„Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 12:00 Haukur Helgi Pálsson sýndi allar sína bestu hliðar í síðasta leik. Vísir/Anton Brink Haukur Helgi Pálsson átti stórleik í sigri Álftnesinga á Njarðvíkingum í æsispennandi leik í Bónus-deild karla í körfubolta. Haukur meiddist í sumar og missti á grálegan hátt af Evrópumótinu með íslenska landsliðinu en hann er kominn aftur af stað og sýndi styrk sinn í síðustu umferð. Það fór heldur ekki fram hjá strákunum í Bónus Körfuboltakvöldi sem lofuðu hans leik. „Haukur Helgi Pálsson, velkominn til baka eftir þessi einkennilegu meiðsl þín. Þó að hann sé nú kannski kominn til baka fyrir nokkrum umferðum þá var hann algjörlega geðveikur í þessum leik,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Haukur var með 23 stig og 8 stoðsendingar og framlag upp á 34. Áttatíu prósent nóg „Þegar hann er áttatíu prósent þá er hann bara með bestu leikmönnum á landinu. Það er alveg unun að horfa á hann spila því hann er svo góður,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Klippa: „Hann gerir alla í kringum sig betri“ Haukur Helgi er kannski að eldast en hann er enn í hópi bestu leikmanna deildarinnar. „Hann kann leikinn best. Þú veist, sendingarnar og allt bara hjá honum. Eins og svona, ef einhverjir minni strákar ætla að dekka hann og hann bara fer með þá upp að körfunni,“ sagði Magnús. „Sævar, hversu mikilvægt verður það fyrir Álftnesinga ef þeir ætla sér alla leið, að hafa reynslubolta, mann sem þekkir deildina inn og út? Að hafa leiðtogann Hauk Helga Pálsson,“ spurði Stefán Árni Fær í öllum þáttum leiksins „Eins og Maggi kemur inn á, þá er Haukur Helgi sennilega, þegar hann er áttatíu prósent, einn af betri leikmönnum deildarinnar. Maðurinn er fær í öllum þáttum leiksins. Þrátt fyrir að vera búinn að missa hraða og kannski sprengikraft og svona stökkkraft, þá er hann enn þá nautsterkur. Hann les leikinn vel,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er frábær varnarmaður, getur dekkað þrist, fjarka og fimmu. Og svo er það með sendingargetuna sem við sáum náttúrulega rosalega vel í þessum klippum. Það er eiginlega ekkert hægt að hrósa Hauki Helga eitthvað meira en við höfum gert síðastliðin ár,“ sagði Sævar. Gerir alla í kringum sig betri „Þetta er einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta,“ sagði Sævar og Magnús tók undir það. „Hann gerir alla í kringum sig betri. Alveg sama hver er inni á vellinum, sá leikmaður verður bara miklu betri með Hauk innanborðs,“ sagði Magnús. Það má horfa á alla umræðuna um Hauk Helga hér fyrir ofan. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Álftanes Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Haukur meiddist í sumar og missti á grálegan hátt af Evrópumótinu með íslenska landsliðinu en hann er kominn aftur af stað og sýndi styrk sinn í síðustu umferð. Það fór heldur ekki fram hjá strákunum í Bónus Körfuboltakvöldi sem lofuðu hans leik. „Haukur Helgi Pálsson, velkominn til baka eftir þessi einkennilegu meiðsl þín. Þó að hann sé nú kannski kominn til baka fyrir nokkrum umferðum þá var hann algjörlega geðveikur í þessum leik,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Haukur var með 23 stig og 8 stoðsendingar og framlag upp á 34. Áttatíu prósent nóg „Þegar hann er áttatíu prósent þá er hann bara með bestu leikmönnum á landinu. Það er alveg unun að horfa á hann spila því hann er svo góður,“ sagði Magnús Þór Gunnarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Klippa: „Hann gerir alla í kringum sig betri“ Haukur Helgi er kannski að eldast en hann er enn í hópi bestu leikmanna deildarinnar. „Hann kann leikinn best. Þú veist, sendingarnar og allt bara hjá honum. Eins og svona, ef einhverjir minni strákar ætla að dekka hann og hann bara fer með þá upp að körfunni,“ sagði Magnús. „Sævar, hversu mikilvægt verður það fyrir Álftnesinga ef þeir ætla sér alla leið, að hafa reynslubolta, mann sem þekkir deildina inn og út? Að hafa leiðtogann Hauk Helga Pálsson,“ spurði Stefán Árni Fær í öllum þáttum leiksins „Eins og Maggi kemur inn á, þá er Haukur Helgi sennilega, þegar hann er áttatíu prósent, einn af betri leikmönnum deildarinnar. Maðurinn er fær í öllum þáttum leiksins. Þrátt fyrir að vera búinn að missa hraða og kannski sprengikraft og svona stökkkraft, þá er hann enn þá nautsterkur. Hann les leikinn vel,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Hann er frábær varnarmaður, getur dekkað þrist, fjarka og fimmu. Og svo er það með sendingargetuna sem við sáum náttúrulega rosalega vel í þessum klippum. Það er eiginlega ekkert hægt að hrósa Hauki Helga eitthvað meira en við höfum gert síðastliðin ár,“ sagði Sævar. Gerir alla í kringum sig betri „Þetta er einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta,“ sagði Sævar og Magnús tók undir það. „Hann gerir alla í kringum sig betri. Alveg sama hver er inni á vellinum, sá leikmaður verður bara miklu betri með Hauk innanborðs,“ sagði Magnús. Það má horfa á alla umræðuna um Hauk Helga hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld UMF Álftanes Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira