Enski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hjörvar er spenntur fyrir heimkomu sinni og enska boltans.
Hjörvar er spenntur fyrir heimkomu sinni og enska boltans.

Enski boltinn er ekki bara að koma heim á Stöð 2 Sport því Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, er líka að koma heim á Stöð 2 Sport næsta haust.

Hjörvar verður með sitt vinsæla Doc Zone á laugardögum þar sem hann fylgist með öllu ásamt góðum gestum.

„Ég er mjög spenntur fyrir því sem ég er að fara að gera. Ég hef verið að gera þetta á Youtube en nú fæ ég allt myndefnið líka. Verð með enska boltann og íslenska boltann. Doc Zone verður að fylgjast með öllu,“ segir Hjörvar spenntur.

Klippa: Hjörvar snýr aftur á Stöð 2 Sport

„Það verða 2-3 gestir í setti og við munum hoppa yfir á leiki á Akureyri og út um allt. Þetta er mjög lifandi og skemmtilegt.“

Doc Zone hefur verið hugmynd hjá Hjörvari lengi og hún er ekki síst fyrir yngri kynslóðina.

„Níutíu mínútna fótboltaleikur getur verið svolítið langur tími fyrir marga. Þarna koma bara endalaus mörk og atriði. Það verða fíflalæti þarna líka. Það er svolítið sem maður stendur fyrir,“ segir Hjörvar og hlær.

Doktorinn er farinn að telja niður í næsta vetur og er spenntur fyrir komandi tímum.

„Mér líst mjög vel á þetta. Stöð 2 Sport er enski boltinn. Er maður hugsar um stóru momentin í enska boltanum þá hugsar maður um Stöð 2 Sport. Ég er sammála því að fótboltinn sé kominn heim.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×