Sýknaður af nauðgun í sambandi á nýársmorgun: „Þú þekkir mig betur en svo“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2019 16:15 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 30. október síðastliðinn. ÍAV Ungur karlmaður var á dögunum sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað kærustu sinni á heimili hennar að morgni nýársdags 2018. Var hann sakaður um að hafa haft samræði við kærustuna án hennar samþykkis með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum ölvunar og svefndrunga. Voru afleiðingarnar rispa og fleiður á kynfærum.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 30. október en ekki birtur fyrr en í dag. Parið hafði verið saman í um hálft ár þegar atvikið kom upp. Ungi maðurinn neitaði alfarið sök í málinu og taldi kærustuna fyrrverandi hafa haft frumkvæði að samförunum. Þær hafi því verið með hennar samþykki. Aðdragandinn var sá að hann sótti hana í gleðskap seint um nóttina. Hélt karlmaðurinn því fram að kærastan hefði á heimleiðinni rætt að stunda kynlíf en það hafði reynst henni erfitt að stunda kynlíf í sambandinu. Framburður hans fékk nokkra stoð í framburði hennar þar sem hún staðfesti hjá lögreglu að rætt hefði verið að stunda kynlíf. Hafði móðir hennar þetta sömuleiðis eftir henni hjá lögreglu. Spjallaði við móður og frænku í korter Unga konan minntist þess hins vegar ekki fyrir dómi að kynlíf hefði verið rætt í bifreiðinni, þótt svo gæti verði. Hún hefði verið afar ölvuð og reynt að hugsa sem minnst um málið síðan það kom upp. Dómurinn lagði til grundvallar að rætt hefði verið um að stunda kynlíf í bifreiðinni enda hefði bæði sækjandi og verjandi lagt upp með það í málflutningsræðum sínum. Ágreiningslaust er að parið fyrrverandi fór í svefnherbergi ungu konunnar á efri hæð hússins þar sem fjölskylda hennar bjó. Faðir hennar var sofandi en móðir og móðursystir á spjalli í stofunni. Maðurinn sagði konuna hafa legið nakta á rúminu þegar hann gekk inn í svefnherbergið. Hann hefði sagt henni að það yrðu engar samfarir ef hún væri ekki með fullri meðvituð. Svo hefði hann farið að bursta tennurnar. Þegar hann hafi snúið aftur hafi kærastan stokkið á fætur og hlaupið niður á neðri hæð hússins. Konan útskýrði að fötin hefðu verið blaut eftir slys í gleðskapnum. Hún hefði því klætt sig úr fötunum og í slopp og svo farið að spjalla við móður sína og frænku í stofunni. Borðaði hún snakk og spjallaði í um fimmtán mínútur að sögn systranna en fór svo aftur upp í herbergið. Útilokaði afdráttarlaust að hafa veitt samþykki Í niðurstöðu dómsins segir að þótt unga konan hafi verið ölvuð verði ekki ráðið af framburði móður hennar og frænku að ástand hennar rétt áður en hún sneri aftur upp í svefnherbergið hafi verið slíkt að karlmaðurinn hefði átt að líta svo á að hún gæti ekki veitt samþykki fyrir samræði vegna ölvunar. Hún tjáði lögreglu að kærastinn hefði verið vakandi þegar hún kom aftur í svefnherbergið en fyrir dómi taldi hún hann hafa verið sofnaðan. Nánar aðspurð sagðist hún ekki muna þetta. Aðspurð fyrir dómi hvort að útilokað væri að hún hefði veitt samþykki fyrir samræði sagðist hún afdráttarlaust geta útilokað það þar sem kærastinn hefði verið sofandi þegar hún kom í rúmið. Engin orðaskipti hefðu átt sér stað og hún svo sofnað. Dómurinn leit svo á að minni