Enski boltinn

Eng­land öruggt með fimm sæti í Meistara­deildinni á næsta tíma­bili

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arsenal gerði sér lítið fyrir og sigraði Real Madrid örugglega í gær. Sigurinn tryggði Englandi auka sæti í Meistaradeild Evrópu.
Arsenal gerði sér lítið fyrir og sigraði Real Madrid örugglega í gær. Sigurinn tryggði Englandi auka sæti í Meistaradeild Evrópu. getty/Jose Hernandez

Eftir sigur Arsenal á Real Madrid í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær er ljóst að fimm ensk lið verða í keppninni á næsta tímabili, að minnsta kosti.

Ensku liðin sem eftir eru í Evrópukeppnunum þurftu aðeins að vinna einn leik í viðbót á tímabilinu til að tryggja fimmta Meistaradeildarsætið.

Að minnsta kosti fimm ensk lið verða í Meistaradeildinni á næsta tímabili en þau gætu orðið allt að sjö. Til að það gerist þarf Aston Villa að vinna Meistaradeildina en mistakast að komast í hana í gegnum ensku úrvalsdeildina, og ef Manchester United eða Tottenham vinnur Evrópudeildina.

Eins og staðan í ensku úrvalsdeildinni er núna komast Liverpool, Arsenal, Nottingham Forest, Chelsea og Newcastle United í Meistaradeildina á næsta tímabili. Englandsmeistarar Manchester City eru í 6. sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Newcastle.

Arsenal vann 3-0 sigur á Real Madrid á Emirates í gær og er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Villa, hitt enska liðið sem er eftir í Meistaradeildinni, sækir Paris Saint-Germain heim í kvöld.

Leikur PSG og Villa hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×