Elliði vill finna nýtt orð í stað afneitunarsinna Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2019 12:03 Elliði Vignisson lætur orðið afneitunarsinni fara mjög í taugarnar á sér og kallar eftir orði sem opnar umræðuna en lokar henni ekki. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að orðskrípið sem hann kallar svo, „afneitunarsinni“ sé ljótt og fari alveg ógurlega í taugarnar á sér. „Það hlýtur að vera hægt að finna betra orð til að nota í mikilvægustu umræðu samtímans,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann segir „efasemdafólk“ ekkert skárra. Telur orðið til marks um skoðanakúgun „Helst þarf að finna tvö orð. Annað sem vísar til þeirra sem telja að maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hinsvegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum,“ segir Elliði sem hefur skrifað pistil um málið á heimasíðu sína þar sem hann auglýsir eftir nýju orði. Í þann pistil má lesa að Elliði telur ofbeldi og skoðanakúgun einkenna umræðuna. Hann vill finna orð sem ekki er uppfullt af hroka og opnar umræðuna frekar en loka henni. Þá rekur hann uppruna orðsins „afneitunarsinni“ sem hann segir til þess að gera nýtt orð. „Þegar því er til dæmis slegið inni í leitarvélina „timarit.is“ þá koma upp tvær færslur. Sú fyrri frá 1994 þegar það var notað í tímariti Máls- og menningar í tengslum við umræðu um ofsóknir gegn Gyðingum (þeir sem vilja endurskoða- eða afneita þeirri staðreynd að Gyðingar urðu fyrir ofsóknum). Í seinni færslunni í „Degi“ er það haft í umfjöllun um leikritið „Jónas týnir jólunum“, en Jónas þessi afneitaði því sem sagt að jólin væru til.“ Handhafar sannleikans Elliði segir að þeir sem vilji nota orðið „afneitunarsinnar“ í tíma og ótíma telji sig handhafa sannleikans og ekkert svigrúm sé til annarrar skoðunar: „Að þeir sem vilja nálgast málið á öðrum forsendum (svo sem með öðrum gögnum) séu á sama stað og þeir sem afneita tilvist jólanna eða helfararinnar. Þeir sem þannig tala líkjast gjarnan trúboðum. Þeir sem afneita trúnni eru trúvillingar, afneitunarsinnar.“ Elliði neitar því að vera sjálfur með orð í huga sem gæti hentað þessari mikilvægu umræðu. Helst þurfi að finna tvö orð, annað sem vísar til þeirra sem telja maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hins vegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum. Elliði segist ekki vita hvenær þetta orð, afneitunarsinni, hafi komið fram í þessu samhengi né hver eigi þann heiður að eiga það sem slíkt, vafasamur heiður að mati Elliða. „Nei, því miður ekki. Það er amk það nýlega að þau gögn eru ekki komin inn á timarit.is.“ Loftslagsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, segir að orðskrípið sem hann kallar svo, „afneitunarsinni“ sé ljótt og fari alveg ógurlega í taugarnar á sér. „Það hlýtur að vera hægt að finna betra orð til að nota í mikilvægustu umræðu samtímans,“ segir Elliði í samtali við Vísi. Hann segir „efasemdafólk“ ekkert skárra. Telur orðið til marks um skoðanakúgun „Helst þarf að finna tvö orð. Annað sem vísar til þeirra sem telja að maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hinsvegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum,“ segir Elliði sem hefur skrifað pistil um málið á heimasíðu sína þar sem hann auglýsir eftir nýju orði. Í þann pistil má lesa að Elliði telur ofbeldi og skoðanakúgun einkenna umræðuna. Hann vill finna orð sem ekki er uppfullt af hroka og opnar umræðuna frekar en loka henni. Þá rekur hann uppruna orðsins „afneitunarsinni“ sem hann segir til þess að gera nýtt orð. „Þegar því er til dæmis slegið inni í leitarvélina „timarit.is“ þá koma upp tvær færslur. Sú fyrri frá 1994 þegar það var notað í tímariti Máls- og menningar í tengslum við umræðu um ofsóknir gegn Gyðingum (þeir sem vilja endurskoða- eða afneita þeirri staðreynd að Gyðingar urðu fyrir ofsóknum). Í seinni færslunni í „Degi“ er það haft í umfjöllun um leikritið „Jónas týnir jólunum“, en Jónas þessi afneitaði því sem sagt að jólin væru til.“ Handhafar sannleikans Elliði segir að þeir sem vilji nota orðið „afneitunarsinnar“ í tíma og ótíma telji sig handhafa sannleikans og ekkert svigrúm sé til annarrar skoðunar: „Að þeir sem vilja nálgast málið á öðrum forsendum (svo sem með öðrum gögnum) séu á sama stað og þeir sem afneita tilvist jólanna eða helfararinnar. Þeir sem þannig tala líkjast gjarnan trúboðum. Þeir sem afneita trúnni eru trúvillingar, afneitunarsinnar.“ Elliði neitar því að vera sjálfur með orð í huga sem gæti hentað þessari mikilvægu umræðu. Helst þurfi að finna tvö orð, annað sem vísar til þeirra sem telja maðurinn leiki lykilhlutverk í hlýnun og hins vegar orð sem vísar til þeirra sem telja að þetta sé fyrst og fremst hluti af náttúrulegum sveiflum. Elliði segist ekki vita hvenær þetta orð, afneitunarsinni, hafi komið fram í þessu samhengi né hver eigi þann heiður að eiga það sem slíkt, vafasamur heiður að mati Elliða. „Nei, því miður ekki. Það er amk það nýlega að þau gögn eru ekki komin inn á timarit.is.“
Loftslagsmál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira