Á stundum að þegja? Friðrik Agni Árnason skrifar 20. desember 2019 07:00 Mér finnst áhugavert þegar fólk hendir neikvæðu skoðunum sínum um útlit mitt beint í andlitið á mér. Sérstaklega þegar það tengist útliti sem er valfrjálst. En ég hef einmitt verið að lenda í því undanfarið. Ástæðan: Ég litaði á mér hárið. Ég vildi breyta til og skapa mér aðeins nýrri og ferskari ímynd. Mér líður vel með hvernig það breytti útliti mínu. Þannig þegar ég horfi í spegil þá allavega fæ ég ekki þunglyndiskast yfir spegilmyndinni og gerði það nú svo sem ekki heldur fyrir litun. Ég er jú eins og flestir samt og mis sáttur við sjálfan mig eftir dagsgeðinu. Að sjálfsögðu er samt leiðinlegt að heyra þegar fólk segist jafnvel ekki vilja yrða á mig vegna þess að ég er með ljóst hár. Það gerðist nú fyrir stuttu og fólk hefur einnig sagst kunna einfaldlega illa við mig svona. Og þetta er ekki fólk sem þekkir mig manna best. Á þessum tímapunkti þá spyr ég af einlægni: Hvað fær fólk út úr því að láta svona skoðanir í ljós? Líður fólki betra þegar það kemur þessu frá sér? Snýst þetta um VALD? Ég velti því fyrir mér hvort fólk sem deilir svona skoðunum á fólki hafi það sameiginlegt að vera stjórnsamt. Því hvað ætti ég t.d. að taka frá svona athugasemd og móðgun? Annað en að jú kannski breyta útliti mínu aftur til þess að þóknast manneskjunni. Ég myndi persónulega aldrei segja neinum, nema kannski maka, mína skoðun á útlitsbreytingu hans ef hún er neikvæð og þá myndi ég samt ekki orða það svo harkalega. Fyrir mér má fólk alltaf bara líta út eins og það vill og líður best. Ef ég hef neikvæða skoðun á útliti annars fólks þá yfirleitt bara held ég því fyrir sjálfan mig nema það virkilega spyrji mig álits og biður um hreinskilni. Þannig ég er aðallega að velta því fyrir mér hvað fólk fær út úr því að móðga aðra á svona persónulegan hátt og fela sig svo jafnvel á bakvið að þetta sé bara þeirra skoðun. Víst höfum við öll rétt á okkar skoðun en mér finnst ekki alltaf nauðsynlegt að skoðanir komi fram. Ef skoðun leiðir af sér hugleiðingar, spurningar og opnar á samtal þá finnst mér það frábært en þegar það eru svona þungar persónulegar skoðanir eða dómur öllu heldur á útliti annarra þá er ég ekki alveg að fatta tilganginn. En þetta er auðvitað bara mín skoðun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um viðbrögð og mín viðbrögð í þessu tilfelli. Ég vel að láta það ekki pirra mig þegar einhver segir svona við mig heldur skoða af hverju ég tek það til mín og hvernig. Hvað get ég lært um sjálfan mig? Hugsa sér það fólk sem hefur almennt svona sterkar skoðanir sem það verður að láta í ljós, og móðgar og særir annað fólk með því, hvernig er það þá að dæma sig sjálft? #mínskoðun Góða helgi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Mér finnst áhugavert þegar fólk hendir neikvæðu skoðunum sínum um útlit mitt beint í andlitið á mér. Sérstaklega þegar það tengist útliti sem er valfrjálst. En ég hef einmitt verið að lenda í því undanfarið. Ástæðan: Ég litaði á mér hárið. Ég vildi breyta til og skapa mér aðeins nýrri og ferskari ímynd. Mér líður vel með hvernig það breytti útliti mínu. Þannig þegar ég horfi í spegil þá allavega fæ ég ekki þunglyndiskast yfir spegilmyndinni og gerði það nú svo sem ekki heldur fyrir litun. Ég er jú eins og flestir samt og mis sáttur við sjálfan mig eftir dagsgeðinu. Að sjálfsögðu er samt leiðinlegt að heyra þegar fólk segist jafnvel ekki vilja yrða á mig vegna þess að ég er með ljóst hár. Það gerðist nú fyrir stuttu og fólk hefur einnig sagst kunna einfaldlega illa við mig svona. Og þetta er ekki fólk sem þekkir mig manna best. Á þessum tímapunkti þá spyr ég af einlægni: Hvað fær fólk út úr því að láta svona skoðanir í ljós? Líður fólki betra þegar það kemur þessu frá sér? Snýst þetta um VALD? Ég velti því fyrir mér hvort fólk sem deilir svona skoðunum á fólki hafi það sameiginlegt að vera stjórnsamt. Því hvað ætti ég t.d. að taka frá svona athugasemd og móðgun? Annað en að jú kannski breyta útliti mínu aftur til þess að þóknast manneskjunni. Ég myndi persónulega aldrei segja neinum, nema kannski maka, mína skoðun á útlitsbreytingu hans ef hún er neikvæð og þá myndi ég samt ekki orða það svo harkalega. Fyrir mér má fólk alltaf bara líta út eins og það vill og líður best. Ef ég hef neikvæða skoðun á útliti annars fólks þá yfirleitt bara held ég því fyrir sjálfan mig nema það virkilega spyrji mig álits og biður um hreinskilni. Þannig ég er aðallega að velta því fyrir mér hvað fólk fær út úr því að móðga aðra á svona persónulegan hátt og fela sig svo jafnvel á bakvið að þetta sé bara þeirra skoðun. Víst höfum við öll rétt á okkar skoðun en mér finnst ekki alltaf nauðsynlegt að skoðanir komi fram. Ef skoðun leiðir af sér hugleiðingar, spurningar og opnar á samtal þá finnst mér það frábært en þegar það eru svona þungar persónulegar skoðanir eða dómur öllu heldur á útliti annarra þá er ég ekki alveg að fatta tilganginn. En þetta er auðvitað bara mín skoðun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta um viðbrögð og mín viðbrögð í þessu tilfelli. Ég vel að láta það ekki pirra mig þegar einhver segir svona við mig heldur skoða af hverju ég tek það til mín og hvernig. Hvað get ég lært um sjálfan mig? Hugsa sér það fólk sem hefur almennt svona sterkar skoðanir sem það verður að láta í ljós, og móðgar og særir annað fólk með því, hvernig er það þá að dæma sig sjálft? #mínskoðun Góða helgi
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun