Liverpool vann leik sinn um helgina og er áfram með átta stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og í viðbót við það er liðið með fjórtán stigum meira en Englandsmeistarar Manchester City.
Þetta þýðir að Liverpool verður í toppsætinu yfir jólin í ár en það hefur oft boðað gott í ensku úrvalsdeildinni, það er fyrir önnur lið en Liverpool.
Átta af síðustu ellefu toppliðum yfir jólin hafa fylgt því eftir með því að vinna ensku deildina vorið eftir.
Þessi þrjú lið sem hafa klikkað eiga það öll sameiginlegt að spila heimaleiki sína á Anfield.
It's official. Jurgen Klopp has landed another Christmas number one with Liverpool's 2019 title challenge entry.
— BBC Sport (@BBCSport) December 9, 2019
But can they correct a record that has previously seen them fail to convert that promise into a Premier League trophy?
Judge for yourself https://t.co/tlTfrjIoEGpic.twitter.com/RdJkPvTGSv
Liverpool liðið 2018-19, Liverpool liðið 2008-09 og Liverpool liðið 2013-14 voru öll á toppnum yfir jólin en misstu síðan af titlinum.
Manchester City vann titlana 2014 og 2019 en Manchester United vann titilinn 2009. Í öll þrjú skiptin endaði Liverpool í öðru sæti.
Það er ekki síst þessi staðreynd sem stressar upp stuðningsmenn Liverpool þrátt fyrir frábæra stöðu í ensku deildinni í dag.