Mikil uppbygging nema í Laugardal Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 22. nóvember 2019 17:15 Laugardalsvöllur er rúmlega 60 ára gamall. Miðað við mannvirkjagerð hjá sveitarfélögum landsins er ríkið að draga lappirnar. Fréttablaðið/Anton Brink Fréttablaðið/Anton Brink Skýrsla starfshóps um nýtt knattspyrnuhús Hauka var tekin fyrir í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær en bærinn hyggst reisa veglegt knattspyrnuhús á Ásvöllum. Mikil uppbygging er víða um land þegar kemur að knattspyrnu og íþróttum. Þannig var Skessan tekin í notkun í Kaplakrika fyrir skemmstu, Afturelding tók nýverið í notkun sitt hús, Ísafjörður ætlar að bjóða út upphitað hús og í Reykjavík eru framkvæmdir að hefjast við svæði Fram og ÍR. Valsmenn eru komnir langleiðina með sitt svæði og KR er í startholunum. Svona mætti lengi telja. Flest sveitarfélögin standa sig gríðarlega vel í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og samanlagður kostnaður við þessa mannvirkjagerð nemur mörgum milljörðum króna. Það er þó aðra sögu að segja í Laugardal. Þar standa mannvirki fornra tíma með úrelta íþróttahöll og leikvang með ónýta frjálsíþróttabraut. Uppbygging þar er á ábyrgð ríkisins og þó það sé að þokast í rétta átt er enn langt í land. Á fjáraukalögum er búið að koma á fót hlutafélagi vegna Þjóðarleikvangs í Laugardal og leggja því til fimm milljónir króna í stofnfé. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað sé stíft og vandað sé til verka. Guðni er ekki í öfundsverðu hlutverki en ber sig vel þegar rætt er um uppbygginguna sem vonandi verður. „Starfshópur skilaði af sér vinnu á síðasta ári og í kjölfarið var samkomulag um að fara í nánari greiningarvinnu og úttekt á mögulegum sviðsmyndum hvað varðar völlinn. Þetta nýjasta skref er stigið af hálfu ríkisvaldsins til að hafa fjármagnsheimildir fyrir það verkefni. Það er verið að vinna af þó nokkrum krafti, fundað vikulega og stefnt að því að ljúka þeirri vinnu á næsta ári og þá er kominn tími til að taka ákvörðun í málinu – þótt fyrr hefði verið,“ segir Guðni. Hann bætir við að það sé gangur í þeirri vinnu sem nú sé unnin þó skrefin séu stundum stutt og hæg. „Miðað við mínar upplýsingar hefur varla verið unnin svona ítarleg vinna eins og þessi á evrópskan mælikvarða hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkis. Það er verið að rýna ítarlega í hlutina.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um Laugardalsvöll. Sérstaklega í aðdraganda þess að Ísland er að fara að spila leik og jafnvel tvo í mars. Guðni segir að sveitarfélögin hafi staðið sig vel eftir að málaflokkurinn færðist frá ríkinu yfir á sveitarfélögin. „En manni finnst að ríkið eigi að koma að þessu – sérstaklega þegar rætt er um þjóðarleikvang. Það má auðvitað líka ræða hvernig ríkið styrkir íþróttalífið. Það mætti gera betur þar. Ríkið styrkir rekstur íþróttasambanda og UMFÍ og ferðasjóð og afrekssjóð en miðað við skatttekjur sem ríkið fær af íþróttum mættu framlög til íþróttamála tvímælalaust vera meiri og kannski meira í takt við það sem gerist á Norðurlöndunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira
Skýrsla starfshóps um nýtt knattspyrnuhús Hauka var tekin fyrir í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær en bærinn hyggst reisa veglegt knattspyrnuhús á Ásvöllum. Mikil uppbygging er víða um land þegar kemur að knattspyrnu og íþróttum. Þannig var Skessan tekin í notkun í Kaplakrika fyrir skemmstu, Afturelding tók nýverið í notkun sitt hús, Ísafjörður ætlar að bjóða út upphitað hús og í Reykjavík eru framkvæmdir að hefjast við svæði Fram og ÍR. Valsmenn eru komnir langleiðina með sitt svæði og KR er í startholunum. Svona mætti lengi telja. Flest sveitarfélögin standa sig gríðarlega vel í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og samanlagður kostnaður við þessa mannvirkjagerð nemur mörgum milljörðum króna. Það er þó aðra sögu að segja í Laugardal. Þar standa mannvirki fornra tíma með úrelta íþróttahöll og leikvang með ónýta frjálsíþróttabraut. Uppbygging þar er á ábyrgð ríkisins og þó það sé að þokast í rétta átt er enn langt í land. Á fjáraukalögum er búið að koma á fót hlutafélagi vegna Þjóðarleikvangs í Laugardal og leggja því til fimm milljónir króna í stofnfé. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað sé stíft og vandað sé til verka. Guðni er ekki í öfundsverðu hlutverki en ber sig vel þegar rætt er um uppbygginguna sem vonandi verður. „Starfshópur skilaði af sér vinnu á síðasta ári og í kjölfarið var samkomulag um að fara í nánari greiningarvinnu og úttekt á mögulegum sviðsmyndum hvað varðar völlinn. Þetta nýjasta skref er stigið af hálfu ríkisvaldsins til að hafa fjármagnsheimildir fyrir það verkefni. Það er verið að vinna af þó nokkrum krafti, fundað vikulega og stefnt að því að ljúka þeirri vinnu á næsta ári og þá er kominn tími til að taka ákvörðun í málinu – þótt fyrr hefði verið,“ segir Guðni. Hann bætir við að það sé gangur í þeirri vinnu sem nú sé unnin þó skrefin séu stundum stutt og hæg. „Miðað við mínar upplýsingar hefur varla verið unnin svona ítarleg vinna eins og þessi á evrópskan mælikvarða hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkis. Það er verið að rýna ítarlega í hlutina.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um Laugardalsvöll. Sérstaklega í aðdraganda þess að Ísland er að fara að spila leik og jafnvel tvo í mars. Guðni segir að sveitarfélögin hafi staðið sig vel eftir að málaflokkurinn færðist frá ríkinu yfir á sveitarfélögin. „En manni finnst að ríkið eigi að koma að þessu – sérstaklega þegar rætt er um þjóðarleikvang. Það má auðvitað líka ræða hvernig ríkið styrkir íþróttalífið. Það mætti gera betur þar. Ríkið styrkir rekstur íþróttasambanda og UMFÍ og ferðasjóð og afrekssjóð en miðað við skatttekjur sem ríkið fær af íþróttum mættu framlög til íþróttamála tvímælalaust vera meiri og kannski meira í takt við það sem gerist á Norðurlöndunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Sjá meira