konunnar væri gloppótt varðandi þýðingarmikil málsatvik umrædda nótt. Ágreiningur um aðdragandann Ágreiningslaust er að stuttu eftir komu konunnar í svefnherbergið setti karlinn getnaðarlim sinna að hluta inn í leggöng konunnar. Helsta ágreiningsefnið er aðdragandi þess, þ.e. hvort samþykki hafi legið fyrir. Konan kveðst hafa verið sofandi en karlinn segir hana hafa átt frumkvæði að því að hefja samfarir og þær hafi því hafist með hennar samþykki. Þau hefðu byrjað að kyssast í stutta stund og hann verið kominn „hálfur inn“ þegar hún stöðvaði samfarirnar. Þá hefðu þær að hans mati líklega staðið að hámarki í eina mínútu. Þeim bar saman að hún hefði ýtt við honum og spurt hvað hann væri eiginlega að gera. Þá hefði karlmaðurinn staðið upp og reynt að útskýra sína hlið málsins þar sem hann hefði talið kærustuna vera að ásaka sig ranglega um nauðgun. Hann hafi í framhaldinu byrjað að klæða sig og gert sig líklegan til að fara. Um það leyti hafi unga konan kallað á móður sína og heyrðu hinir á heimilinu ópin. Gekk kærastinn niður stigann og sló þá unga konan til hans. Hún mundi þó ekki eftir því fyrir dómi og er það að mati dómsins til marks um gloppótt minni af því sem gerðist um nóttina. Af framburði þeirra sem voru á svæðinu, fjölskyldu konunnar og kærastans, var hún í miklu uppnámi. Tjáði hún fólkinu að hún hefði vaknað með kærastann ofan á sér. Þá hefði kærastinn svarað: „Þú þekkir mig betur en svo.“ Sendur heim Faðir ungu konunnar sagði að móðirin hefði tjáð unga manninum að nú skyldi hann fara af heimilinu. Sem hann gerði. Ákæruvaldið byggði á ótrúverðugri frásögn ákærða af málsatvikum. Vísaði ákæruvaldið til þess að hann ályktaði strax í rúminu að verið væri að saka hann um nauðgun. Fyrir dómi sagðist hann hafa áttað sig á því af augnaráði, svipbrigðum og líkamstjáningu hennar hvert hún væri að fara. Hann hefði því stokkið á fætur til að skýra sína hlið. Taldi dómurinn ekki tilefni til að draga sérstakar ályktanir um skort á trúverðugleika hjá honum. Þá byggði ákæruvaldið á því að misræmi væri í framburði hjá lögreglu annars vegar og dómi hins vegar um hve langur tími leið áður en brotaþoli kallaði á mömmu sína. Sagði hann fyrst 10-15 mínútur, svo 10 mínútur en síðar 5-10 mínútur. Taldi dómurinn að svo litlu skeikaði að ekki væri hægt að tala um misræmi. Samskipti á Facebook lögð fram sem sönnunargögn Þá voru samskipti þeirra að kvöldi 1. janúar á Facebook-messenger lögð fram sem sönnunargögn. Þar voru ummæli hans um að hún hefði dottið út í fimm sekúndur og svo „panickað“ talin gefa til kynna að hann hefði vitað að kærastan væri ekki með meðvitund. Dómurinn taldi að ummælin þyrfti að skoða í betra samhengi enda kæmu þau í beinu framhaldi af því að hann segði að hann hefði ekki getað tekið eftir því vegna þess að hann hefði verið „á hálsinum“ á henni. Tók hann ítrekað fram í samskiptunum að hann hefði ekkert rangt gert. Fyrir dómi skýrði hann auk þess frá því að hann hefði verið að nefna einu mögulegu útskýringuna í hans huga sem skýrt gæti ásökun hennar. Það hefði ekki verið hans upplifun að hún hefði dottið út. Féllst dómarinn ekki á það með ákæruvaldinu að hann hefði viðurkennt sök eða að eitthvað stangaðist á við annan framburð hans. Dómurinn féllst aftur á móti á það með ákæruvaldinu að óp konunnar gæfi til kynna að hún hefði komist í mikið uppnám. Framburður vitna styðji það og sömuleiðis að hún hafi nokkrum mínútum síðar gleypt vísvitandi mikið magn af lyfjum. Unga konan sagði fyrir dómi að hún hefði upplifað að móðir hennar og frænka hefðu ekki trúað henni en hún sjálf verið ringluð og ekki skilið hvað hefði gerst. Dómurinn benti þó á að ákærði hefði ekki þrætt fyrir neitt þessara atriða. Orð gegn orði Dómurinn segir að við úrlausn málsins verði ekki hjá því komist að setja uppnám ungu konunnar og áfallastreituröskun sem hún var síðar greind með í samhengi við alvarlegan kvíða sem hún þjáðist þegar af og lyfjameðferð vegna þess. Sálfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði konuna þjást af sjaldgæfum sjúkdómi sem valdi miklum sársauka. Hún væri viðkvæm manneskja og upplifun hennar af meintu broti, fyrst og fremst afleiðingum þess, væri hugsanlega ýktari eða verri vegna sjúkdómsins og sjúkdómssögu. Þá hefði hún að sögn móður tvívegis áður vísvitandi tekið inn of stóran skammt lyfja. Taldi dómurinn að teknu tilliti til ölvunar konunnar og fyrrgreindrar ályktunar um gloppótt minni varhugavert að leggja til grundvallar mikið uppnám um morguninn eða áfallastreituröskun sem hún var greind með í kjölfarið. Það væri ekki haldbær sönnun um brot. Eftir stendur að unga parið fyrrverandi var eitt til frásagnar um það sem átti sér stað. Samkvæmt lögum þarf ákæruvaldið að sanna sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag. Framburður hans var stöðugur og ekkert til þess fallið að rýra trúverðugleika að mati dómsins. Unga konan hafi virst einlæg en minni gloppótt um það sem átti sér stað. Taldist saksóknari ekki hafa axlað sönnunarbyrði og var ungi maðurinn sýknaður. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Ungur karlmaður var á dögunum sýknaður af ákæru um að hafa nauðgað kærustu sinni á heimili hennar að morgni nýársdags 2018. Var hann sakaður um að hafa haft samræði við kærustuna án hennar samþykkis með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum ölvunar og svefndrunga. Voru afleiðingarnar rispa og fleiður á kynfærum.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness þann 30. október en ekki birtur fyrr en í dag. Parið hafði verið saman í um hálft ár þegar atvikið kom upp. Ungi maðurinn neitaði alfarið sök í málinu og taldi kærustuna fyrrverandi hafa haft frumkvæði að samförunum. Þær hafi því verið með hennar samþykki. Aðdragandinn var sá að hann sótti hana í gleðskap seint um nóttina. Hélt karlmaðurinn því fram að kærastan hefði á heimleiðinni rætt að stunda kynlíf en það hafði reynst henni erfitt að stunda kynlíf í sambandinu. Framburður hans fékk nokkra stoð í framburði hennar þar sem hún staðfesti hjá lögreglu að rætt hefði verið að stunda kynlíf. Hafði móðir hennar þetta sömuleiðis eftir henni hjá lögreglu. Spjallaði við móður og frænku í korter Unga konan minntist þess hins vegar ekki fyrir dómi að kynlíf hefði verið rætt í bifreiðinni, þótt svo gæti verði. Hún hefði verið afar ölvuð og reynt að hugsa sem minnst um málið síðan það kom upp. Dómurinn lagði til grundvallar að rætt hefði verið um að stunda kynlíf í bifreiðinni enda hefði bæði sækjandi og verjandi lagt upp með það í málflutningsræðum sínum. Ágreiningslaust er að parið fyrrverandi fór í svefnherbergi