Barátta fyrir nýrri stjórnarskrá er barátta gegn spillingu! Katrín Oddsdóttir skrifar 6. desember 2019 12:00 Spilling er vandamál á Íslandi, hvort sem hún felst í vinagreiðum eða grímulausari útfærslum. Spilling þrífst helst þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Spillingu má fyrirbyggja með gagnsæi hvað varðar upplýsingar og gjörðir valdhafa, sem almenning getur skilið, treyst og fylgst með. Í gildandi stjórnarskrá er ekki að finna eitt orð um stjórnmálaflokka, hvað þá spillingu, enda er hún að grunninum til dönsk konungsstjórnarskrá þó hún skarti nýlegri mannréttindakafla. Nú eru rúmlega sjö ár frá því kjósendur á Íslandi sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Þetta frumvarp er í daglegu tali kallað nýja stjórnarskráin. Í nýju stjórnarskránni er ýmislegt gert til að reyna að stemma stigu við spillingu: -Stærsta málið er algert gegnsæi. Með upplýsingaréttinum í 15. grein nýju stjórnarskrárinnar eru ljósin hreinlega kveikt og myrkrinu úthýst. Þessi regla er sett til höfuðs þeirri inngrónu leyndarhyggju sem þrífst á Íslandi í opinberri stjórnsýslu og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað bent á að sé meinsemd fyrir samfélagið okkar. Auk þess eru fleiri reglur sem miða að því að tækla spillingu í nýju stjórnarskránni til dæmis þessar: - Bannað að mismuna á grundvelli stjórnmálatengsla. - Uppljóstrurum er tryggð vernd. - Kveðið er á um skyldu ráðherra og alþingismanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. - Gegnsætt eignarhald fjölmiðla er krafa. - Hvað varðar styrki til flokka og frambjóðanda segir: "Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu." - Auk þess geta 10% kjósenda knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeilda löggjöf, sem veitir Alþingi verulegt aðhald sem löggjafarvaldi og almenningi tækifæri til að kalla til sín mikilvæg mál sem oft er ófyrirsjáanlegt að komi upp þegar kosið er til Alþings. Grundvallarleikregla lýðræðisfyrirkomulags er að niðurstöður kosninga skulu virtar. Nú eru meira en sjö ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem kjósendur sögðu að nýja stjórnarskráin skyldi lögð til grundvallar. Þó er ekki verið að að leggja þessa stjórnarskrá til grundvallar í yfirstandandi bútasaums-vinnu stjórnvalda. Getur verið að það sé samspilling íslenskra stjórnmála sem standi í vegi fyrir þessu þjóðþrifamáli samfélagsins? Á laugardaginn 7. desember kl. 14 verður boðað til mótmæla gegn spillingu og arðráni á Austurvelli. Ærlegt fólk á Íslandi getur hvorki sætt sig við það að lýðræði sé hunsað né að fátæk ríki séu arðrænd af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem skáka í skjóli gríðarlegs auðs sem þau hafa safnað vegna vinaverðs sem þeim býðst ár eftir ár á hagnýtingu á auðlindum sjávar í íslenskri landhelgi. Kröfur mótmælanna á laugardaginn eru sem fyrr þessar: *Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti. *Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. - Að sjálfsögðu með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu. *Arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra. Að þessum mótmælum standa meðal annars: Efling, VR, Öryrkjabandalag Íslands, Gagnsæi – samtök gegn spillingu, Stjórnarskrárfélagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn og Ungir sósíalistar. Við verðum að standa öll saman til að ná fram alvöru breytingum gegn arðráni og spillingu. Sjáumst á Austurvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Samherjaskjölin Stjórnarskrá Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Spilling er vandamál á Íslandi, hvort sem hún felst í vinagreiðum eða grímulausari útfærslum. Spilling þrífst helst þar sem eftirlit skortir, ákvarðanataka er óljós og aðkoma og áhrif almennings eru lítil eða engin. Spillingu má fyrirbyggja með gagnsæi hvað varðar upplýsingar og gjörðir valdhafa, sem almenning getur skilið, treyst og fylgst með. Í gildandi stjórnarskrá er ekki að finna eitt orð um stjórnmálaflokka, hvað þá spillingu, enda er hún að grunninum til dönsk konungsstjórnarskrá þó hún skarti nýlegri mannréttindakafla. Nú eru rúmlega sjö ár frá því kjósendur á Íslandi sögðu í þjóðaratkvæðagreiðslu að leggja skyldi frumvarp stjórnlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá Íslands. Þetta frumvarp er í daglegu tali kallað nýja stjórnarskráin. Í nýju stjórnarskránni er ýmislegt gert til að reyna að stemma stigu við spillingu: -Stærsta málið er algert gegnsæi. Með upplýsingaréttinum í 15. grein nýju stjórnarskrárinnar eru ljósin hreinlega kveikt og myrkrinu úthýst. Þessi regla er sett til höfuðs þeirri inngrónu leyndarhyggju sem þrífst á Íslandi í opinberri stjórnsýslu og umboðsmaður Alþingis hefur ítrekað bent á að sé meinsemd fyrir samfélagið okkar. Auk þess eru fleiri reglur sem miða að því að tækla spillingu í nýju stjórnarskránni til dæmis þessar: - Bannað að mismuna á grundvelli stjórnmálatengsla. - Uppljóstrurum er tryggð vernd. - Kveðið er á um skyldu ráðherra og alþingismanna til að veita upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína. - Gegnsætt eignarhald fjölmiðla er krafa. - Hvað varðar styrki til flokka og frambjóðanda segir: "Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu." - Auk þess geta 10% kjósenda knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeilda löggjöf, sem veitir Alþingi verulegt aðhald sem löggjafarvaldi og almenningi tækifæri til að kalla til sín mikilvæg mál sem oft er ófyrirsjáanlegt að komi upp þegar kosið er til Alþings. Grundvallarleikregla lýðræðisfyrirkomulags er að niðurstöður kosninga skulu virtar. Nú eru meira en sjö ár frá þjóðaratkvæðagreiðslunni þar sem kjósendur sögðu að nýja stjórnarskráin skyldi lögð til grundvallar. Þó er ekki verið að að leggja þessa stjórnarskrá til grundvallar í yfirstandandi bútasaums-vinnu stjórnvalda. Getur verið að það sé samspilling íslenskra stjórnmála sem standi í vegi fyrir þessu þjóðþrifamáli samfélagsins? Á laugardaginn 7. desember kl. 14 verður boðað til mótmæla gegn spillingu og arðráni á Austurvelli. Ærlegt fólk á Íslandi getur hvorki sætt sig við það að lýðræði sé hunsað né að fátæk ríki séu arðrænd af íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum sem skáka í skjóli gríðarlegs auðs sem þau hafa safnað vegna vinaverðs sem þeim býðst ár eftir ár á hagnýtingu á auðlindum sjávar í íslenskri landhelgi. Kröfur mótmælanna á laugardaginn eru sem fyrr þessar: *Sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti. *Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. - Að sjálfsögðu með því auðlindaákvæði sem kjósendur samþykktu. *Arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra. Að þessum mótmælum standa meðal annars: Efling, VR, Öryrkjabandalag Íslands, Gagnsæi – samtök gegn spillingu, Stjórnarskrárfélagið, Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn og Ungir sósíalistar. Við verðum að standa öll saman til að ná fram alvöru breytingum gegn arðráni og spillingu. Sjáumst á Austurvelli.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar