Mánaðabið eftir sálfræðiviðtali á heilsugæslu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. nóvember 2019 20:49 Börn á Vesturlandi þurfa að bíða í allt að ár áður en þau komast að hjá sálfræðingi á heilsugæslunni. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa í flestum tilfellum að bíða mánuðum saman eftir að komast í viðtal. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hversu langur biðtími sé eftir viðtali við sálfræðing hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Nokkur munur er á biðtíma eftir því hvort skjólstæðingurinn sé barn eða fullorðinn en svör stofnanna voru ekki samræmd hvað það varðar. Fullorðnir þurfa að bíða í um fimm mánuði áður en þeir komast að hjá geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, rétt eins og konur með börn á fyrsta aldursári. Biðtíminn eftir viðtali er sagður nokkuð breytilegur innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Getur hann verið allt frá því að vera enginn og upp undir 10 mánuðir, en eingöngu er tekið við börnum yngri en 18 ára og fjölskyldum þeirra. Biðtíminn á Austurlandi er nokkuð mismunandi eftir því hver óskar eftir viðtali. Eins til tveggja mánaða biðtími er hjá mæðra- og foreldravernd en fullorðnir geta þurft að bíða í fimm mánuði áður en þeir komast að. Biðtími fyrir 30 ára og eldri á heilbrigðisstofnun Norðurlands er frá því að vera innan við fjórar vikur og upp í sex mánuði, misjafnt eftir byggðakjörnum - á meðan biðtími eftir sálfræðingi meðal fullorðinna er að meðaltali tveir mánuðir hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Lengst er biðin fyrir börn á Vesturlandi, þar sem biðtíminn er að meðaltali 12 mánuðir. Biðtími fyrir fullorðna er um tveir til þrír mánuðir. Heilbrigðisráðherra úthlutaði í vor 630 milljónum til að fjölga stöðugildum sálfræðinga hjá heilbrigðisstofnunum landsins, en samkvæmt gildandi geðheilbrigðisáætlun er miðað við 1 stöðugildi fyrir hverja 9000 íbúa. Það næst á öllu landinu að frátöldum Vestfjörðum, þar sem finna má hálft stöðugildi sálfræðings fyrir alla 7 þúsund íbúa Vestfjarðarkjálkans. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00 Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Börn á Vesturlandi þurfa að bíða í allt að ár áður en þau komast að hjá sálfræðingi á heilsugæslunni. Íbúar landsbyggðarinnar þurfa í flestum tilfellum að bíða mánuðum saman eftir að komast í viðtal. Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn um hversu langur biðtími sé eftir viðtali við sálfræðing hjá heilbrigðisstofnunum landsins. Nokkur munur er á biðtíma eftir því hvort skjólstæðingurinn sé barn eða fullorðinn en svör stofnanna voru ekki samræmd hvað það varðar. Fullorðnir þurfa að bíða í um fimm mánuði áður en þeir komast að hjá geðteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, rétt eins og konur með börn á fyrsta aldursári. Biðtíminn eftir viðtali er sagður nokkuð breytilegur innan Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Getur hann verið allt frá því að vera enginn og upp undir 10 mánuðir, en eingöngu er tekið við börnum yngri en 18 ára og fjölskyldum þeirra. Biðtíminn á Austurlandi er nokkuð mismunandi eftir því hver óskar eftir viðtali. Eins til tveggja mánaða biðtími er hjá mæðra- og foreldravernd en fullorðnir geta þurft að bíða í fimm mánuði áður en þeir komast að. Biðtími fyrir 30 ára og eldri á heilbrigðisstofnun Norðurlands er frá því að vera innan við fjórar vikur og upp í sex mánuði, misjafnt eftir byggðakjörnum - á meðan biðtími eftir sálfræðingi meðal fullorðinna er að meðaltali tveir mánuðir hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Lengst er biðin fyrir börn á Vesturlandi, þar sem biðtíminn er að meðaltali 12 mánuðir. Biðtími fyrir fullorðna er um tveir til þrír mánuðir. Heilbrigðisráðherra úthlutaði í vor 630 milljónum til að fjölga stöðugildum sálfræðinga hjá heilbrigðisstofnunum landsins, en samkvæmt gildandi geðheilbrigðisáætlun er miðað við 1 stöðugildi fyrir hverja 9000 íbúa. Það næst á öllu landinu að frátöldum Vestfjörðum, þar sem finna má hálft stöðugildi sálfræðings fyrir alla 7 þúsund íbúa Vestfjarðarkjálkans.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00 Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00 Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Samfylkingin leggur fram þingsályktunartillögu um fría sálfræðiþjónustu fyrir framhaldsskólanema. Þetta er í fjórða sinn sem tillagan er lögð fram. Þingmaður er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga. 5. apríl 2019 08:00
Geðheilsuteymi taka til starfa í öllum heilbrigðisumdæmum fyrir lok árs Heilbrigðisráðherra kveðst ekki óttast að erfitt verði að manna stöðurnar en alls verður 630 milljónum króna varið í að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. 21. febrúar 2019 20:00
Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00