Fiskikóngurinn varar við gullgrafaraæði á humarmarkaði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 12:45 Kristján Berg Ásgeirsson. Kristján Berg Ásgeirsson, best þekktur sem Fiskikóngurinn, varar við því sem hann kallar gullgrafaraæði á humarmarkaði vegna skorts á íslenskum humri. Hann hvetur íslenska neytendur til þess að hafa augun opin enda lítur hann svo á að verið sé að selja svikna vöru þar sem íshúðun á innfluttum humri geti verið yfir 10 prósent. Líkt og fréttastofa greindi frá um helgina er skortur á íslenskum humri og getur kílóið því kostað allt að 20 þúsund krónur út úr búð. Vegna þessa er verið að flytja inn humar, og það í töluverðu magni að sögn Fiskikóngsins, meðal annars frá Skotlandi og Danmörku. Sjá einnig: Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónurÍ færslu á Facebook-síðu Fiskikóngsins segir að honum finnist það í sjálfu sér í lagi að flytja inn humar en það sem honum finnst ekki vera í lagi er að verið sé að selja svikna vöru: „[…] það er verið að selja VATN, og stærðir eru ekki réttar á vörunni. Þegar ég tala um svik, þá er ég að meina: Íshúðun á vörunni er miklu meiri en sagt er til um á umbúðunum og humarinn stenst ekki stærð. Allar upplýsingar um % hlutfall á íshúðun á vörunni eru rangar.“Þessa mynd af humri með íshúðun birti Fiskikóngurinn á Facebook-síðu sinni.Fiskikóngurinn útskýrir síðan hvað íshúðun er og hvers vegna hún er. „Íshúðun á vöruna er til þess gerð,er að varna því að fiskurinn þorni í frosti. Þegar við erum að tala um íshúðun, þá er fínt að ræða um 5% en það dugir til þess að verja vöruna til geymslu í frystigeymslu í allt að eitt ár. Þegar 10% íshúðun er sett á vöruna þá getur það verið erfitt. Vegna þess að það er mjög erfitt að framkvæma svo mikla íshúðun, nema með mikilli þekkingu á hvernig þetta er framkvæmt og er það til þess gert að þyngja vöruna,“ segir Fiskikóngurinn og segir svo frá því að hann hafi kannað málið hjá einu fyrirtæki sem selur humar. Hann hafi keypt af þeim humar og gert athugun á íshúðuninni. „Mér blöskraði vinnubrögðin. 10 kg kassi. Í kassanum voru 320 stk. sem gera meðalþyngd humarins uppá 31 gramm. Hins vegar er íshúðun á þessum humri 37%!!!! Ég skil bara ekki hvernig hægt er að ná svona mikilli íshúðun. Til þess að framkvæma slíka þyngingu, þá þarf að nota aukaefni. Sprauta humarinn með þyngingarefnum, eða láta humarinn liggja í aukaefnum sem þyngja hann. Þetta kalla ég GULLGRAFARAÆÐI. Að setja íshúðun á vöru sem er meira en 10% er bara til þess gerð, til þess að reyna að selja viðskiptavininum VATN, og ræna hann. Það er alger óþarfi að setja svona mikið vatn/glasseringu/íshúðun á vöruna (í þessu tilviki humar). Þegar búið var að þíða humarinn upp og losa vatnið frá þessum kassa, þá voru ennþá 320stk í kassanum, en þyngdin orðin 6,3 kg af humri. (Restin 3,7 kg var vatn.) Og þá er meðalþyngdin dottin niður í 19,6 grömm pr hali sem er undir þeirri stærð sem ég keypti. Humar kostar mikið. Nokkur þúsund kr.kg. Hver vill greiða nokkur þúsund krónur fyrir líterinn af vatni...........