Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2019 23:30 Michael Bloomberg er einn auðugasti einstaklingur heims. Getty/Yana Paskova Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn.Þetta hefur Associated Press eftir ráðgjöfum hansen að undanförnu hefur Bloomberg sent skýr merki um að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar, án þess þó að formlega tilkynna um framboðið. Allt útlit er þó fyrir að hann muni bjóða sig fram.Þannig hefur hann skilað inn gögnum til Alríkiskosningastofnunnar Bandaríkjanns sem gera honum kleyft að bjóða sig fram, auk þess sem hann hefur skráð sig til leiks í forkosningum Demókrata í minnst þremur ríkjum, til þess að tryggja sér pláss á kjörseðlinum bjóði hann sig fram. Gríðarleg auglýsingaherferð framundan Það sem meira er hefur hann sett til hliðar 30 milljóna dollara auglýsingasjóð sem nota á í sjónvarpsauglýsingar, um 3,7 milljarða íslenskra króna. Auglýsingaherferðin mun fara af stað á morgun í nokkrum ríkjum þar sem forkosningar eru framundan. Um tíu vikur eru í fyrstu forkosningar demókrata, í Iowa þann 3. febrúar á næsta ári. Bjóði Bloomberg sig fram er talið að hann muni sleppa því að taka þátt í fyrstu fjórum forkosningunum, í Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu. Þess í stað mun hann hefja leik í mars en í þeim mánuði fer meginþungi forkosninga Demókrata fram.Væntanlegir mótframbjóðendur ekki kátir Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders.Ætlar sér bara einn dollara í árslaun Bloomberg er ofarlega á lista yfir ríkustu jarðarbúa heims en heildareignir hans eru metnar á um 50 milljarða dollara, um sex þúsund milljarða króna. Þannig segja ráðgjafar hans að ríkidæmi hans geri honum kleyft að vera ótengdur hagsmunaaðilum og því muni hann ekki taka við neinum styrkjum.Verði hann kjörin mun hann að sögn ráðgjafa hans aðeins þiggja einn dollara í árslaun, um 120 krónur, verði hann kjörinn sem forseti, líkt og hann gerði þegar hann sat í borgarstjórastól New York borgar frá 2002 til ársins 2013.Hafa skal í huga að bjóði Bloomberg sig fram án þess að þiggja styrki mun hann ekki geta tekið þátt í kappræðum Demókrata. Til þess að fá boð þangað þurfa frambjóðendur annars vegar að uppfylla lágmarksfylgi í skoðanakönnunum og ná ákveðnum viðmiðum hvað varðar upphæðir styrkja frá almenningi.Ráðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson, segir að Bloomberg muni aðeins nota eigið fjármagn til þess að fjármagna kosningabaráttunna. Vasarnir virðast vera afar djúpir en Wolfson var spurður að því hversu miklu fjármagni Bloomberg væri til í að leggja í framboðið. Svarið var einfalt.„Hvað sem þarf til þess að sigra Donald Trump.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15 Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna, mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn.Þetta hefur Associated Press eftir ráðgjöfum hansen að undanförnu hefur Bloomberg sent skýr merki um að hann hyggist bjóða sig fram í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar, án þess þó að formlega tilkynna um framboðið. Allt útlit er þó fyrir að hann muni bjóða sig fram.Þannig hefur hann skilað inn gögnum til Alríkiskosningastofnunnar Bandaríkjanns sem gera honum kleyft að bjóða sig fram, auk þess sem hann hefur skráð sig til leiks í forkosningum Demókrata í minnst þremur ríkjum, til þess að tryggja sér pláss á kjörseðlinum bjóði hann sig fram. Gríðarleg auglýsingaherferð framundan Það sem meira er hefur hann sett til hliðar 30 milljóna dollara auglýsingasjóð sem nota á í sjónvarpsauglýsingar, um 3,7 milljarða íslenskra króna. Auglýsingaherferðin mun fara af stað á morgun í nokkrum ríkjum þar sem forkosningar eru framundan. Um tíu vikur eru í fyrstu forkosningar demókrata, í Iowa þann 3. febrúar á næsta ári. Bjóði Bloomberg sig fram er talið að hann muni sleppa því að taka þátt í fyrstu fjórum forkosningunum, í Iowa, New Hampshire, Nevada og Suður-Karólínu. Þess í stað mun hann hefja leik í mars en í þeim mánuði fer meginþungi forkosninga Demókrata fram.Væntanlegir mótframbjóðendur ekki kátir Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders.Ætlar sér bara einn dollara í árslaun Bloomberg er ofarlega á lista yfir ríkustu jarðarbúa heims en heildareignir hans eru metnar á um 50 milljarða dollara, um sex þúsund milljarða króna. Þannig segja ráðgjafar hans að ríkidæmi hans geri honum kleyft að vera ótengdur hagsmunaaðilum og því muni hann ekki taka við neinum styrkjum.Verði hann kjörin mun hann að sögn ráðgjafa hans aðeins þiggja einn dollara í árslaun, um 120 krónur, verði hann kjörinn sem forseti, líkt og hann gerði þegar hann sat í borgarstjórastól New York borgar frá 2002 til ársins 2013.Hafa skal í huga að bjóði Bloomberg sig fram án þess að þiggja styrki mun hann ekki geta tekið þátt í kappræðum Demókrata. Til þess að fá boð þangað þurfa frambjóðendur annars vegar að uppfylla lágmarksfylgi í skoðanakönnunum og ná ákveðnum viðmiðum hvað varðar upphæðir styrkja frá almenningi.Ráðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson, segir að Bloomberg muni aðeins nota eigið fjármagn til þess að fjármagna kosningabaráttunna. Vasarnir virðast vera afar djúpir en Wolfson var spurður að því hversu miklu fjármagni Bloomberg væri til í að leggja í framboðið. Svarið var einfalt.„Hvað sem þarf til þess að sigra Donald Trump.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15 Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Sjá meira
Bloomberg færist nær forsetaframboði Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg hefur skilað inn tilskyldum gögnum sem þarf til þess að bjóða sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári 21. nóvember 2019 21:15
Bloomberg stefnir á forsetaframboð Auðkýfingurinn Michael Bloomberg ætlar mögulega að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins til embættis forseta Bandaríkjanna. 7. nóvember 2019 23:00