Enski boltinn

Of ungur til að aug­lýsa veð­mál

Sindri Sverrisson skrifar
Hinn þrautreyndi Jamie Vardy tekur í spaðann á hinum 15 ára Jeremy Monga eftir tapið í gær. Vardy var að vanda með auglýsingu á sinni treyju en ekki Monga.
Hinn þrautreyndi Jamie Vardy tekur í spaðann á hinum 15 ára Jeremy Monga eftir tapið í gær. Vardy var að vanda með auglýsingu á sinni treyju en ekki Monga. Getty/Catherine Ivill

Þegar Jeremy Monga kom inn á fyrir Leicester gegn Newcastle í gærkvöld var hann í fagurblárri treyju án nokkurrar auglýsingar framan á búningnum, öfugt við alla liðsfélaga sína.

Monga er aðeins 15 ára gamall og varð í gær sá næstyngsti í sögunni til að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Ástæðan fyrir því að treyja hans var ekki með auglýsingu er sú eða Leicester er með auglýsingasamning við veðmálafyrirtæki.

Samkvæmt lögum um veðmál í Bretlandi, sem breytt var árið 2020, er nefnilega bannað að fólk undir 18 ára aldri klæðist treyjum sem auglýsa veðmálafyrirtæki.

Monga var aðeins 15 ára og 271 dags gamall þegar hann spilaði í gær en honum tókst ekki að koma í veg fyrir enn eitt tap Leicester, 3-0. Lærisveinar Ruud van Nistelrooy hafa nú tapað átta deildarleikjum í röð án þess að skora eitt einasta mark og eru í 19. sæti deildarinnar, fimmtán stigum frá næsta örugga sæti og svo sannarlega á leið niður um deild.

Arsenal-táningurinn Ethan Nwaneri á enn metið sem yngsti leikmaður í sögu úrvalsdeildarinnar en hann var 90 dögum yngri en Monga nú þegar hann lék sínar fyrstu mínútur í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×