ég bara spyr. Ég vill benda fólki á að í nokkrum vel völdum íslenskum fiskverslunum, þá er ennþá til og seldur íslenskur humar, sem er lítið glasseraður 5-10%. Skoðið humarinn vel áður en þið verslið humarinn,“ segir Fiskikóngurinn. Hann beinir því til neytenda að kaupa ekki humar ef þeir sjá mikið vatn á honum en færslu Fiskikóngsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Neytendur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson, best þekktur sem Fiskikóngurinn, varar við því sem hann kallar gullgrafaraæði á humarmarkaði vegna skorts á íslenskum humri. Hann hvetur íslenska neytendur til þess að hafa augun opin enda lítur hann svo á að verið sé að selja svikna vöru þar sem íshúðun á innfluttum humri geti verið yfir 10 prósent. Líkt og fréttastofa greindi frá um helgina er skortur á íslenskum humri og getur kílóið því kostað allt að 20 þúsund krónur út úr búð. Vegna þessa er verið að flytja inn humar, og það í töluverðu magni að sögn Fiskikóngsins, meðal annars frá Skotlandi og Danmörku. Sjá einnig: Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónurÍ færslu á Facebook-síðu Fiskikóngsins segir að honum finnist það í sjálfu sér í lagi að flytja inn humar en það sem honum finnst ekki vera í lagi er að verið sé að selja svikna vöru: „[…] það er verið að selja VATN, og stærðir eru ekki réttar á vörunni. Þegar ég tala um svik, þá er ég að meina: Íshúðun á vörunni er miklu meiri en sagt er til um á umbúðunum og humarinn stenst ekki stærð. Allar upplýsingar um % hlutfall á íshúðun á vörunni eru rangar.“Þessa mynd af humri með íshúðun birti Fiskikóngurinn á Facebook-síðu sinni.Fiskikóngurinn útskýrir síðan hvað íshúðun er og hvers vegna hún er. „Íshúðun á vöruna er til þess gerð,er að varna því að fiskurinn þorni í frosti. Þegar við erum að tala um íshúðun, þá er fínt að ræða um 5% en það dugir til þess að verja vöruna til geymslu í frystigeymslu í allt að eitt ár. Þegar 10% íshúðun er sett á vöruna þá getur það verið erfitt. Vegna þess að það er mjög erfitt að framkvæma svo mikla íshúðun, nema með mikilli þekkingu á hvernig þetta er framkvæmt og er það til þess gert að þyngja vöruna,“ segir Fiskikóngurinn og segir svo frá því að hann hafi kannað málið hjá einu fyrirtæki sem selur humar. Hann hafi keypt af þeim humar og gert athugun á íshúðuninni. „Mér blöskraði vinnubrögðin. 10 kg kassi. Í kassanum voru 320 stk. sem gera meðalþyngd humarins uppá 31 gramm. Hins vegar er íshúðun á þessum humri 37%!!!! Ég skil bara ekki hvernig hægt er að ná svona mikilli íshúðun. Til þess að framkvæma slíka þyngingu, þá þarf að nota aukaefni. Sprauta humarinn með þyngingarefnum, eða láta humarinn liggja í aukaefnum sem þyngja hann. Þetta kalla ég GULLGRAFARAÆÐI. Að setja íshúðun á vöru sem er meira en 10% er bara til þess gerð, til þess að reyna að selja viðskiptavininum VATN, og ræna hann. Það er alger óþarfi að setja svona mikið vatn/glasseringu/íshúðun á vöruna (í þessu tilviki humar). Þegar búið var að þíða humarinn upp og losa vatnið frá þessum kassa, þá voru ennþá 320stk í kassanum, en þyngdin orðin 6,3 kg af humri. (Restin 3,7 kg var vatn.) Og þá er meðalþyngdin dottin niður í 19,6 grömm pr hali sem er undir þeirri stærð sem ég keypti. Humar kostar mikið. Nokkur þúsund kr.kg. Hver vill greiða nokkur þúsund krónur fyrir líterinn af vatni...........ég bara spyr. Ég vill benda fólki á að í nokkrum vel völdum íslenskum fiskverslunum, þá er ennþá til og seldur íslenskur humar, sem er lítið glasseraður 5-10%. Skoðið humarinn vel áður en þið verslið humarinn,“ segir Fiskikóngurinn. Hann beinir því til neytenda að kaupa ekki humar ef þeir sjá mikið vatn á honum en færslu Fiskikóngsins má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Neytendur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Kílóið af humri á allt að tuttugu þúsund krónur Kílóið af stórum íslenskum humri getur kostað allt að tuttugu þúsund krónur út úr búð. Þá hefur mikill aflabrestur orðið til þess að óvenjulítið af humri hefur ratað í fiskbúðir. 24. nóvember 2019 22:15