ungu konunnar á efri hæð hússins þar sem fjölskylda hennar bjó. Faðir hennar var sofandi en móðir og móðursystir á spjalli í stofunni. Maðurinn sagði konuna hafa legið nakta á rúminu þegar hann gekk inn í svefnherbergið. Hann hefði sagt henni að það yrðu engar samfarir ef hún væri ekki með fullri meðvituð. Svo hefði hann farið að bursta tennurnar. Þegar hann hafi snúið aftur hafi kærastan stokkið á fætur og hlaupið niður á neðri hæð hússins. Konan útskýrði að fötin hefðu verið blaut eftir slys í gleðskapnum. Hún hefði því klætt sig úr fötunum og í slopp og svo farið að spjalla við móður sína og frænku í stofunni. Borðaði hún snakk og spjallaði í um fimmtán mínútur að sögn systranna en fór svo aftur upp í herbergið. Útilokaði afdráttarlaust að hafa veitt samþykki Í niðurstöðu dómsins segir að þótt unga konan hafi verið ölvuð verði ekki ráðið af framburði móður hennar og frænku að ástand hennar rétt áður en hún sneri aftur upp í svefnherbergið hafi verið slíkt að karlmaðurinn hefði átt að líta svo á að hún gæti ekki veitt samþykki fyrir samræði vegna ölvunar. Hún tjáði lögreglu að kærastinn hefði verið vakandi þegar hún kom aftur í svefnherbergið en fyrir dómi taldi hún hann hafa verið sofnaðan. Nánar aðspurð sagðist hún ekki muna þetta. Aðspurð fyrir dómi hvort að útilokað væri að hún hefði veitt samþykki fyrir samræði sagðist hún afdráttarlaust geta útilokað það þar sem kærastinn hefði verið sofandi þegar hún kom í rúmið. Engin orðaskipti hefðu átt sér stað og hún svo sofnað. Dómurinn leit svo á að minni konunnar væri gloppótt varðandi þýðingarmikil málsatvik umrædda nótt. Ágreiningur um aðdragandann Ágreiningslaust er að stuttu eftir komu konunnar í svefnherbergið setti karlinn getnaðarlim sinna að hluta inn í leggöng konunnar. Helsta ágreiningsefnið er aðdragandi þess, þ.e. hvort samþykki hafi legið fyrir. Konan kveðst hafa verið sofandi en karlinn segir hana hafa átt frumkvæði að því að hefja samfarir og þær hafi því hafist með hennar samþykki. Þau hefðu byrjað að kyssast í stutta stund og hann verið kominn „hálfur inn“ þegar hún stöðvaði samfarirnar. Þá hefðu þær að hans mati líklega staðið að hámarki í eina mínútu. Þeim bar saman að hún hefði ýtt við honum og spurt hvað hann væri eiginlega að gera. Þá hefði karlmaðurinn staðið upp og reynt að útskýra sína hlið málsins þar sem hann hefði talið kærustuna vera að ásaka sig ranglega um nauðgun. Hann hafi í framhaldinu byrjað að klæða sig og gert sig líklegan til að fara. Um það leyti hafi unga konan kallað á móður sína og heyrðu hinir á heimilinu ópin. Gekk kærastinn niður stigann og sló þá unga konan til hans. Hún mundi þó ekki eftir því fyrir dómi og er það að mati dómsins til marks um gloppótt minni af því sem gerðist um nóttina. Af framburði þeirra sem voru á svæðinu, fjölskyldu konunnar og kærastans, var hún í miklu uppnámi. Tjáði hún fólkinu að hún hefði vaknað með kærastann ofan á sér. Þá hefði kærastinn svarað: „Þú þekkir mig betur en svo.“ Sendur heim Faðir ungu konunnar sagði að móðirin hefði tjáð unga manninum að nú skyldi hann fara af heimilinu. Sem hann gerði. Ákæruvaldið byggði á ótrúverðugri frásögn ákærða af málsatvikum. Vísaði ákæruvaldið til þess að hann ályktaði strax í rúminu að verið væri að saka hann um nauðgun. Fyrir dómi sagðist hann hafa áttað sig á því af augnaráði, svipbrigðum og líkamstjáningu hennar hvert hún væri að fara. Hann hefði því stokkið á fætur til að skýra sína hlið. Taldi dómurinn ekki tilefni til að draga sérstakar ályktanir um skort á trúverðugleika hjá honum. Þá byggði ákæruvaldið á því að misræmi væri í framburði hjá lögreglu annars vegar og dómi hins vegar um hve langur tími leið áður en brotaþoli kallaði á mömmu sína. Sagði hann fyrst 10-15 mínútur, svo 10 mínútur en síðar 5-10 mínútur. Taldi dómurinn að svo litlu skeikaði að ekki væri hægt að tala um misræmi. Samskipti á Facebook lögð fram sem sönnunargögn Þá voru samskipti þeirra að kvöldi 1. janúar á Facebook-messenger lögð fram sem sönnunargögn. Þar voru ummæli hans um að hún hefði dottið út í fimm sekúndur og svo „panickað“ talin gefa til kynna að hann hefði vitað að kærastan væri ekki með meðvitund. Dómurinn taldi að ummælin þyrfti að skoða í betra samhengi enda kæmu þau í beinu framhaldi af því að hann segði að hann hefði ekki getað tekið eftir því vegna þess að hann hefði verið „á hálsinum“ á henni. Tók hann ítrekað fram í samskiptunum að hann hefði ekkert rangt gert. Fyrir dómi skýrði hann auk þess frá því að hann hefði verið að nefna einu mögulegu útskýringuna í hans huga sem skýrt gæti ásökun hennar. Það hefði ekki verið hans upplifun að hún hefði dottið út. Féllst dómarinn ekki á það með ákæruvaldinu að hann hefði viðurkennt sök eða að eitthvað stangaðist á við annan framburð hans. Dómurinn féllst aftur á móti á það með ákæruvaldinu að óp konunnar gæfi til kynna að hún hefði komist í mikið uppnám. Framburður vitna styðji það og sömuleiðis að hún hafi nokkrum mínútum síðar gleypt vísvitandi mikið magn af lyfjum. Unga konan sagði fyrir dómi að hún hefði upplifað að móðir hennar og frænka hefðu ekki trúað henni en hún sjálf verið ringluð og ekki skilið hvað hefði gerst. Dómurinn benti þó á að ákærði hefði ekki þrætt fyrir neitt þessara atriða. Orð gegn orði Dómurinn segir að við úrlausn málsins verði ekki hjá því komist að setja uppnám ungu konunnar og áfallastreituröskun sem hún var síðar greind með í samhengi við alvarlegan kvíða sem hún þjáðist þegar af og lyfjameðferð vegna þess. Sálfræðingur sem kom fyrir dóminn sagði konuna þjást af sjaldgæfum sjúkdómi sem valdi miklum sársauka. Hún væri viðkvæm manneskja og upplifun hennar af meintu broti, fyrst og fremst afleiðingum þess, væri hugsanlega ýktari eða verri vegna sjúkdómsins og sjúkdómssögu. Þá hefði hún að sögn móður tvívegis áður vísvitandi tekið inn of stóran skammt lyfja. Taldi dómurinn að teknu tilliti til ölvunar konunnar og fyrrgreindrar ályktunar um gloppótt minni varhugavert að leggja til grundvallar mikið uppnám um morguninn eða áfallastreituröskun sem hún var greind með í kjölfarið. Það væri ekki haldbær sönnun um brot. Eftir stendur að unga parið fyrrverandi var eitt til frásagnar um það sem átti sér stað. Samkvæmt lögum þarf ákæruvaldið að sanna sekt ákærða og atvik sem telja má honum í óhag. Framburður hans var stöðugur og ekkert til þess fallið að rýra trúverðugleika að mati dómsins. Unga konan hafi virst einlæg en minni gloppótt um það sem átti sér stað. Taldist saksóknari ekki hafa axlað sönnunarbyrði og var ungi maðurinn sýknaður. Allur sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira