Tvítugur í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. nóvember 2019 14:32 Frá Héraðsdómi Austurlands á Egilstöðum þar sem málið var til meðferðar. Vísir/Vilhelm Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að áreita og nauðga ungri konu á Austfjörðum í nóvember 2017. Honum er gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands á þriðjudaginn. Brotin áttu sér stað upp úr hádegi sunnudaginn 12. nóvember 2017 en gleðskapur hafði verið í húsinu um nóttina.Tvö kynferðisbrot Manninum var gefið að sök að hafa á heimili ungu konunnar annars vegar áreitt hana kynferðislega með því að hafa farið inn í herbergi hennar, sleikt og sogið á henni geirvörtuna þangað til hann yfirgaf herbergið eftir að hún varð hans vör. Læsti unga konan þá herberginu. Þá var honum gefið að sök að hafa í framhaldinu komið aftur inn í herbergið eftir að hún hafði sofnað og nauðgan henni. Það hafi hann gert með því að leggjast upp í rúm til hennar, stinga fingri í leggöng, sleikt á henni geirvörtu og kysst á háls. Gat hún ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar en brást við þegar hún áttaði sig á því hvað var í gangi. Hvað fyrra brotið varðaði þótti framburður konunnar trúverðugur og í samræmi við trúverðugan framburð vinkonu hennar sem lá við hlið hennar í rúminu þegar brotið átti sér stað. Maðurinn neitaði alfarið að hafa einu sinni farið inn í herbergið. Þótti dómnum hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði farið inn í herbergið og áreitt hana.Einlæg og ítrarleg frásögn Hvað nauðgunarbrotið varðar neitaði ákærði sömuleiðis alfarið sök. Þá var vinkona hennar farin úr húsi og herbergið ekki lengur læst. Lýsingar konunnar á veski mannsins, sem hún lagði hald á í baráttu við hann í rúminu, og nærfötum mannsins studdu framburð hennar um það sem gerðist umræddan dag. Hins vegar studdu sérfræðigögn lögreglu og sérhæfðrar rannsóknarstofu ekki málatilbúnað ákæruvaldsins að maðurinn hefði hafist við í rúminu í svefnherberginu. Þau gögn studdu því frekar frásögn karlmannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert annað en neitun ákærða gæti bent til þess að framburður konunnar væri rangur. Vitni og vottorð sálfræðings um alvarlega vanlíðan styðja frásögn hennar en einnig það að karlmaðurinn var fundinn sekur í fyrri ákæruliðnum. Að áliti dómsins var framburður konunnar skilmerkilegur og trúverðugur í öllum meginatriðum en frásögn hennar auk þess ítarleg og einlæg. Frásögn karlmannsins var aftur á móti reikull á köflum. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira
Tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir að áreita og nauðga ungri konu á Austfjörðum í nóvember 2017. Honum er gert að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Austurlands á þriðjudaginn. Brotin áttu sér stað upp úr hádegi sunnudaginn 12. nóvember 2017 en gleðskapur hafði verið í húsinu um nóttina.Tvö kynferðisbrot Manninum var gefið að sök að hafa á heimili ungu konunnar annars vegar áreitt hana kynferðislega með því að hafa farið inn í herbergi hennar, sleikt og sogið á henni geirvörtuna þangað til hann yfirgaf herbergið eftir að hún varð hans vör. Læsti unga konan þá herberginu. Þá var honum gefið að sök að hafa í framhaldinu komið aftur inn í herbergið eftir að hún hafði sofnað og nauðgan henni. Það hafi hann gert með því að leggjast upp í rúm til hennar, stinga fingri í leggöng, sleikt á henni geirvörtu og kysst á háls. Gat hún ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar en brást við þegar hún áttaði sig á því hvað var í gangi. Hvað fyrra brotið varðaði þótti framburður konunnar trúverðugur og í samræmi við trúverðugan framburð vinkonu hennar sem lá við hlið hennar í rúminu þegar brotið átti sér stað. Maðurinn neitaði alfarið að hafa einu sinni farið inn í herbergið. Þótti dómnum hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði farið inn í herbergið og áreitt hana.Einlæg og ítrarleg frásögn Hvað nauðgunarbrotið varðar neitaði ákærði sömuleiðis alfarið sök. Þá var vinkona hennar farin úr húsi og herbergið ekki lengur læst. Lýsingar konunnar á veski mannsins, sem hún lagði hald á í baráttu við hann í rúminu, og nærfötum mannsins studdu framburð hennar um það sem gerðist umræddan dag. Hins vegar studdu sérfræðigögn lögreglu og sérhæfðrar rannsóknarstofu ekki málatilbúnað ákæruvaldsins að maðurinn hefði hafist við í rúminu í svefnherberginu. Þau gögn studdu því frekar frásögn karlmannsins. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert annað en neitun ákærða gæti bent til þess að framburður konunnar væri rangur. Vitni og vottorð sálfræðings um alvarlega vanlíðan styðja frásögn hennar en einnig það að karlmaðurinn var fundinn sekur í fyrri ákæruliðnum. Að áliti dómsins var framburður konunnar skilmerkilegur og trúverðugur í öllum meginatriðum en frásögn hennar auk þess ítarleg og einlæg. Frásögn karlmannsins var aftur á móti reikull á köflum. Var framburður konunnar því lagður til grundvallar og karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og til greiðslu 1,5 milljóna króna í miskabætur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fulltrúar flokkanna sitja fyrir svörum um málefni fatlaðs fólks Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Sjá meira