Í ljósi umræðunnar - Jarðstrengur við Sauðárkrók Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 17. desember 2019 17:00 Öll erum við sammála um mikilvægi afhendingaröryggis á Sauðárkróki og þar með tvöfaldrar tengingar inn á svæðið. Við hjá Landsneti tökum undir bókun sveitarstjórnar Skagafjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðunni á svæðinu og að ráðist verði í uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi án tafar. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 15. desember gagnrýndi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfússon, okkur hjá Landsneti og taldi að fyrirtækið hefði dregið lappirnar við uppbyggingu flutningskerfis í sveitarfélaginu. Við þessu brást Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets með því að benda á að breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna framkvæmdanna hafi tekið of langan tíma. Í kerfisáætlun Landsnets árið 2015 var tekin ákvörðun um lagningu jarðstrengs frá Varmahlíð að tengivirkinu á Sauðárkróki ásamt stækkun spennistöðva. Í áætluninni var gert ráð fyrir að framkvæmdir yrðu á árinu 2018. Við undirbúning framkvæmdanna árið 2016 óskaði sveitarfélagið eftir því við Landsnet að tengivirki yrði fært þar sem staðsetning þess á samþykktu skipulagi væri of nálægt íbúðabyggð. Eftir viðræður milli sveitarfélagsins, RARIK og Landsnets var fallist á nýja staðsetningu tengivirkisins. Í kjölfarið hófst vinna við að velja nýja leið fyrir jarðstrengi og staðsetja tengivirki á nýrri lóð í samvinnu við starfsmenn sveitarfélagsins. Þann 17. janúar 2017 var beiðni send skipulags- og byggingarfulltrúa um að lokið yrði við breytingu á aðalskipulagi í samræmi við nýja strengleið. Unnið var að undirbúningi verksins samhliða leyfisveitingaferlinu en áætlað var að framkvæmdir gætu hafist vorið 2018 og þeim lyki síðsumars 2019. Farið var í útboð á jarðstreng síðla árs 2017, samið um innkaup um áramótin 2017-2018 og var jarðstrengurinn kominn til landsins vorið 2018. Þar sem staðfesting sveitarstjórnar á aðalskipulagi hafði ekki borist var verkefnið stöðvað. Þann 24. apríl 2019 staðfesti sveitarstjórn aðalskipulagið og sendi það Skipulagsstofnun til staðfestingar. Staðfesting Skipulagsstofnunar barst sveitarfélaginu þann 19. júní 2019 og var hún auglýst í Stjórnartíðindum í kjölfarið. Tilboð í jarðvinnu og lagningu strengsins voru opnuð þann 20. júní 2019 eða daginn eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar. Umsókn um framkvæmdaleyfi var send sveitarfélaginu 26. júní 2019 og gefið út 25. júlí 2019. Unnið var að niðurlagningu strengsins eins lengi og veður leyfði nú í vetur auk þess sem unnið var að byggingu húsa fyrir tengivirki á báðum stöðum. Við hjá Landsneti höfum lagt mikla áherslu á samtal og samráð undanfarin ár þegar kemur að verkefnum sem við erum að framkvæma eða hefja framkvæmdir á. Fyrir okkur skiptir máli að eiga í stöðugu samtali við hagsmunaaðila sem byggist á hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Öll erum við sammála um mikilvægi afhendingaröryggis á Sauðárkróki og þar með tvöfaldrar tengingar inn á svæðið. Við hjá Landsneti tökum undir bókun sveitarstjórnar Skagafjarðar þar sem lýst er yfir áhyggjum af stöðunni á svæðinu og að ráðist verði í uppbyggingu raforkukerfisins á Norðurlandi án tafar. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni sunnudaginn 15. desember gagnrýndi sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Sigfús Ingi Sigfússon, okkur hjá Landsneti og taldi að fyrirtækið hefði dregið lappirnar við uppbyggingu flutningskerfis í sveitarfélaginu. Við þessu brást Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets með því að benda á að breytingar á aðalskipulagi sveitarfélagsins vegna framkvæmdanna hafi tekið of langan tíma. Í kerfisáætlun Landsnets árið 2015 var tekin ákvörðun um lagningu jarðstrengs frá Varmahlíð að tengivirkinu á Sauðárkróki ásamt stækkun spennistöðva. Í áætluninni var gert ráð fyrir að framkvæmdir yrðu á árinu 2018. Við undirbúning framkvæmdanna árið 2016 óskaði sveitarfélagið eftir því við Landsnet að tengivirki yrði fært þar sem staðsetning þess á samþykktu skipulagi væri of nálægt íbúðabyggð. Eftir viðræður milli sveitarfélagsins, RARIK og Landsnets var fallist á nýja staðsetningu tengivirkisins. Í kjölfarið hófst vinna við að velja nýja leið fyrir jarðstrengi og staðsetja tengivirki á nýrri lóð í samvinnu við starfsmenn sveitarfélagsins. Þann 17. janúar 2017 var beiðni send skipulags- og byggingarfulltrúa um að lokið yrði við breytingu á aðalskipulagi í samræmi við nýja strengleið. Unnið var að undirbúningi verksins samhliða leyfisveitingaferlinu en áætlað var að framkvæmdir gætu hafist vorið 2018 og þeim lyki síðsumars 2019. Farið var í útboð á jarðstreng síðla árs 2017, samið um innkaup um áramótin 2017-2018 og var jarðstrengurinn kominn til landsins vorið 2018. Þar sem staðfesting sveitarstjórnar á aðalskipulagi hafði ekki borist var verkefnið stöðvað. Þann 24. apríl 2019 staðfesti sveitarstjórn aðalskipulagið og sendi það Skipulagsstofnun til staðfestingar. Staðfesting Skipulagsstofnunar barst sveitarfélaginu þann 19. júní 2019 og var hún auglýst í Stjórnartíðindum í kjölfarið. Tilboð í jarðvinnu og lagningu strengsins voru opnuð þann 20. júní 2019 eða daginn eftir staðfestingu Skipulagsstofnunar. Umsókn um framkvæmdaleyfi var send sveitarfélaginu 26. júní 2019 og gefið út 25. júlí 2019. Unnið var að niðurlagningu strengsins eins lengi og veður leyfði nú í vetur auk þess sem unnið var að byggingu húsa fyrir tengivirki á báðum stöðum. Við hjá Landsneti höfum lagt mikla áherslu á samtal og samráð undanfarin ár þegar kemur að verkefnum sem við erum að framkvæma eða hefja framkvæmdir á. Fyrir okkur skiptir máli að eiga í stöðugu samtali við hagsmunaaðila sem byggist á hreinskilni, ábyrgð, víðsýni, gagnkvæmri virðingu og samstarfsvilja.Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun