Segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn, þrátt fyrir sönnunargögn Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2018 12:31 Dmitry Peskov er hér fyrir miðju. Við hlið hans eru þeir Dmitry Medvedev, forsætisráðherra og fyrrverandi forseti, og Vladimir Pútín, forseti og fyrrverandi forsætisráðherra. EPA/MICHAEL KLIMENTYEV Yfirvöld Rússlands segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn fyrir því að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar GRU, hafi reynt að brjóta sér leið í tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, í apríl. Það segja þeir þrátt fyrir að Hollendingar hafi birt fjölda sönnunargagna á blaðamannafundi fyrir helgi. Sendiherra Hollands í Rússlandi var kallaður á teppið í dag þar sem mótmælum Rússa gagnvart ásökunum var komið á framfæri. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Á þeim tíma kom OPCW meðal annars að rannsókninni á Skripal-eitruninni, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum í byrjun mars. OPCW var einnig að rannsaka efnavopnaárásina á Douma á þeim tíma. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefur verið sakaður um að framkvæma árásina en Rússar, sem styðja Assad, hafa sakað breta um að sviðsetja hana.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraDmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði á blaðamannafundi í dag að Hollendingar hefðu ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir aðild Rússlands að hinni meintu árás og að hann ætlaði ekki að ræða málið frekar.Samkvæmt TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskov að sönnunargögn Hollendinga ættu að berast í gegnum réttar leiðir en ekki fjölmiðla.Hollendingar opinberuðu í síðustu viku að mennirnir fjórir hefðu ferðast frá Rússlandi til Hollands á opinberum vegabréfum og að í fórum þeirra hefði fundist kvittun fyrir leigubíl frá deginum sem þeir ferðuðust. Kvittunin sýndi að þeir fengu far frá höfuðstöðvum GRU til flugvallarins. Þegar mennirnir voru gómaðir reyndu þeir að eyðileggja síma sem þeir voru með og voru þeir einnig gómaðir með tölvur. Minnst ein þeirra hefur verið tengd við aðrar tölvuárásir. Mennirnir voru einnig með tuttugu þúsund evrur og tuttugu þúsund dali í reiðufé. Þetta eru upplýsingar sem fjölmiðlar fengu en afar sjaldgæft er að gögn sem tengjast rannsóknum sem þessari séu opinberuð. Rússland Tengdar fréttir Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Yfirvöld Rússlands segja Hollendinga hafa engin sönnunargögn fyrir því að útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar GRU, hafi reynt að brjóta sér leið í tölvukerfi Efnavopnastofnunarinnar, OPCW, í apríl. Það segja þeir þrátt fyrir að Hollendingar hafi birt fjölda sönnunargagna á blaðamannafundi fyrir helgi. Sendiherra Hollands í Rússlandi var kallaður á teppið í dag þar sem mótmælum Rússa gagnvart ásökunum var komið á framfæri. Á blaðamannafundinum sögðu Hollendingar að mennirnir fjórir hefðu verið gómaðir fyrir utan höfuðstöðvar OPCW á bílaleigubíl sem þeir höfðu útbúið tækjum til að stela lykilorðum og notendaupplýsingum úr tölvukerfi höfuðstöðvanna. Á þeim tíma kom OPCW meðal annars að rannsókninni á Skripal-eitruninni, þar sem Rússar eru sakaðir um að hafa beitt taugaeitrinu Novichok til að ráða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal af dögum í byrjun mars. OPCW var einnig að rannsaka efnavopnaárásina á Douma á þeim tíma. Stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hefur verið sakaður um að framkvæma árásina en Rússar, sem styðja Assad, hafa sakað breta um að sviðsetja hana.Sjá einnig: Opinbera rússneska njósnaraDmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, sagði á blaðamannafundi í dag að Hollendingar hefðu ekki lagt fram nein sönnunargögn fyrir aðild Rússlands að hinni meintu árás og að hann ætlaði ekki að ræða málið frekar.Samkvæmt TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, sagði Peskov að sönnunargögn Hollendinga ættu að berast í gegnum réttar leiðir en ekki fjölmiðla.Hollendingar opinberuðu í síðustu viku að mennirnir fjórir hefðu ferðast frá Rússlandi til Hollands á opinberum vegabréfum og að í fórum þeirra hefði fundist kvittun fyrir leigubíl frá deginum sem þeir ferðuðust. Kvittunin sýndi að þeir fengu far frá höfuðstöðvum GRU til flugvallarins. Þegar mennirnir voru gómaðir reyndu þeir að eyðileggja síma sem þeir voru með og voru þeir einnig gómaðir með tölvur. Minnst ein þeirra hefur verið tengd við aðrar tölvuárásir. Mennirnir voru einnig með tuttugu þúsund evrur og tuttugu þúsund dali í reiðufé. Þetta eru upplýsingar sem fjölmiðlar fengu en afar sjaldgæft er að gögn sem tengjast rannsóknum sem þessari séu opinberuð.
Rússland Tengdar fréttir Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15 Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Opinbera rússneska njósnara Löggæslu- og öryggisstofnanir Hollands hafa nafngreint og birt myndir af fjórum rússneskum mönnum sem þeir segja vera útsendara leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 12:15
Ákæra sjö rússneska njósnara vegna tölvuárása Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákært sjö rússneska njósnara, sem sagðir eru vera útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins, GRU. 4. október 2018 14:23