Mikil uppbygging nema í Laugardal Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 22. nóvember 2019 17:15 Laugardalsvöllur er rúmlega 60 ára gamall. Miðað við mannvirkjagerð hjá sveitarfélögum landsins er ríkið að draga lappirnar. Fréttablaðið/Anton Brink Fréttablaðið/Anton Brink Skýrsla starfshóps um nýtt knattspyrnuhús Hauka var tekin fyrir í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær en bærinn hyggst reisa veglegt knattspyrnuhús á Ásvöllum. Mikil uppbygging er víða um land þegar kemur að knattspyrnu og íþróttum. Þannig var Skessan tekin í notkun í Kaplakrika fyrir skemmstu, Afturelding tók nýverið í notkun sitt hús, Ísafjörður ætlar að bjóða út upphitað hús og í Reykjavík eru framkvæmdir að hefjast við svæði Fram og ÍR. Valsmenn eru komnir langleiðina með sitt svæði og KR er í startholunum. Svona mætti lengi telja. Flest sveitarfélögin standa sig gríðarlega vel í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og samanlagður kostnaður við þessa mannvirkjagerð nemur mörgum milljörðum króna. Það er þó aðra sögu að segja í Laugardal. Þar standa mannvirki fornra tíma með úrelta íþróttahöll og leikvang með ónýta frjálsíþróttabraut. Uppbygging þar er á ábyrgð ríkisins og þó það sé að þokast í rétta átt er enn langt í land. Á fjáraukalögum er búið að koma á fót hlutafélagi vegna Þjóðarleikvangs í Laugardal og leggja því til fimm milljónir króna í stofnfé. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað sé stíft og vandað sé til verka. Guðni er ekki í öfundsverðu hlutverki en ber sig vel þegar rætt er um uppbygginguna sem vonandi verður. „Starfshópur skilaði af sér vinnu á síðasta ári og í kjölfarið var samkomulag um að fara í nánari greiningarvinnu og úttekt á mögulegum sviðsmyndum hvað varðar völlinn. Þetta nýjasta skref er stigið af hálfu ríkisvaldsins til að hafa fjármagnsheimildir fyrir það verkefni. Það er verið að vinna af þó nokkrum krafti, fundað vikulega og stefnt að því að ljúka þeirri vinnu á næsta ári og þá er kominn tími til að taka ákvörðun í málinu – þótt fyrr hefði verið,“ segir Guðni. Hann bætir við að það sé gangur í þeirri vinnu sem nú sé unnin þó skrefin séu stundum stutt og hæg. „Miðað við mínar upplýsingar hefur varla verið unnin svona ítarleg vinna eins og þessi á evrópskan mælikvarða hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkis. Það er verið að rýna ítarlega í hlutina.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um Laugardalsvöll. Sérstaklega í aðdraganda þess að Ísland er að fara að spila leik og jafnvel tvo í mars. Guðni segir að sveitarfélögin hafi staðið sig vel eftir að málaflokkurinn færðist frá ríkinu yfir á sveitarfélögin. „En manni finnst að ríkið eigi að koma að þessu – sérstaklega þegar rætt er um þjóðarleikvang. Það má auðvitað líka ræða hvernig ríkið styrkir íþróttalífið. Það mætti gera betur þar. Ríkið styrkir rekstur íþróttasambanda og UMFÍ og ferðasjóð og afrekssjóð en miðað við skatttekjur sem ríkið fær af íþróttum mættu framlög til íþróttamála tvímælalaust vera meiri og kannski meira í takt við það sem gerist á Norðurlöndunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Skýrsla starfshóps um nýtt knattspyrnuhús Hauka var tekin fyrir í bæjarráði Hafnarfjarðar í gær en bærinn hyggst reisa veglegt knattspyrnuhús á Ásvöllum. Mikil uppbygging er víða um land þegar kemur að knattspyrnu og íþróttum. Þannig var Skessan tekin í notkun í Kaplakrika fyrir skemmstu, Afturelding tók nýverið í notkun sitt hús, Ísafjörður ætlar að bjóða út upphitað hús og í Reykjavík eru framkvæmdir að hefjast við svæði Fram og ÍR. Valsmenn eru komnir langleiðina með sitt svæði og KR er í startholunum. Svona mætti lengi telja. Flest sveitarfélögin standa sig gríðarlega vel í uppbyggingu á íþróttamannvirkjum og samanlagður kostnaður við þessa mannvirkjagerð nemur mörgum milljörðum króna. Það er þó aðra sögu að segja í Laugardal. Þar standa mannvirki fornra tíma með úrelta íþróttahöll og leikvang með ónýta frjálsíþróttabraut. Uppbygging þar er á ábyrgð ríkisins og þó það sé að þokast í rétta átt er enn langt í land. Á fjáraukalögum er búið að koma á fót hlutafélagi vegna Þjóðarleikvangs í Laugardal og leggja því til fimm milljónir króna í stofnfé. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað sé stíft og vandað sé til verka. Guðni er ekki í öfundsverðu hlutverki en ber sig vel þegar rætt er um uppbygginguna sem vonandi verður. „Starfshópur skilaði af sér vinnu á síðasta ári og í kjölfarið var samkomulag um að fara í nánari greiningarvinnu og úttekt á mögulegum sviðsmyndum hvað varðar völlinn. Þetta nýjasta skref er stigið af hálfu ríkisvaldsins til að hafa fjármagnsheimildir fyrir það verkefni. Það er verið að vinna af þó nokkrum krafti, fundað vikulega og stefnt að því að ljúka þeirri vinnu á næsta ári og þá er kominn tími til að taka ákvörðun í málinu – þótt fyrr hefði verið,“ segir Guðni. Hann bætir við að það sé gangur í þeirri vinnu sem nú sé unnin þó skrefin séu stundum stutt og hæg. „Miðað við mínar upplýsingar hefur varla verið unnin svona ítarleg vinna eins og þessi á evrópskan mælikvarða hvað varðar uppbyggingu íþróttamannvirkis. Það er verið að rýna ítarlega í hlutina.“ Mikið hefur verið rætt og ritað um Laugardalsvöll. Sérstaklega í aðdraganda þess að Ísland er að fara að spila leik og jafnvel tvo í mars. Guðni segir að sveitarfélögin hafi staðið sig vel eftir að málaflokkurinn færðist frá ríkinu yfir á sveitarfélögin. „En manni finnst að ríkið eigi að koma að þessu – sérstaklega þegar rætt er um þjóðarleikvang. Það má auðvitað líka ræða hvernig ríkið styrkir íþróttalífið. Það mætti gera betur þar. Ríkið styrkir rekstur íþróttasambanda og UMFÍ og ferðasjóð og afrekssjóð en miðað við skatttekjur sem ríkið fær af íþróttum mættu framlög til íþróttamála tvímælalaust vera meiri og kannski meira í takt við það sem gerist á Norðurlöndunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Laugardalsvöllur Reykjavík Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira