Stendur við niðurstöðu OPCW vegna árásarinnar í Douma Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2019 12:00 Fernando Arias, yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar. Vísir/Getty Yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW), Fernando Arias, stendur við niðurstöðu rannsóknarnefndar stofnunarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að líklega hafi klórgas verið notað í efnavopnaárásina á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra. Tilefni ummæla hans er birting Wikileaks á tölvupósti eins úr nefndinni sem segir niðurstöður skýrslu hennar hafa verið villandi. Meðal annars snúast ásakanirnar um magn klórefna sem fundust á vettvangi og það hvort þau hafi komið úr tilteknum hylkjum. Stundin fjallaði um tölvupóstinn umrædda í samstarfi við Wikileaks.Tölur um látna í árásinni á Douma hafa verið á reiki en þeir voru minnst 40. Árásin leiddi til þess að Bandaríkin, Bretland og Frakkland gerðu loftárásir gegn stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Það var önnur árás Bandaríkjanna á stjórnarherinn vegna efnavopnaáráa. Sú fyrri var gerð um ári áður vegna árásarinnar á Khal Sheikhoun, þar sem tugir almennra borgara og þar af mörg börn létu lífið.Rannsakendum OPCW var ekki veittur aðgangur að vettvangi árásarinnar fyrr en rúmum tveimur vikum eftir að hún var gerð. Arias sagði á ársfundi OPCW í Haag á mánudaginn að eðli ítarlegra rannsókna fæli í sér að meðlimir rannsóknarnefnda komi mismunandi skoðunum sínum á framfæri. „Þó hluti þessara fjölbreyttu skoðana sé enn í umræðunni, vil ég ítreka að ég stend við óháða og faglega niðurstöðu [rannsóknarinnar],“ sagði Arias. Samkvæmt Guardian lýstu sendiherrar Frakka og Breta sömuleiðis yfir stuðningi við skýrsluna.Áðurnefndur tölvupóstur er dagsettur 22. júní 2018. OPCW birti fyrstu skýrsluna um Douma þann 6. júlí 2018 og hún innihélt bráðabirgðaniðurstöður rannsakenda. Heildarskýrslan var svo birt 1. mars á þessu ári.Segja skýrsluna afbaka sannleikann Alexander Shulgin, sendiherra Rússa gagnvart OPCW, sagði hins vegar að tölvupósturinn, sem birtur var af Wikileaks degi fyrir upphaf ársfundarins, væri til marks um að skýrslan hefði verið notuð til að afbaka sannleikann. Rússar hafa sömuleiðis haldið því fram að vestræn ríki væru að beita OPCW til að koma reyna að rétta yfir Assad vegna notkunar efnavopna í Sýrlandi. Í fyrra var OPCW veitt sú heimild að ekki eingöngu komast að því hvort efnavopnum hafi verið beitt í atvikum til rannsóknar hjá stofnunni, heldur einnig til að ákvarða hverjir hefðu beitt vopnunum. Rússar hafa mótmælt því harðlega og hótað að koma í veg fyrir samþykkt fjárlaga stofnunarinnar fyrir næsta ár. Ríkisstjórn Sýrlands hefur um árabil haldið því fram að efnavopnaárásir hafi verið sviðsettar þar í landi. Rússar hafa gert það sömuleiðis og beitt áróðursmaskínum sínum í þeim tilgangi að hreinsa Assad sök af þeim fjölmörgu efnavopnaárásum sem taldar eru hafa verið gerðar í Sýrlandi. Þar að auki hafa Rússar beitt neitunarvaldi sínu ítrekað til að vernda Assad gegn Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch héldu því til dæmis fram í fyrra að frá 2013 til 2018 hafi stjórnarherinn gert minnst 85 efnavopnaárásir í Sýrlandi. Þá hafa bæði OPCW og Sameinuðu þjóðirnar komist að þeirri niðurstöðu að stjórnarherinn hafi beitt efnavopnum eins og saríngasi gegn almennum borgurum. Leyniþjónustur vestrænna ríkja komust sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að stjórnarherin hafi beitt efnavopnum gegn Douma.Frá Douma í kjölfar árásarinnar.Vísir/GettyÍ október 2013 var gerð versta efnavopnaárás Sýrlands en hún beindist gegn nokkrum skotmörkum í Ghouta. Enn liggur ekki fyrir hve margir dóu í þeirri árás en læknar á svæðinu, sem studdir voru af Læknum án landamæra, sögðu fórnarlömbin minnst þúsund og þar að auki hafi þúsundir til viðbótar særst.Sökuðu Rússa um tölvuárásir gegn OPCW Yfirvöld Hollands sökuðu í fyrra rússneska útsendara um að hafa reynt að brjóta sér leið inn í tölvukerfi OPCW. Myndir voru birtar af fjórum mönnum sem sagðir voru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraÁ þeim tíma sem mennirnir voru gómaðir voru starfsmenn stofnunarinnar bæði að rannsaka árásina á Douma og Skripa-eitrunina, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum. Rússar neituðu sök og sögðu Hollendinga ekki hafa nein sönnunargögn, þrátt fyrir að umfangsmikil sönnunargögn hafi verið opinberuð. Á þeim tíma kom fram í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London að um alþjóðasamsæri gegn Rússlandi væri að ræða. Eftir árásina í Douma héldu Rússar því lengi fram að árásin hafi verið sviðsett af Hvítu hjálmunum svokölluðu, sem hafa lengi orðið fyrir barðinu á áróðursmaskínu Rússlands. Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaÁ fundi OPCW í fyrra fluttu Rússar þó 17 Sýrlendinga til Hollands sem héldu því fram að engin árás hefði átt sér stað. Þess í stað, sögðu Sýrlendingarnir, sem sagðir voru vera læknar og hjúkrunarfræðingar og voru umkringdir sýrlenskum og rússneskum embættismönnum, að allt það fólk sem hafi tilkynnt öndunarörðugleika hafi verið í óðagoti. Í raun hafi verið um þykkan reyk að ræða sem hafi haft þessi áhrif. Þar að auki hafi rannsóknir á fólkinu leitt í ljós að þau hafi ekki orðið fyrir efnavopnum. Philippe Lalliot, sendiherra Frakka á þeim tíma, sagði að þetta „ógeðfellda grímuball“ á vegum ríkisstjórnar Sýrlands kæmi ekki á óvart. Holland Rússland Sýrland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Yfirmaður Efnavopnastofnunarinnar (OPCW), Fernando Arias, stendur við niðurstöðu rannsóknarnefndar stofnunarinnar sem komst að þeirri niðurstöðu að líklega hafi klórgas verið notað í efnavopnaárásina á Douma í Sýrlandi í apríl í fyrra. Tilefni ummæla hans er birting Wikileaks á tölvupósti eins úr nefndinni sem segir niðurstöður skýrslu hennar hafa verið villandi. Meðal annars snúast ásakanirnar um magn klórefna sem fundust á vettvangi og það hvort þau hafi komið úr tilteknum hylkjum. Stundin fjallaði um tölvupóstinn umrædda í samstarfi við Wikileaks.Tölur um látna í árásinni á Douma hafa verið á reiki en þeir voru minnst 40. Árásin leiddi til þess að Bandaríkin, Bretland og Frakkland gerðu loftárásir gegn stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Það var önnur árás Bandaríkjanna á stjórnarherinn vegna efnavopnaáráa. Sú fyrri var gerð um ári áður vegna árásarinnar á Khal Sheikhoun, þar sem tugir almennra borgara og þar af mörg börn létu lífið.Rannsakendum OPCW var ekki veittur aðgangur að vettvangi árásarinnar fyrr en rúmum tveimur vikum eftir að hún var gerð. Arias sagði á ársfundi OPCW í Haag á mánudaginn að eðli ítarlegra rannsókna fæli í sér að meðlimir rannsóknarnefnda komi mismunandi skoðunum sínum á framfæri. „Þó hluti þessara fjölbreyttu skoðana sé enn í umræðunni, vil ég ítreka að ég stend við óháða og faglega niðurstöðu [rannsóknarinnar],“ sagði Arias. Samkvæmt Guardian lýstu sendiherrar Frakka og Breta sömuleiðis yfir stuðningi við skýrsluna.Áðurnefndur tölvupóstur er dagsettur 22. júní 2018. OPCW birti fyrstu skýrsluna um Douma þann 6. júlí 2018 og hún innihélt bráðabirgðaniðurstöður rannsakenda. Heildarskýrslan var svo birt 1. mars á þessu ári.Segja skýrsluna afbaka sannleikann Alexander Shulgin, sendiherra Rússa gagnvart OPCW, sagði hins vegar að tölvupósturinn, sem birtur var af Wikileaks degi fyrir upphaf ársfundarins, væri til marks um að skýrslan hefði verið notuð til að afbaka sannleikann. Rússar hafa sömuleiðis haldið því fram að vestræn ríki væru að beita OPCW til að koma reyna að rétta yfir Assad vegna notkunar efnavopna í Sýrlandi. Í fyrra var OPCW veitt sú heimild að ekki eingöngu komast að því hvort efnavopnum hafi verið beitt í atvikum til rannsóknar hjá stofnunni, heldur einnig til að ákvarða hverjir hefðu beitt vopnunum. Rússar hafa mótmælt því harðlega og hótað að koma í veg fyrir samþykkt fjárlaga stofnunarinnar fyrir næsta ár. Ríkisstjórn Sýrlands hefur um árabil haldið því fram að efnavopnaárásir hafi verið sviðsettar þar í landi. Rússar hafa gert það sömuleiðis og beitt áróðursmaskínum sínum í þeim tilgangi að hreinsa Assad sök af þeim fjölmörgu efnavopnaárásum sem taldar eru hafa verið gerðar í Sýrlandi. Þar að auki hafa Rússar beitt neitunarvaldi sínu ítrekað til að vernda Assad gegn Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch héldu því til dæmis fram í fyrra að frá 2013 til 2018 hafi stjórnarherinn gert minnst 85 efnavopnaárásir í Sýrlandi. Þá hafa bæði OPCW og Sameinuðu þjóðirnar komist að þeirri niðurstöðu að stjórnarherinn hafi beitt efnavopnum eins og saríngasi gegn almennum borgurum. Leyniþjónustur vestrænna ríkja komust sömuleiðis að þeirri niðurstöðu að stjórnarherin hafi beitt efnavopnum gegn Douma.Frá Douma í kjölfar árásarinnar.Vísir/GettyÍ október 2013 var gerð versta efnavopnaárás Sýrlands en hún beindist gegn nokkrum skotmörkum í Ghouta. Enn liggur ekki fyrir hve margir dóu í þeirri árás en læknar á svæðinu, sem studdir voru af Læknum án landamæra, sögðu fórnarlömbin minnst þúsund og þar að auki hafi þúsundir til viðbótar særst.Sökuðu Rússa um tölvuárásir gegn OPCW Yfirvöld Hollands sökuðu í fyrra rússneska útsendara um að hafa reynt að brjóta sér leið inn í tölvukerfi OPCW. Myndir voru birtar af fjórum mönnum sem sagðir voru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraÁ þeim tíma sem mennirnir voru gómaðir voru starfsmenn stofnunarinnar bæði að rannsaka árásina á Douma og Skripa-eitrunina, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum. Rússar neituðu sök og sögðu Hollendinga ekki hafa nein sönnunargögn, þrátt fyrir að umfangsmikil sönnunargögn hafi verið opinberuð. Á þeim tíma kom fram í yfirlýsingu frá sendiráði Rússlands í London að um alþjóðasamsæri gegn Rússlandi væri að ræða. Eftir árásina í Douma héldu Rússar því lengi fram að árásin hafi verið sviðsett af Hvítu hjálmunum svokölluðu, sem hafa lengi orðið fyrir barðinu á áróðursmaskínu Rússlands. Sjá einnig: Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar RússaÁ fundi OPCW í fyrra fluttu Rússar þó 17 Sýrlendinga til Hollands sem héldu því fram að engin árás hefði átt sér stað. Þess í stað, sögðu Sýrlendingarnir, sem sagðir voru vera læknar og hjúkrunarfræðingar og voru umkringdir sýrlenskum og rússneskum embættismönnum, að allt það fólk sem hafi tilkynnt öndunarörðugleika hafi verið í óðagoti. Í raun hafi verið um þykkan reyk að ræða sem hafi haft þessi áhrif. Þar að auki hafi rannsóknir á fólkinu leitt í ljós að þau hafi ekki orðið fyrir efnavopnum. Philippe Lalliot, sendiherra Frakka á þeim tíma, sagði að þetta „ógeðfellda grímuball“ á vegum ríkisstjórnar Sýrlands kæmi ekki á óvart.
Holland Rússland Sýrland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira