksins samhliða leyfisveitingaferlinu en áætlað var að framkvæmdir gætu hafist vorið 2018 og þeim lyki síðsumars 2019. Farið var í útboð á jarðstreng síðla árs 2017, samið um innkaup um áramótin 2017-2018 og var jarðstrengurinn kominn til landsins vorið 2018. Þar sem staðfesting sveitarstjórnar á aðalskipulagi hafði ekki borist var verkefnið stöðvað. Þann 24. apríl 2019 staðfesti sveitarstjórn aðalskipulagið og sendi það Skipulagsstofnun til staðfestingar. Staðfesting Skipulagsstofnunar barst sveitarfélaginu þann 19. júní 2019 og var hún auglýst í Stjórnartíðindum í kjölfarið. Tilboð í jarðvinnu og lagningu strengsins voru opnuð þann 20. júní 2019 eða daginn eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar. Umsókn um framkvæmdaleyfi var send sveitarfélaginu 26. júní 2019 og gefið út 25. júlí 2019. Unnið var að niðurlagningu strengsins eins lengi og veður leyfði nú í vetur auk þess sem unnið var að byggingu húsa fyrir tengivirki á báðum stöðum. Við hjá Landsneti höfum lagt mikla áherslu á samtal og samráð undanfarin ár þegar kemur að verkefnum sem við erum að framkvæma eða hefja framkvæmdir á. Fyrir okkur skiptir máli að eiga í stöðugu samtali við hagsmunaaðila sem byggist á hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Öll erum við sammála um mikilvægi afhendingaröryggis á Sauðárkróki og þar með tvöfaldrar tengingar inn á svæðið. Við hjá Landsneti tökum undir bókun sveitarstjórnar Skagafjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðunni á svæðinu og að ráðist verði í uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi án tafar. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 15. desember gagnrýndi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfússon, okkur hjá Landsneti og taldi að fyrirtækið hefði dregið lappirnar við uppbyggingu flutningskerfis í sveitarfélaginu. Við þessu brást Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets með því að benda á að breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna framkvæmdanna hafi tekið of langan tíma. Í kerfisáætlun Landsnets árið 2015 var tekin ákvörðun um lagningu jarðstrengs frá Varmahlíð að tengivirkinu á Sauðárkróki ásamt stækkun spennistöðva. Í áætluninni var gert ráð fyrir að framkvæmdir yrðu á árinu 2018. Við undirbúning framkvæmdanna árið 2016 óskaði sveitarfélagið eftir því við Landsnet að tengivirki yrði fært þar sem staðsetning þess á samþykktu skipulagi væri of nálægt íbúðabyggð. Eftir viðræður milli sveitarfélagsins, RARIK og Landsnets var fallist á nýja staðsetningu tengivirkisins. Í kjölfarið hófst vinna við að velja nýja leið fyrir jarðstrengi og staðsetja tengivirki á nýrri lóð í samvinnu við starfsmenn sveitarfélagsins. Þann 17. janúar 2017 var beiðni send skipulags- og byggingarfulltrúa um að lokið yrði við breytingu á aðalskipulagi í samræmi við nýja strengleið. Unnið var að undirbúningi verksins samhliða leyfisveitingaferlinu en áætlað var að framkvæmdir gætu hafist vorið 2018 og þeim lyki síðsumars 2019. Farið var í útboð á jarðstreng síðla árs 2017, samið um innkaup um áramótin 2017-2018 og var jarðstrengurinn kominn til landsins vorið 2018. Þar sem staðfesting sveitarstjórnar á aðalskipulagi hafði ekki borist var verkefnið stöðvað. Þann 24. apríl 2019 staðfesti sveitarstjórn aðalskipulagið og sendi það Skipulagsstofnun til staðfestingar. Staðfesting Skipulagsstofnunar barst sveitarfélaginu þann 19. júní 2019 og var hún auglýst í Stjórnartíðindum í kjölfarið. Tilboð í jarðvinnu og lagningu strengsins voru opnuð þann 20. júní 2019 eða daginn eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar. Umsókn um framkvæmdaleyfi var send sveitarfélaginu 26. júní 2019 og gefið út 25. júlí 2019. Unnið var að niðurlagningu strengsins eins lengi og veður leyfði nú í vetur auk þess sem unnið var að byggingu húsa fyrir tengivirki á báðum stöðum. Við hjá Landsneti höfum lagt mikla áherslu á samtal og samráð undanfarin ár þegar kemur að verkefnum sem við erum að framkvæma eða hefja framkvæmdir á. Fyrir okkur skiptir máli að eiga í stöðugu samtali við hagsmunaaðila sem byggist á hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun