Hvítu hjálmarnir skotmark upplýsingafölsunar Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2018 09:55 Sjálfboðaliðar Hvítu hjálmanna að störfum. Þeir eru nú orðnir skotmark bæði rússneskra áróðursmeistara og sýrlenska stjórnarhersins. Vísir/EPA Rússneskir ríkisfjölmiðlar og stofnanir hafa háð gegndarlausa herferð upplýsingafölsunar á hendur Hvitu hjálmunum svonefndu, samtökum sjálfboðaliða sem hafa bjargað fólki úr rústum húsa í Sýrlandi. Þar hafa verið settar fram falskar ásakanir um að samtökin séu hryðjuverkahópur sem undirbúi jafnvel efnavopnaárás í landinu. Sýrlenski borgaravarnahópurinn er betur þekktur sem Hvítu hjálmarnir. Sjálfboðaliða hópsins eru sagðir hafa bjargað þúsundum Sýrlendinga úr rústum húsa sem hafa orðið fyrir loftárásum stjórnarhers Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa. Samtökin segja að um 250 sjálfboðaliðar hafi látið lífið við þau störf. Rannsóknhópurinn Bellingcat sem starfar á Bretlandi segir að áróðursherferð Rússa hafi útmálað sjálfboðaliðana sem hryðjuverkamenn og gert þá að lögmætum skotmörkum stjórnarhersins. Þannig hefur rússneska varnarmálaráðuneytið og þarlend stofnun sem komið var á fót til að fylgjast með átökum í Sýrlandi birt 22 skýrslur þar sem því er haldið fram að Hvítu hjálmarnir hafi flutt efnavopn til og frá yfirráðasvæðum uppreisnarmanna í Idlib-héraði fyrir árásir sem eigi að vera yfirvofandi.Washington Post segir að engar slíkar árásir hafi átt sér stað og eftirlitshópar hafi engar vísbendingar fundið sem styðja rússnesku ásakanirnar. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt áróðurs- og upplýsingafölsunarherferðum sem þessum víðar undanfarin ár, meðal annars í kringum bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Sérfræðingar telja að markmið þeirra sé að sá efasemdum og vantrausti og efla stuðning við niðurstöður mála sem Rússar hagnast á. Rússland Sýrland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Rússneskir ríkisfjölmiðlar og stofnanir hafa háð gegndarlausa herferð upplýsingafölsunar á hendur Hvitu hjálmunum svonefndu, samtökum sjálfboðaliða sem hafa bjargað fólki úr rústum húsa í Sýrlandi. Þar hafa verið settar fram falskar ásakanir um að samtökin séu hryðjuverkahópur sem undirbúi jafnvel efnavopnaárás í landinu. Sýrlenski borgaravarnahópurinn er betur þekktur sem Hvítu hjálmarnir. Sjálfboðaliða hópsins eru sagðir hafa bjargað þúsundum Sýrlendinga úr rústum húsa sem hafa orðið fyrir loftárásum stjórnarhers Bashars al-Assad forseta og bandamanna hans Rússa. Samtökin segja að um 250 sjálfboðaliðar hafi látið lífið við þau störf. Rannsóknhópurinn Bellingcat sem starfar á Bretlandi segir að áróðursherferð Rússa hafi útmálað sjálfboðaliðana sem hryðjuverkamenn og gert þá að lögmætum skotmörkum stjórnarhersins. Þannig hefur rússneska varnarmálaráðuneytið og þarlend stofnun sem komið var á fót til að fylgjast með átökum í Sýrlandi birt 22 skýrslur þar sem því er haldið fram að Hvítu hjálmarnir hafi flutt efnavopn til og frá yfirráðasvæðum uppreisnarmanna í Idlib-héraði fyrir árásir sem eigi að vera yfirvofandi.Washington Post segir að engar slíkar árásir hafi átt sér stað og eftirlitshópar hafi engar vísbendingar fundið sem styðja rússnesku ásakanirnar. Hvítu hjálmarnir hafa fengið fjármagn frá vesturlöndum, þar á meðal tugi milljóna dollara frá Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeir fjármunir eru sagðir hafa runnið til þess að þjálfa sjálfboðaliða í björgunarstörfum. Þessar vestrænu tengingar hefur rússneska áróðursherferðin notfært sér og lýst Hvítu hjálmunum sem handbendum Vesturlanda. Herferðin hefur leitt til þess að stjórnarherinn eltir uppi félaga í samtökunum þegar hann vinnur svæði af uppreisnarmönnum. Sumir þeirra hafa þá verið handteknir og pyntaðir. Rússnesk stjórnvöld hafa beitt áróðurs- og upplýsingafölsunarherferðum sem þessum víðar undanfarin ár, meðal annars í kringum bandarísku forsetakosningarnar árið 2016. Sérfræðingar telja að markmið þeirra sé að sá efasemdum og vantrausti og efla stuðning við niðurstöður mála sem Rússar hagnast á.
Rússland Sýrland Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira