Fyrstu jólin í þriðja skiptið Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 20. desember 2019 08:00 Fyrir flesta ef ekki allra foreldra þá eru fyrstu jólin eftir að þau eru krýnd foreldrar ógleymanleg. Það er eitthvað svo töfrum líkast að sjá jólaljósin speglast í augunum á börnum, sjá þau verða þvílíkt spennt yfir mandarínu frá jólasveininum, horfa á þau opna gjafirnar. Fyrstu jólin sem ég var mamma voru ekki alveg svona. Fyrstu jólin sem ég var mamma hafði ég aldrei hitt dóttur mína. Aldrei fengið að knúsa hana. Samt var dóttir mín fædd. Fyrstu jólin sem ég var mamma hennar þá var hún um fimmtán mánaða og í annarri heimsálfu. Hún er nefnilega ættleidd. Við fengum símtalið um hana í júlí en vegna reglna í Indlandi þurfti að klára alla pappírsvinnuna á Indlandi áður en við gátum sótt hana. Við höfðum vonast eftir að það yrði fyrir jól en við fórum í febrúar árið eftir, sjö mánuðum eftir símtalið. Það var ótrúlega skrýtið að undirbúa þessi jól. Mér leið eins og móður en samt var ég ekki með dóttur mína hjá mér. Ég veit að það var vel hugsað um hana en Guð hvað ég þráði að hafa hana hjá þér. Hún hafði aldrei komið heim en samt fannst mér allt vera svo tómlegt án hennar. Hljómar asnalega ekki satt? Ég man hvað mig langaði að klæða hana í fallegan kjól en í staðinn þá keypti ég Baby born dúkku og ótrúlega fallegan kjól sem ég klæddi dúkkuna í. Kona gerir það sem kona þarf að gera ekki satt? Ég bjó um rúmið hennar og hugsaði til hennar, vonaði að hún fyndi á sér að ég væri að hugsa til hennar. Fyrir sex árum síðan þá varð ég mamma í annað sinn þegar við sóttum son okkar til Tékklands. Við komum heim frá Tékklandi nokkrum dögum fyrir jól og gátum þess vegna upplifað aðventuna í Tékklandi. Það var stórkostlegt að sjá jólasveininn koma, fá að prófa heita vínið þeirra og upplifa jólamarkaðina. Þessi jól voru samt ekki auðveld. Ég er rosaleg jólamanneskja, vil helst senda heimagerð jólakort og heimagerðar jólagjafir, en þarna var ég komin með nýjan einstakling sem þurfti á mér að halda 24/7. Sonur minn var rétt orðin þriggja ára þegar hann kom heim. Þá skildi hann auðvitað ekkert í því hvað var að gerast. En síðan þá hefur hann verið jafnvel meira jólabarn en ég. Hann hlustar á jólalög allt árið um kring. Hann er ekki mikið fyrir að föndra en ef þú stingur upp á jólaföndri þá er hann meira en til í það. Honum finnst miklu skemmtilegra að gefa en að þiggja. Í ár fæ ég að upplifa svona fyrstu jól enn einu sinni þegar bónusdóttir mín, sem er skiptinemi frá Tælandi, fær að upplifa sín fyrstu jól með okkur. Hún er búddatrúar og þeirra stærsta hátíð er nýárið. Núna er hún svo spennt yfir þessu öllu. Jólaskreytingunum, að byggja snjókarl, jólatréð og smákökubakstur með stórfjölskyldunni. Allt þetta er nýtt fyrir henni. Fyrir mér þá eru jólin umleikin töfrum (ég meina, horfið bara á þessi jól sem ég hef fengið að upplifa), og ég er viss um að ég er bara rétt að byrja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Fyrir flesta ef ekki allra foreldra þá eru fyrstu jólin eftir að þau eru krýnd foreldrar ógleymanleg. Það er eitthvað svo töfrum líkast að sjá jólaljósin speglast í augunum á börnum, sjá þau verða þvílíkt spennt yfir mandarínu frá jólasveininum, horfa á þau opna gjafirnar. Fyrstu jólin sem ég var mamma voru ekki alveg svona. Fyrstu jólin sem ég var mamma hafði ég aldrei hitt dóttur mína. Aldrei fengið að knúsa hana. Samt var dóttir mín fædd. Fyrstu jólin sem ég var mamma hennar þá var hún um fimmtán mánaða og í annarri heimsálfu. Hún er nefnilega ættleidd. Við fengum símtalið um hana í júlí en vegna reglna í Indlandi þurfti að klára alla pappírsvinnuna á Indlandi áður en við gátum sótt hana. Við höfðum vonast eftir að það yrði fyrir jól en við fórum í febrúar árið eftir, sjö mánuðum eftir símtalið. Það var ótrúlega skrýtið að undirbúa þessi jól. Mér leið eins og móður en samt var ég ekki með dóttur mína hjá mér. Ég veit að það var vel hugsað um hana en Guð hvað ég þráði að hafa hana hjá þér. Hún hafði aldrei komið heim en samt fannst mér allt vera svo tómlegt án hennar. Hljómar asnalega ekki satt? Ég man hvað mig langaði að klæða hana í fallegan kjól en í staðinn þá keypti ég Baby born dúkku og ótrúlega fallegan kjól sem ég klæddi dúkkuna í. Kona gerir það sem kona þarf að gera ekki satt? Ég bjó um rúmið hennar og hugsaði til hennar, vonaði að hún fyndi á sér að ég væri að hugsa til hennar. Fyrir sex árum síðan þá varð ég mamma í annað sinn þegar við sóttum son okkar til Tékklands. Við komum heim frá Tékklandi nokkrum dögum fyrir jól og gátum þess vegna upplifað aðventuna í Tékklandi. Það var stórkostlegt að sjá jólasveininn koma, fá að prófa heita vínið þeirra og upplifa jólamarkaðina. Þessi jól voru samt ekki auðveld. Ég er rosaleg jólamanneskja, vil helst senda heimagerð jólakort og heimagerðar jólagjafir, en þarna var ég komin með nýjan einstakling sem þurfti á mér að halda 24/7. Sonur minn var rétt orðin þriggja ára þegar hann kom heim. Þá skildi hann auðvitað ekkert í því hvað var að gerast. En síðan þá hefur hann verið jafnvel meira jólabarn en ég. Hann hlustar á jólalög allt árið um kring. Hann er ekki mikið fyrir að föndra en ef þú stingur upp á jólaföndri þá er hann meira en til í það. Honum finnst miklu skemmtilegra að gefa en að þiggja. Í ár fæ ég að upplifa svona fyrstu jól enn einu sinni þegar bónusdóttir mín, sem er skiptinemi frá Tælandi, fær að upplifa sín fyrstu jól með okkur. Hún er búddatrúar og þeirra stærsta hátíð er nýárið. Núna er hún svo spennt yfir þessu öllu. Jólaskreytingunum, að byggja snjókarl, jólatréð og smákökubakstur með stórfjölskyldunni. Allt þetta er nýtt fyrir henni. Fyrir mér þá eru jólin umleikin töfrum (ég meina, horfið bara á þessi jól sem ég hef fengið að upplifa), og ég er viss um að ég er bara rétt að byrja.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun