Elliði vill finna nýtt orð í stað afneitunarsinna Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2019 12:03 Elliði Vignisson lætur orðið afneitunarsinni fara mjög í taugarnar á sér og kallar eftir orði sem opnar umræðuna en lokar henni ekki. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að orðskrípið sem hann kallar svo, „afneitunarsinni“ sé ljótt og fari alveg ógurlega í taugarnar á sér. „Það hlýtur að vera hægt að finna betra orð til að nota í mikilvægustu umræðu samtímans,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann segir „efasemdafólk“ ekkert skárra. Telur orðið til marks um skoðanakúgun „Helst þarf að finna tvö orð. Annað sem vísar til þeirra sem telja að maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hinsvegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum,“ segir Elliði sem hefur skrifað pistil um málið á heimasíðu sína þar sem hann auglýsir eftir nýju orði. Í þann pistil má lesa að Elliði telur ofbeldi og skoðanakúgun einkenna umræðuna. Hann vill finna orð sem ekki er uppfullt af hroka og opnar umræðuna frekar en loka henni. Þá rekur hann uppruna orðsins „afneitunarsinni“ sem hann segir til þess að gera nýtt orð. „Þegar því er til dæmis slegið inni í leitarvélina „timarit.is“ þá koma upp tvær færslur. Sú fyrri frá 1994 þegar það var notað í tímariti Máls- og menningar í tengslum við umræðu um ofsóknir gegn Gyðingum (þeir sem vilja endurskoða- eða afneita þeirri staðreynd að Gyðingar urðu fyrir ofsóknum). Í seinni færslunni í „Degi“ er það haft í umfjöllun um leikritið „Jónas týnir jólunum“, en Jónas þessi afneitaði því sem sagt að jólin væru til.“ Handhafar sannleikans Elliði segir að þeir sem vilji nota orðið „afneitunarsinnar“ í tíma og ótíma telji sig handhafa sannleikans og ekkert svigrúm sé til annarrar skoðunar: „Að þeir sem vilja nálgast málið á öðrum forsendum (svo sem með öðrum gögnum) séu á sama stað og þeir sem afneita tilvist jólanna eða helfararinnar. Þeir sem þannig tala líkjast gjarnan trúboðum. Þeir sem afneita trúnni eru trúvillingar, afneitunarsinnar.“ Elliði neitar því að vera sjálfur með orð í huga sem gæti hentað þessari mikilvægu umræðu. Helst þurfi að finna tvö orð, annað sem vísar til þeirra sem telja maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hins vegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum. Elliði segist ekki vita hvenær þetta orð, afneitunarsinni, hafi komið fram í þessu samhengi né hver eigi þann heiður að eiga það sem slíkt, vafasamur heiður að mati Elliða. „Nei, því miður ekki. Það er amk það nýlega að þau gögn eru ekki komin inn á timarit.is.“ Loftslagsmál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að orðskrípið sem hann kallar svo, „afneitunarsinni“ sé ljótt og fari alveg ógurlega í taugarnar á sér. „Það hlýtur að vera hægt að finna betra orð til að nota í mikilvægustu umræðu samtímans,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann segir „efasemdafólk“ ekkert skárra. Telur orðið til marks um skoðanakúgun „Helst þarf að finna tvö orð. Annað sem vísar til þeirra sem telja að maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hinsvegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum,“ segir Elliði sem hefur skrifað pistil um málið á heimasíðu sína þar sem hann auglýsir eftir nýju orði. Í þann pistil má lesa að Elliði telur ofbeldi og skoðanakúgun einkenna umræðuna. Hann vill finna orð sem ekki er uppfullt af hroka og opnar umræðuna frekar en loka henni. Þá rekur hann uppruna orðsins „afneitunarsinni“ sem hann segir til þess að gera nýtt orð. „Þegar því er til dæmis slegið inni í leitarvélina „timarit.is“ þá koma upp tvær færslur. Sú fyrri frá 1994 þegar það var notað í tímariti Máls- og menningar í tengslum við umræðu um ofsóknir gegn Gyðingum (þeir sem vilja endurskoða- eða afneita þeirri staðreynd að Gyðingar urðu fyrir ofsóknum). Í seinni færslunni í „Degi“ er það haft í umfjöllun um leikritið „Jónas týnir jólunum“, en Jónas þessi afneitaði því sem sagt að jólin væru til.“ Handhafar sannleikans Elliði segir að þeir sem vilji nota orðið „afneitunarsinnar“ í tíma og ótíma telji sig handhafa sannleikans og ekkert svigrúm sé til annarrar skoðunar: „Að þeir sem vilja nálgast málið á öðrum forsendum (svo sem með öðrum gögnum) séu á sama stað og þeir sem afneita tilvist jólanna eða helfararinnar. Þeir sem þannig tala líkjast gjarnan trúboðum. Þeir sem afneita trúnni eru trúvillingar, afneitunarsinnar.“ Elliði neitar því að vera sjálfur með orð í huga sem gæti hentað þessari mikilvægu umræðu. Helst þurfi að finna tvö orð, annað sem vísar til þeirra sem telja maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hins vegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum. Elliði segist ekki vita hvenær þetta orð, afneitunarsinni, hafi komið fram í þessu samhengi né hver eigi þann heiður að eiga það sem slíkt, vafasamur heiður að mati Elliða. „Nei, því miður ekki. Það er amk það nýlega að þau gögn eru ekki komin inn á timarit.is.“
Loftslagsmál Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira