Í gæsluvarðhaldi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun og mansal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2019 22:10 Gæsluvarðhaldsúrskurður var staðfestur á föstudag af Landsrétti. Vísir/EgillA Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Brotin beinast öll að sömu konunni samkvæmt dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn hefur áður hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til að drepa konuna og auk þess tvo dóma fyrir önnur ofbeldisbrot. Þetta kemur fram á RÚV. Lögregla var kölluð að íbúð brotaþolans í lok síðasta mánaðar og var maðurinn handtekinn á staðnum. Konan hafði flúið íbúð sína undan kærða en hún bar hann þeim sökum að hafa gengið í skrokk á sér og lýsti konan mikilli hræðslu við hann. Samkvæmt vitni í málinu áttu kærði og brotaþoli í sambandi og hafi það verið hamingjusamt þar til fyrir um þremur mánuðum síðan þegar kærði byrjaði í neyslu. Þá hafi brotaþoli ekki viljað hafa hann á heimilinu og hafi hann ekki dvalið hjá henni vegna mikillar hræðslu í garð hans. Hún sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi óttast að hann myndi vinna henni eða börnum hennar mein. Krafðist vændis til að fjármagna neyslu sína Konan sakaði manninn um að hafa fyrr þennan sama dag gert hana út í vændi, hann hafi sent mann á heimil hennar þar sem hann hafði við hana samræði gegn greiðslu. Þegar maðurinn hafi yfirgefið húsnæðið hafi kærði hrifsað greiðsluna af konunni og hótað henni ofbeldi hlýddi hún honum ekki. „Síðar þennan sama dag hafi kærði viljað að hún fengi annan viðskiptavin í heimsókn og þegar brotaþoli hafi neitað hafi kærði reiðst og beitt hana ofbeldi svo á henni sá. Þá hafi brotaþoli enn fremur greint lögreglu frá því að kærði hefði nauðgað henni fyrr um daginn.“ Brotaþolinn greindi lögreglu frá því að kærði hafi beitt hana ofbeldi margoft áður, hann hafi neytt hana til að stunda vændi og stofnað auglýsingu á einkamál.is þar sem hann auglýsti vændisstarfsemi hennar. Þegar konan var færð á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis komu í ljós ýmsir áverkar sem samræmast frásögn hennar. Þegar brotaþoli gaf formlega skýrslu á lögreglustöðinni greindi hún frá því að ákærði væri í neyslu og hann hafi krafist þess að hún seldi sig í vændi til að fjármagna neyslu hans. „Hann hefði hótað henni lífláti þegar hún hefði neitað að selja sig aftur þennan dag.“ Í kjölfar þess sló hann hana með flötum lófa í andlitið og rifið í báða framhandleggi hennar. Hann hafi síðan nauðgað brotaþola, kallað hana hóru og sagt henni að þegja. Hún greindi einnig frá því að ákærði hafi beitt hana kynferðisofbeldi oft áður og hafi það hafist fyrir rúmu ári síðan. Hún taldi að þau skipti væru fleiri en 100. Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Brotin beinast öll að sömu konunni samkvæmt dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn hefur áður hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til að drepa konuna og auk þess tvo dóma fyrir önnur ofbeldisbrot. Þetta kemur fram á RÚV. Lögregla var kölluð að íbúð brotaþolans í lok síðasta mánaðar og var maðurinn handtekinn á staðnum. Konan hafði flúið íbúð sína undan kærða en hún bar hann þeim sökum að hafa gengið í skrokk á sér og lýsti konan mikilli hræðslu við hann. Samkvæmt vitni í málinu áttu kærði og brotaþoli í sambandi og hafi það verið hamingjusamt þar til fyrir um þremur mánuðum síðan þegar kærði byrjaði í neyslu. Þá hafi brotaþoli ekki viljað hafa hann á heimilinu og hafi hann ekki dvalið hjá henni vegna mikillar hræðslu í garð hans. Hún sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi óttast að hann myndi vinna henni eða börnum hennar mein. Krafðist vændis til að fjármagna neyslu sína Konan sakaði manninn um að hafa fyrr þennan sama dag gert hana út í vændi, hann hafi sent mann á heimil hennar þar sem hann hafði við hana samræði gegn greiðslu. Þegar maðurinn hafi yfirgefið húsnæðið hafi kærði hrifsað greiðsluna af konunni og hótað henni ofbeldi hlýddi hún honum ekki. „Síðar þennan sama dag hafi kærði viljað að hún fengi annan viðskiptavin í heimsókn og þegar brotaþoli hafi neitað hafi kærði reiðst og beitt hana ofbeldi svo á henni sá. Þá hafi brotaþoli enn fremur greint lögreglu frá því að kærði hefði nauðgað henni fyrr um daginn.“ Brotaþolinn greindi lögreglu frá því að kærði hafi beitt hana ofbeldi margoft áður, hann hafi neytt hana til að stunda vændi og stofnað auglýsingu á einkamál.is þar sem hann auglýsti vændisstarfsemi hennar. Þegar konan var færð á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis komu í ljós ýmsir áverkar sem samræmast frásögn hennar. Þegar brotaþoli gaf formlega skýrslu á lögreglustöðinni greindi hún frá því að ákærði væri í neyslu og hann hafi krafist þess að hún seldi sig í vændi til að fjármagna neyslu hans. „Hann hefði hótað henni lífláti þegar hún hefði neitað að selja sig aftur þennan dag.“ Í kjölfar þess sló hann hana með flötum lófa í andlitið og rifið í báða framhandleggi hennar. Hann hafi síðan nauðgað brotaþola, kallað hana hóru og sagt henni að þegja. Hún greindi einnig frá því að ákærði hafi beitt hana kynferðisofbeldi oft áður og hafi það hafist fyrir rúmu ári síðan. Hún taldi að þau skipti væru fleiri en 100.
Dómsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira