Sigmundur sáttur við svar umhverfisráðherra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 16:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður miðflokksins. vísir/vilhelm „Aldrei þessu vant er ég bara sáttur við svar ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til svars Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Sigmundur spurði hvort ráðherra styddi markmið umhverfisverndarsamtakanna Extinction Rebellion um að stefna að því að losun gróðurhúsalofttegunda verði algjörlega hætt árið 2025. Sigmundur sagði samtökin hafa vakið athygli víða fyrir öfgakennda framgöngu og málflutning en Sigmundur sagði að umhverfisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við samtökin. Í svari sínu kvaðst Guðmundur Ingi ekki minnast þess að hafa stutt samtökin. Hann kunni aftur á móti að hafa líkað við þau á samfélagsmiðlum til að fylgjast með. „Þar sem að þingmaðurinn talar um sérstök markmið um að ná niður nettólosun í núll 2025, þá er það eitthvað sem ég tel að sé ekki hægt. Það er ekki raunhæft að gera það. Það væri auðvitað mjög æskilegt að við gætum gert það en ég tel alls ekki raunhæft að ná því markmiði,“ svaraði Guðmundur Ingi. Þetta svar Guðmundar Inga var Sigmundi vel að skapi. „Ég vona að þetta gefi einhverja vísbendingu um það sem koma skal og að stjórnvöld muni innleiða aukna hófsemd í baráttunni við loftslagsbreytingar í þeim skilningi að menn líti í auknum mæli til vísinda og staðreynda og leiti aðgerða sem geta raunverulega virkað,“ sagði Sigmundur. Í síðara svari sínu áréttaði Guðmundur Ingi þó að hann telji mikilvægt að Íslendingar og aðrar þjóðir setji sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Ég hef líka sagt að við þurfum að gera ennþá betur. Við erum að stíga mjög stór skref þegar kemur að þessum málum og vísa þar með meðal annars í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í september 2018 og þær fjölmörgu aðgerðir sem þar hefur verið gripið til,“ sagði Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
„Aldrei þessu vant er ég bara sáttur við svar ráðherra í ríkisstjórn Íslands,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins á Alþingi í dag. Vísaði hann þar til svars Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Sigmundur spurði hvort ráðherra styddi markmið umhverfisverndarsamtakanna Extinction Rebellion um að stefna að því að losun gróðurhúsalofttegunda verði algjörlega hætt árið 2025. Sigmundur sagði samtökin hafa vakið athygli víða fyrir öfgakennda framgöngu og málflutning en Sigmundur sagði að umhverfisráðherra hafi lýst yfir stuðningi við samtökin. Í svari sínu kvaðst Guðmundur Ingi ekki minnast þess að hafa stutt samtökin. Hann kunni aftur á móti að hafa líkað við þau á samfélagsmiðlum til að fylgjast með. „Þar sem að þingmaðurinn talar um sérstök markmið um að ná niður nettólosun í núll 2025, þá er það eitthvað sem ég tel að sé ekki hægt. Það er ekki raunhæft að gera það. Það væri auðvitað mjög æskilegt að við gætum gert það en ég tel alls ekki raunhæft að ná því markmiði,“ svaraði Guðmundur Ingi. Þetta svar Guðmundar Inga var Sigmundi vel að skapi. „Ég vona að þetta gefi einhverja vísbendingu um það sem koma skal og að stjórnvöld muni innleiða aukna hófsemd í baráttunni við loftslagsbreytingar í þeim skilningi að menn líti í auknum mæli til vísinda og staðreynda og leiti aðgerða sem geta raunverulega virkað,“ sagði Sigmundur. Í síðara svari sínu áréttaði Guðmundur Ingi þó að hann telji mikilvægt að Íslendingar og aðrar þjóðir setji sér metnaðarfull markmið í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. „Ég hef líka sagt að við þurfum að gera ennþá betur. Við erum að stíga mjög stór skref þegar kemur að þessum málum og vísa þar með meðal annars í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar frá því í september 2018 og þær fjölmörgu aðgerðir sem þar hefur verið gripið til,“ sagði Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira