Telja orkuverð hér allt of hátt Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. nóvember 2019 06:15 Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri Advania. Forstjóri Advania Data Centers segir orkuverð á Íslandi alls ekki samkeppnishæft. Fyrirtækið samdi nýlega um uppbyggingu gagnavers í Stokkhólmi þar sem mun lægra verð er í boði. Formaður Þróunarfélags Grundartanga tekur í sama streng. „Orkuverð í miðborg Stokkhólms er 20 prósentum lægra en það sem okkur býðst á Íslandi. Sá munur eykst ef gagnaver eru byggð upp í Norður-Svíþjóð. Orkuverð hér er orðið allt of hátt eða 25-40 prósentum hærra en til dæmis í Svíþjóð og Noregi,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri íslenska gagnaversfyrirtækisins Advania Data Centers. Fyrirtækið hefur samið við Stockholm Exergi um uppbyggingu nýs gagnavers í hátæknigarði í Kista hverfinu í Stokkhólmi. Áætluð heildarfjárfesting er um 8,6 milljarðar króna. Eyjólfur segir að gagnaverið rísi á borgarlandi en hitaveitan kaupir varma sem myndast í tölvubúnaði gagnaversins og nýtist til húshitunar. Þetta lækki umtalsvert orkukostnað gagnaversins. Gagnaverið er það fyrsta sem fyrirtækið byggir erlendis en fyrir eru gagnaver í Hafnarfirði og eitt af stærstu gagnaverum Evrópu í Reykjanesbæ. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, hefur einnig áhyggjur af háu raforkuverði. Á Grundartanga vinna um 1.100 manns hjá 20 stórum og smærri fyrirtækjum og um þúsund til viðbótar þjónusta svæðið. „Við höfum miklar áhyggjur af háu orkuverði. Það er varhugaverð þróun að verið sé að verðleggja íslenskan iðnað út af samkeppnismörkuðum. Við höfum ítrekað varað við þessu. Þetta lýtur ekki eingöngu að samkeppnishæfni nýrra verkefna. Verja þarf þau störf sem fyrir eru,“ segir Ólafur. Orkuverð til notenda er að mestu sett saman af fjórum þáttum: Raforkuverði frá fyrirtækjum á borð við Landsvirkjun, ON, og HS orku; flutningskostnaði Landsnets, dreifikostnaði sem eru veiturnar, og sköttum. Eyjólfur segir að raforkuhlutinn hér sé almennt ekki langt frá verðunum á Norðurlöndum en flutningshlutinn og dreifingin séu miklu dýrari. „Þegar íslenskir raforkuframleiðendur bera saman verð hér og í viðmiðunarlöndum nota þeir gjarnan verð á stundarmörkuðum (spot) Norðurlanda og bera þau saman við raforkuverð hér sem bundið er í langtímasamningum. Slíkur samanburður er rangur því að í langtímasamningum um orkukaup á Norðurlöndum er verð töluvert ódýrara en stundarmarkaðir segja til um,“ segir Eyjólfur. Hann segir að gagnaver og aðrir nýlegir stórnotendur hér á landi greiði umtalsvert hærra verð en uppgefið meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju sé. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira
Forstjóri Advania Data Centers segir orkuverð á Íslandi alls ekki samkeppnishæft. Fyrirtækið samdi nýlega um uppbyggingu gagnavers í Stokkhólmi þar sem mun lægra verð er í boði. Formaður Þróunarfélags Grundartanga tekur í sama streng. „Orkuverð í miðborg Stokkhólms er 20 prósentum lægra en það sem okkur býðst á Íslandi. Sá munur eykst ef gagnaver eru byggð upp í Norður-Svíþjóð. Orkuverð hér er orðið allt of hátt eða 25-40 prósentum hærra en til dæmis í Svíþjóð og Noregi,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri íslenska gagnaversfyrirtækisins Advania Data Centers. Fyrirtækið hefur samið við Stockholm Exergi um uppbyggingu nýs gagnavers í hátæknigarði í Kista hverfinu í Stokkhólmi. Áætluð heildarfjárfesting er um 8,6 milljarðar króna. Eyjólfur segir að gagnaverið rísi á borgarlandi en hitaveitan kaupir varma sem myndast í tölvubúnaði gagnaversins og nýtist til húshitunar. Þetta lækki umtalsvert orkukostnað gagnaversins. Gagnaverið er það fyrsta sem fyrirtækið byggir erlendis en fyrir eru gagnaver í Hafnarfirði og eitt af stærstu gagnaverum Evrópu í Reykjanesbæ. Ólafur Adolfsson, formaður Þróunarfélags Grundartanga, hefur einnig áhyggjur af háu raforkuverði. Á Grundartanga vinna um 1.100 manns hjá 20 stórum og smærri fyrirtækjum og um þúsund til viðbótar þjónusta svæðið. „Við höfum miklar áhyggjur af háu orkuverði. Það er varhugaverð þróun að verið sé að verðleggja íslenskan iðnað út af samkeppnismörkuðum. Við höfum ítrekað varað við þessu. Þetta lýtur ekki eingöngu að samkeppnishæfni nýrra verkefna. Verja þarf þau störf sem fyrir eru,“ segir Ólafur. Orkuverð til notenda er að mestu sett saman af fjórum þáttum: Raforkuverði frá fyrirtækjum á borð við Landsvirkjun, ON, og HS orku; flutningskostnaði Landsnets, dreifikostnaði sem eru veiturnar, og sköttum. Eyjólfur segir að raforkuhlutinn hér sé almennt ekki langt frá verðunum á Norðurlöndum en flutningshlutinn og dreifingin séu miklu dýrari. „Þegar íslenskir raforkuframleiðendur bera saman verð hér og í viðmiðunarlöndum nota þeir gjarnan verð á stundarmörkuðum (spot) Norðurlanda og bera þau saman við raforkuverð hér sem bundið er í langtímasamningum. Slíkur samanburður er rangur því að í langtímasamningum um orkukaup á Norðurlöndum er verð töluvert ódýrara en stundarmarkaðir segja til um,“ segir Eyjólfur. Hann segir að gagnaver og aðrir nýlegir stórnotendur hér á landi greiði umtalsvert hærra verð en uppgefið meðalverð Landsvirkjunar til stóriðju sé.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Viðskipti innlent Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Viðskipti innlent Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Viðskipti innlent Steinunn frá UNICEF til Festu Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Viðskipti innlent Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Sjá meira