Í gæsluvarðhaldi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun og mansal Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. desember 2019 22:10 Gæsluvarðhaldsúrskurður var staðfestur á föstudag af Landsrétti. Vísir/EgillA Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Brotin beinast öll að sömu konunni samkvæmt dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn hefur áður hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til að drepa konuna og auk þess tvo dóma fyrir önnur ofbeldisbrot. Þetta kemur fram á RÚV. Lögregla var kölluð að íbúð brotaþolans í lok síðasta mánaðar og var maðurinn handtekinn á staðnum. Konan hafði flúið íbúð sína undan kærða en hún bar hann þeim sökum að hafa gengið í skrokk á sér og lýsti konan mikilli hræðslu við hann. Samkvæmt vitni í málinu áttu kærði og brotaþoli í sambandi og hafi það verið hamingjusamt þar til fyrir um þremur mánuðum síðan þegar kærði byrjaði í neyslu. Þá hafi brotaþoli ekki viljað hafa hann á heimilinu og hafi hann ekki dvalið hjá henni vegna mikillar hræðslu í garð hans. Hún sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi óttast að hann myndi vinna henni eða börnum hennar mein. Krafðist vændis til að fjármagna neyslu sína Konan sakaði manninn um að hafa fyrr þennan sama dag gert hana út í vændi, hann hafi sent mann á heimil hennar þar sem hann hafði við hana samræði gegn greiðslu. Þegar maðurinn hafi yfirgefið húsnæðið hafi kærði hrifsað greiðsluna af konunni og hótað henni ofbeldi hlýddi hún honum ekki. „Síðar þennan sama dag hafi kærði viljað að hún fengi annan viðskiptavin í heimsókn og þegar brotaþoli hafi neitað hafi kærði reiðst og beitt hana ofbeldi svo á henni sá. Þá hafi brotaþoli enn fremur greint lögreglu frá því að kærði hefði nauðgað henni fyrr um daginn.“ Brotaþolinn greindi lögreglu frá því að kærði hafi beitt hana ofbeldi margoft áður, hann hafi neytt hana til að stunda vændi og stofnað auglýsingu á einkamál.is þar sem hann auglýsti vændisstarfsemi hennar. Þegar konan var færð á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis komu í ljós ýmsir áverkar sem samræmast frásögn hennar. Þegar brotaþoli gaf formlega skýrslu á lögreglustöðinni greindi hún frá því að ákærði væri í neyslu og hann hafi krafist þess að hún seldi sig í vændi til að fjármagna neyslu hans. „Hann hefði hótað henni lífláti þegar hún hefði neitað að selja sig aftur þennan dag.“ Í kjölfar þess sló hann hana með flötum lófa í andlitið og rifið í báða framhandleggi hennar. Hann hafi síðan nauðgað brotaþola, kallað hana hóru og sagt henni að þegja. Hún greindi einnig frá því að ákærði hafi beitt hana kynferðisofbeldi oft áður og hafi það hafist fyrir rúmu ári síðan. Hún taldi að þau skipti væru fleiri en 100. Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald þar til föstudaginn 13. desember næstkomandi vegna gruns um líkamsárás, nauðgun, hótanir, milligöngu um vændi, kaup á vændi og mansal. Brotin beinast öll að sömu konunni samkvæmt dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Maðurinn hefur áður hlotið fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til að drepa konuna og auk þess tvo dóma fyrir önnur ofbeldisbrot. Þetta kemur fram á RÚV. Lögregla var kölluð að íbúð brotaþolans í lok síðasta mánaðar og var maðurinn handtekinn á staðnum. Konan hafði flúið íbúð sína undan kærða en hún bar hann þeim sökum að hafa gengið í skrokk á sér og lýsti konan mikilli hræðslu við hann. Samkvæmt vitni í málinu áttu kærði og brotaþoli í sambandi og hafi það verið hamingjusamt þar til fyrir um þremur mánuðum síðan þegar kærði byrjaði í neyslu. Þá hafi brotaþoli ekki viljað hafa hann á heimilinu og hafi hann ekki dvalið hjá henni vegna mikillar hræðslu í garð hans. Hún sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi óttast að hann myndi vinna henni eða börnum hennar mein. Krafðist vændis til að fjármagna neyslu sína Konan sakaði manninn um að hafa fyrr þennan sama dag gert hana út í vændi, hann hafi sent mann á heimil hennar þar sem hann hafði við hana samræði gegn greiðslu. Þegar maðurinn hafi yfirgefið húsnæðið hafi kærði hrifsað greiðsluna af konunni og hótað henni ofbeldi hlýddi hún honum ekki. „Síðar þennan sama dag hafi kærði viljað að hún fengi annan viðskiptavin í heimsókn og þegar brotaþoli hafi neitað hafi kærði reiðst og beitt hana ofbeldi svo á henni sá. Þá hafi brotaþoli enn fremur greint lögreglu frá því að kærði hefði nauðgað henni fyrr um daginn.“ Brotaþolinn greindi lögreglu frá því að kærði hafi beitt hana ofbeldi margoft áður, hann hafi neytt hana til að stunda vændi og stofnað auglýsingu á einkamál.is þar sem hann auglýsti vændisstarfsemi hennar. Þegar konan var færð á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis komu í ljós ýmsir áverkar sem samræmast frásögn hennar. Þegar brotaþoli gaf formlega skýrslu á lögreglustöðinni greindi hún frá því að ákærði væri í neyslu og hann hafi krafist þess að hún seldi sig í vændi til að fjármagna neyslu hans. „Hann hefði hótað henni lífláti þegar hún hefði neitað að selja sig aftur þennan dag.“ Í kjölfar þess sló hann hana með flötum lófa í andlitið og rifið í báða framhandleggi hennar. Hann hafi síðan nauðgað brotaþola, kallað hana hóru og sagt henni að þegja. Hún greindi einnig frá því að ákærði hafi beitt hana kynferðisofbeldi oft áður og hafi það hafist fyrir rúmu ári síðan. Hún taldi að þau skipti væru fleiri en 100.
Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira