Gripin glóðvolg af ljósmyndara við að háma í sig önd Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2019 10:36 Alla jafna er Kolbrún ekki frek á fóðrunum þegar veitingar í ráðhúsinu eru annars vegar. En, hún var svöng í gærkvöldi. Ljósmynd Sigtryggs Ara Jóhannssonar, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, sem tekin er inn um kýrauga á mötuneyti Ráðhússins hefur vakið verðskuldaða athygli. Eru nokkrir á samfélagsmiðlum þegar farnir að tala um fréttamynd ársins. Þar má sjá fulltrúa Flokks fólksins háma í sig önd, sem var á matseðli borgarfulltrúa og annarra þeirra sem í ráðhúsinu starfa, í gærkvöldi. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni og samherji Kolbrúnar í minnihlutanum, fylgist forviða með. „Já, ég var gripin illilega,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. En, mikill kostnaður vegna veitinga sem bornar eru í ráðhúsfólkið var til umræðu í gær. Það var því óheppilegt að matseðillinn skyldi vera einkar glæsilegur í gær en það er Múlakaffi sem sér um kostinn. Er vaninn sá að veitingarnar séu venju fremur veglegar þegar fjárhagsáætlun borgarinnar er til umræðu en svo háttaði til í gær. Meðal þeirra sem fordæmdu hinn mikla kostnað sem er vegna veitinganna var Kolbrún sjálf og hafði hún jafnframt á orði við Vísi að sjálf væri hún ekki frek á fóðrum, borðaði yfirleitt lítið á þessum kvöldfundum. En, á myndinni hins vegar gerir hún sér öndina að góðu. „Ég hafði ekki borðað í tíu tíma og kom seint í mat. En, ég er náttúrlega ein til frásagnar um það,“ segir Kolbrún létt í bragði. „Ég er heppin með það að vera gangandi sönnun þess að borða ekki mikið. Það er sífellt verið að segja að ég sé of grönn.“ Kolbrún segir að betur hefði farið á því ef náðst hefði mynd af þeim í meirihlutanum, þeim sem ráða ríkjum og eru með fjárráðin og ábyrgðina þar með. „Myndin sýnir bara valdalaust, hungrað borgarfulltrúagrey. En meirihlutafulltrúarnir kætast mikið núna, það hlakkar í þeim.“ Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Ljósmynd Sigtryggs Ara Jóhannssonar, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun, sem tekin er inn um kýrauga á mötuneyti Ráðhússins hefur vakið verðskuldaða athygli. Eru nokkrir á samfélagsmiðlum þegar farnir að tala um fréttamynd ársins. Þar má sjá fulltrúa Flokks fólksins háma í sig önd, sem var á matseðli borgarfulltrúa og annarra þeirra sem í ráðhúsinu starfa, í gærkvöldi. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni og samherji Kolbrúnar í minnihlutanum, fylgist forviða með. „Já, ég var gripin illilega,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. En, mikill kostnaður vegna veitinga sem bornar eru í ráðhúsfólkið var til umræðu í gær. Það var því óheppilegt að matseðillinn skyldi vera einkar glæsilegur í gær en það er Múlakaffi sem sér um kostinn. Er vaninn sá að veitingarnar séu venju fremur veglegar þegar fjárhagsáætlun borgarinnar er til umræðu en svo háttaði til í gær. Meðal þeirra sem fordæmdu hinn mikla kostnað sem er vegna veitinganna var Kolbrún sjálf og hafði hún jafnframt á orði við Vísi að sjálf væri hún ekki frek á fóðrum, borðaði yfirleitt lítið á þessum kvöldfundum. En, á myndinni hins vegar gerir hún sér öndina að góðu. „Ég hafði ekki borðað í tíu tíma og kom seint í mat. En, ég er náttúrlega ein til frásagnar um það,“ segir Kolbrún létt í bragði. „Ég er heppin með það að vera gangandi sönnun þess að borða ekki mikið. Það er sífellt verið að segja að ég sé of grönn.“ Kolbrún segir að betur hefði farið á því ef náðst hefði mynd af þeim í meirihlutanum, þeim sem ráða ríkjum og eru með fjárráðin og ábyrgðina þar með. „Myndin sýnir bara valdalaust, hungrað borgarfulltrúagrey. En meirihlutafulltrúarnir kætast mikið núna, það hlakkar í þeim.“
Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48 Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Kolbrún segir kræsingarnar fara fram hjá sér Borgarfulltrúi Flokks fólksins ofbýður kostnaður vegna borgarstórnarfunda. 3. desember 2019 10:48
Borða og drekka fyrir 360 þúsund á hverjum fundi borgarstjórnar Kostnaður við þá tuttugu fundi borgarstjórnar sem haldnir hafa verið frá því í júní í fyrra og þar til í júlí á þessu ári nemur alls 17 milljónum króna eða 850 þúsundum fyrir hvern fund. 3. desember 2019 06:30