Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. nóvember 2019 13:45 Frá Nýju Delí í Indlandi þar sem loftmengun fer gjarnan yfir heilsuverndarmörk. vísir/getty Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem fjallað er um á vef BBC. Þar segir að aukning styrks koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári sé yfir meðaltali sé litið til síðustu tíu ára. Hið sama á við um styrk annarra gróðurhúsalofttegunda, til dæmis metans og nituroxíðs. Alþjóðaveðurfræðistofnunin rannsakar styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu í stað þess að líta bara til útblásturs. Munurinn á þessu tvennu er að útblástur vísar til þeirra lofttegunda sem sleppa út í andrúmsloftið við notkun jarðefnaeldsneytis. Styrkur þessara sömu tegunda í andrúmsloftinu vísar síðan til þess sem verður eftir í andrúmsloftinu eftir ýmsa samverkandi þætti heimshafanna, skóga og lands við andrúmsloftið.407,8 ppm 2018 miðað við 405,5 ppm 2017 Talið er að um fjórðungur af öllum útblæstri sé tekinn upp af sjónum og að svipað magn sé tekið upp af skógum og landi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin safnar upplýsingum frá eftirlitsstöðvum sem staðsettar eru á Norðurskautinu og svo um heim allan. Niðurstöðurnar nú sýna að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári hafi verið 407,8 ppm (parts per million) samanborið við 405,5 ppm árið 2017. Þessi aukning á milli ára er yfir meðaltali síðustu tíu ára og er 147% meira en árið 1750, það er áður en iðnbyltingin hófst. Það sem vísindamenn hafa helst áhyggjur af eru heildaráhrifin af styrk þessara gróðurhúsalofttegunda hvað varðar hlýnun loftslags, en að því segir á Vísindavef Háskóla Íslands hlýnar loftslag vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Ekki merki um að það sé að hægjast á aukningunni Rannsóknir sýna að síðan 1990 hafa þessi áhrif aukist um 43% og vísindamenn sjá ekki merki þess að þarna sé eitthvað að hægjast á. „Það sjást þess ekki merki að eitthvað sé að hægjast á þessu, hvað þá að tölurnar fari niður á við, þegar það kemur að styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu þrátt fyrir allar skuldbindingarnar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu,“ segir Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Hann segir að skuldbindingunum þurfi að fylgja aðgerðir og meiri metnaður til þess að hægt sé að tryggja velferð mannkynsins til framtíðar. „Það má rifja það upp styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu var svipaður þessu síðast fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var hitastig tveimur til þremur gráðum hærra og yfirborð sjávar tíu til tuttugu metrum hærra en það er nú,“ segir Taalas. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Sjá meira
Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar sem fjallað er um á vef BBC. Þar segir að aukning styrks koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári sé yfir meðaltali sé litið til síðustu tíu ára. Hið sama á við um styrk annarra gróðurhúsalofttegunda, til dæmis metans og nituroxíðs. Alþjóðaveðurfræðistofnunin rannsakar styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu í stað þess að líta bara til útblásturs. Munurinn á þessu tvennu er að útblástur vísar til þeirra lofttegunda sem sleppa út í andrúmsloftið við notkun jarðefnaeldsneytis. Styrkur þessara sömu tegunda í andrúmsloftinu vísar síðan til þess sem verður eftir í andrúmsloftinu eftir ýmsa samverkandi þætti heimshafanna, skóga og lands við andrúmsloftið.407,8 ppm 2018 miðað við 405,5 ppm 2017 Talið er að um fjórðungur af öllum útblæstri sé tekinn upp af sjónum og að svipað magn sé tekið upp af skógum og landi. Alþjóðaveðurfræðistofnunin safnar upplýsingum frá eftirlitsstöðvum sem staðsettar eru á Norðurskautinu og svo um heim allan. Niðurstöðurnar nú sýna að styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu á síðasta ári hafi verið 407,8 ppm (parts per million) samanborið við 405,5 ppm árið 2017. Þessi aukning á milli ára er yfir meðaltali síðustu tíu ára og er 147% meira en árið 1750, það er áður en iðnbyltingin hófst. Það sem vísindamenn hafa helst áhyggjur af eru heildaráhrifin af styrk þessara gróðurhúsalofttegunda hvað varðar hlýnun loftslags, en að því segir á Vísindavef Háskóla Íslands hlýnar loftslag vegna þess að lofthjúpur jarðar gleypir stöðugt meiri varmageislun frá jörðu. Ekki merki um að það sé að hægjast á aukningunni Rannsóknir sýna að síðan 1990 hafa þessi áhrif aukist um 43% og vísindamenn sjá ekki merki þess að þarna sé eitthvað að hægjast á. „Það sjást þess ekki merki að eitthvað sé að hægjast á þessu, hvað þá að tölurnar fari niður á við, þegar það kemur að styrk gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu þrátt fyrir allar skuldbindingarnar sem kveðið er á um í Parísarsamkomulaginu,“ segir Petteri Taalas, yfirmaður Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. Hann segir að skuldbindingunum þurfi að fylgja aðgerðir og meiri metnaður til þess að hægt sé að tryggja velferð mannkynsins til framtíðar. „Það má rifja það upp styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu var svipaður þessu síðast fyrir þremur til fimm milljónum ára. Þá var hitastig tveimur til þremur gráðum hærra og yfirborð sjávar tíu til tuttugu metrum hærra en það er nú,“ segir Taalas.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Sjá meira