Markaðsvæðing ríkisfyrirtækja kemur illa við starfsfólk Drífa Snædal skrifar 29. nóvember 2019 08:45 Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. Átökin voru ekki hefðbundin kjaradeila heldur fjölluðu um grundvallarmál. Pósturinn var nefninlega gerður að ohf. fyrirtæki í opinberri eigu eins og margar aðrar opinberar stofnanir á tímum markaðsvæðingar. Svo voru stofnuð dótturfélög og starfsfólk sem var ráðið þar inn var undir öðrum kjarasamningum en fólk starfandi hjá Póstinum sjálfum. Deilan núna stóð sem sagt um það á hvaða kjörum og samningum fólk sem starfar hjá Póstinum og dótturfyrirtækjum hans ætti að vera. Stjórnvöld voru þannig komin í undirboð í kjörum með stofnun undirfyrirtækja. Það er ágætt að hafa þetta í huga nú þegar RÚV ætlar að stofna dótturfyrirtæki og endurskipulagning ISAVIA stendur fyrir dyrum. Afleiðingin af markaðsvæðingu ríkisfyrirtækja er sjaldnast til hagsbóta fyrir launafólk sem hjá þeim starfa. Þetta geta starfsmenn fríhafnarinnar á Finnlandsflugvelli staðfest en eftir að mjólkurkýrin var seld eru starfsmennirnir í ráðningarsambandi við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem er slétt sama um laun og líðan starfsfólks. Þetta og margt annað var til umræðu þegar formenn úr Norrænu verkalýðshreyfingunni hittust í vikunni. Mikið var rætt um hugmyndir Evrópusambandsins um tilskipun um lágmarkslaun sem gengur þvert á hefðir í Norður Evrópu þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja um kaup og kjör. Þá er einnig rætt um harðari skilyrði fyrir opinberum innkaupum, að þau séu alltaf háð því að varan og þjónustan sé búin til við góð skilyrði og þar sem kjarasamningar eru í gildi. Norrænir vinir okkar mæta til Íslands á vormánuðum og við munum þá kynna fyrir þeim árangurinn af styttingu vinnuvikunnar en við treystum því að þá verði búið að klára samningana á opinbera markaðnum. Það er ágætt að minna sig á að starfsfólk hjá hinu opinbera, bæði innan ASÍ og BSRB, hafa verið með lausa samninga í átta mánuði. Staðan er orðin miklu meira en óþolandi. Njótið helgarinnar, Drífa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Póstmenn í Finnlandi hafa staðið í harðri kjaradeilu sem vonandi er að ljúka. Starfsfólk í fólksflutningum fór í samúðarverkfall en það lamaði flugsamgöngur í Finnlandi í heilan dag. Átökin voru ekki hefðbundin kjaradeila heldur fjölluðu um grundvallarmál. Pósturinn var nefninlega gerður að ohf. fyrirtæki í opinberri eigu eins og margar aðrar opinberar stofnanir á tímum markaðsvæðingar. Svo voru stofnuð dótturfélög og starfsfólk sem var ráðið þar inn var undir öðrum kjarasamningum en fólk starfandi hjá Póstinum sjálfum. Deilan núna stóð sem sagt um það á hvaða kjörum og samningum fólk sem starfar hjá Póstinum og dótturfyrirtækjum hans ætti að vera. Stjórnvöld voru þannig komin í undirboð í kjörum með stofnun undirfyrirtækja. Það er ágætt að hafa þetta í huga nú þegar RÚV ætlar að stofna dótturfyrirtæki og endurskipulagning ISAVIA stendur fyrir dyrum. Afleiðingin af markaðsvæðingu ríkisfyrirtækja er sjaldnast til hagsbóta fyrir launafólk sem hjá þeim starfa. Þetta geta starfsmenn fríhafnarinnar á Finnlandsflugvelli staðfest en eftir að mjólkurkýrin var seld eru starfsmennirnir í ráðningarsambandi við alþjóðlegt stórfyrirtæki sem er slétt sama um laun og líðan starfsfólks. Þetta og margt annað var til umræðu þegar formenn úr Norrænu verkalýðshreyfingunni hittust í vikunni. Mikið var rætt um hugmyndir Evrópusambandsins um tilskipun um lágmarkslaun sem gengur þvert á hefðir í Norður Evrópu þar sem aðilar vinnumarkaðarins semja um kaup og kjör. Þá er einnig rætt um harðari skilyrði fyrir opinberum innkaupum, að þau séu alltaf háð því að varan og þjónustan sé búin til við góð skilyrði og þar sem kjarasamningar eru í gildi. Norrænir vinir okkar mæta til Íslands á vormánuðum og við munum þá kynna fyrir þeim árangurinn af styttingu vinnuvikunnar en við treystum því að þá verði búið að klára samningana á opinbera markaðnum. Það er ágætt að minna sig á að starfsfólk hjá hinu opinbera, bæði innan ASÍ og BSRB, hafa verið með lausa samninga í átta mánuði. Staðan er orðin miklu meira en óþolandi. Njótið helgarinnar, Drífa
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun