Úrslitin í gær gera jólamánuðinn enn erfiðari fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 09:30 Getty/Robbie Jay Barratt Liverpool tókst ekki að vinna Napoli á Anfield í gær og mistókst því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool bíður því hreinn úrslitaleikur í Ölpunum í desember. Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu í jólamánuðinum og jafnteflið í gær létti vissulega ekki á pressunni á toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.Liverpool má ekki tapa leiknum í Salzburg 10. desember næstkomandi því þá yrðu Evrópumeistararnir að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni eftir áramót í stað úrslitakeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið hefur farið alla leið í úrslitaleikinn undanfarin tvö tímabil. „Ég er á mínu fjórða ári og það hefur aldrei verið auðvelt að komast áfram í Meistaradeildinni. Ég veit að fólk óskaði þess að við gætum tryggt sætið í kvöld og fengið hátíðarleik í Salzburg en slíkt gerist bara aldrei,“ sagði JürgenKlopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn í gær.Liverpool boss Jurgen Klopp did not expect a 'holiday game' in the Champions League. More here https://t.co/PAhzNKGKWUpic.twitter.com/6GmhWcV1sq — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2019Leikurinn á móti Red Bull Salzburg er upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni og bætist ofan þá mjög þétta dagskrá Liverpool í desember. Það er ekki auðvelt að spila í Salzburg þar sem heimamenn hafa unnið 8 af 10 leikjum sínum og skorað fimm mörk eða fleiri í sjö þeirra. Red Bull Salzburg skoraði líka þrjú mörk hjá Liverpool í fyrri leiknum á Anfield eftir að hafa lent 3-0 undir. „Ef við höfum metnað fyrir Meistaradeildinni þá þurfum við að sýna það í Salzburg,“ sagði JürgenKlopp. Desember verður svakalegur mánuður fyrir Liverpool liðið og fari allt á besta veg þá getur Liverpool komið út úr honum sem heimsmeistari félagsliða, með sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, komið í undanúrslit deildabikarsins og áfram með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það er aftur á móti ljóst að ef JürgenKlopp dreifir ekki álaginu á leikmenn sína þá á hann á hættu að missa ekki bara af mikilvægum stigum í mánuðinum heldur einnig að missa lykilmenn í meiðsli.Fabinho haltraði af velli í gær og MoSalah hefur einnig verið að glíma við meiðsli. Klopp þarf að samtvinna það að ná úrslitum og að nota allan leikmannahópinn til að ná metnaðarfullum markmiðum Liverpool á næstu vikum.Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu leikjadagskrá Liverpool á næstunni. 30. nóvember - Deildin - Brighton (heima) 4. desember - Deildin - Everton (heima) 7. desember - Deildin - Bournemouth (úti) 10. desember - Meistaradeild - Red Bull Salzburg (úti) 14. desember - Deildin - Watford (heima) 17. desember - Deildabikar - Aston Villa (úti) 18. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Undanúrslit 21. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Leikur um sæti 26. desember - Deildin - Leicester (úti) 29. desember - Deildin - Wolves (heima) Enski boltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira
Liverpool tókst ekki að vinna Napoli á Anfield í gær og mistókst því að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool bíður því hreinn úrslitaleikur í Ölpunum í desember. Það verður nóg að gera hjá Liverpool liðinu í jólamánuðinum og jafnteflið í gær létti vissulega ekki á pressunni á toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.Liverpool má ekki tapa leiknum í Salzburg 10. desember næstkomandi því þá yrðu Evrópumeistararnir að sætta sig við að spila í Evrópudeildinni eftir áramót í stað úrslitakeppni Meistaradeildarinnar þar sem liðið hefur farið alla leið í úrslitaleikinn undanfarin tvö tímabil. „Ég er á mínu fjórða ári og það hefur aldrei verið auðvelt að komast áfram í Meistaradeildinni. Ég veit að fólk óskaði þess að við gætum tryggt sætið í kvöld og fengið hátíðarleik í Salzburg en slíkt gerist bara aldrei,“ sagði JürgenKlopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn í gær.Liverpool boss Jurgen Klopp did not expect a 'holiday game' in the Champions League. More here https://t.co/PAhzNKGKWUpic.twitter.com/6GmhWcV1sq — BBC Sport (@BBCSport) November 28, 2019Leikurinn á móti Red Bull Salzburg er upp á líf eða dauða í Meistaradeildinni og bætist ofan þá mjög þétta dagskrá Liverpool í desember. Það er ekki auðvelt að spila í Salzburg þar sem heimamenn hafa unnið 8 af 10 leikjum sínum og skorað fimm mörk eða fleiri í sjö þeirra. Red Bull Salzburg skoraði líka þrjú mörk hjá Liverpool í fyrri leiknum á Anfield eftir að hafa lent 3-0 undir. „Ef við höfum metnað fyrir Meistaradeildinni þá þurfum við að sýna það í Salzburg,“ sagði JürgenKlopp. Desember verður svakalegur mánuður fyrir Liverpool liðið og fari allt á besta veg þá getur Liverpool komið út úr honum sem heimsmeistari félagsliða, með sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar, komið í undanúrslit deildabikarsins og áfram með gott forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það er aftur á móti ljóst að ef JürgenKlopp dreifir ekki álaginu á leikmenn sína þá á hann á hættu að missa ekki bara af mikilvægum stigum í mánuðinum heldur einnig að missa lykilmenn í meiðsli.Fabinho haltraði af velli í gær og MoSalah hefur einnig verið að glíma við meiðsli. Klopp þarf að samtvinna það að ná úrslitum og að nota allan leikmannahópinn til að ná metnaðarfullum markmiðum Liverpool á næstu vikum.Hér fyrir neðan má sjá þessa mögnuðu leikjadagskrá Liverpool á næstunni. 30. nóvember - Deildin - Brighton (heima) 4. desember - Deildin - Everton (heima) 7. desember - Deildin - Bournemouth (úti) 10. desember - Meistaradeild - Red Bull Salzburg (úti) 14. desember - Deildin - Watford (heima) 17. desember - Deildabikar - Aston Villa (úti) 18. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Undanúrslit 21. desember - Heimsmeistarakeppni félagsliða - Leikur um sæti 26. desember - Deildin - Leicester (úti) 29. desember - Deildin - Wolves (heima)
Enski boltinn Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Sjá meira