Körfubolti

Tryggvi með eitt stig í naumu tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var í eldlínunni með Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið fékk Joventut í heimsókn og úr varð hörkuleikur.

Fór að lokum svo að Tryggvi og félagar þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Joventut en leiknum lauk 90-92 fyrir gestunum. Zaragoza áfram í 2.sæti deildarinnar en þetta var aðeins annað tap liðsins á leiktíðinni. Real Madrid trónir taplaust á toppnum.

Tryggvi Snær skoraði eitt stig í kvöld auk þess að taka eitt frákast en Dennis Seeley fór mikinn í liði Zaragoza með 21 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×