Er sjálfbærni – kvöð eða tækifæri? Eva Magnúsdóttir og Viktoría Valdimarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 09:00 Margir telja sig vita allan sannleikann um aldamótakynslóðina en þetta hefur verið sagt um þau: þau eru klár, hafa frumkvæði, eru verulega stafrænt þenkjandi, frumkvöðlar sem gera kröfur og vilja hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Þau klæðast frekar strigaskóm en háum hælum, elska avocado og umhverfið og eru háð Netflix. Hvað síðan er rétt af öllu ofansögðu getur verið gaman að ræða. En það ætlum við einmitt að gera á miðvikudag í Húsi atvinnulífsins. Við vitum að til að tryggja framtíðarviðskipti þurfa fyrirtæki að stunda heiðarlega viðskiptahætti og gera upplýsingamiðlun gagnsæja. Neytendur, með ungu kynslóðina í fararbroddi, taka í síauknum mæli upplýsta ákvörðun við kaup á vörum og þjónustu og velja frekar samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Fjárfestar gera að auki sífellt meiri kröfur um gagnsæjar og traustar upplýsingar á sjálfbærniþáttum og leggja áherslu á ábyrgar fjárfestingastefnur. Við ætlum að velta upp þeirri spurningu hvort sjálfbærni sé kvöð eða feli í sér tækifæri. Einnig ætlum við að svara spurningunni um það hvernig fyrirtækin geti tryggt að þau eigi samleið með ungu kynslóðinni. Við ætlum meðal annars að fjalla um breytingar í rekstrarumhverfi og upplýsingagjöf fyrirtækja þar sem leitast er við að nýta tækifæri sem felast í auknum kröfum og nýjum áherslum tengdum sjálfbærri þróun og samfélagslegri nýsköpun. Við ætlum líka að tala um fárhagslegan og ímyndarlegan ávinning fyrirtækja af sjálfbærni og fara með dæmisögum yfir ávinninginn, fjárhagslegan og ímyndarlegan sem allt tengist saman með nýrri kynslóð neytenda. Við hlökkum til að heyra reynslusögur úr atvinnulífinu þar sem Ásdís Björg Jónsdóttir, deildarstjóri samfélagsábyrgðar og gæðamála hjá Festi hf, Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun hjá Ölgerðinni ætla að segja frá því hvernig þau vinna að samfélagsábyrgð hjá sínum fyrirtækjum. Þau segja frá því hvernig þau hafa innleitt sjálfbærni í kjarnastarfsemi sinna fyrirtækja og hvernig þau standa að miðlun upplýsinga til hagaðila; þar á meðal viðskiptavina og fjárfesta. Fanney Karlsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og verkefnastjóri í Norræna húsinu verður fundarstjóri. Við störfum báðar sem ráðgjafar og höfum um nokkurra ára skeið aðstoðað fyrirtæki við stefnumótun og gerð samfélagsskýrslna og tengingu við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, heims-markmiðin. Við viljum hafa áhrif á samfélag okkar og hlökkum til að sjá þig, málstofan er opin öllum og það er frítt inn.Eva Magnúsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Podium ehf. og Viktoría Valdimarsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Ábyrgum lausnum ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Upplýsingatækni Vinnumarkaður Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir telja sig vita allan sannleikann um aldamótakynslóðina en þetta hefur verið sagt um þau: þau eru klár, hafa frumkvæði, eru verulega stafrænt þenkjandi, frumkvöðlar sem gera kröfur og vilja hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi. Þau klæðast frekar strigaskóm en háum hælum, elska avocado og umhverfið og eru háð Netflix. Hvað síðan er rétt af öllu ofansögðu getur verið gaman að ræða. En það ætlum við einmitt að gera á miðvikudag í Húsi atvinnulífsins. Við vitum að til að tryggja framtíðarviðskipti þurfa fyrirtæki að stunda heiðarlega viðskiptahætti og gera upplýsingamiðlun gagnsæja. Neytendur, með ungu kynslóðina í fararbroddi, taka í síauknum mæli upplýsta ákvörðun við kaup á vörum og þjónustu og velja frekar samfélagslega ábyrg fyrirtæki. Fjárfestar gera að auki sífellt meiri kröfur um gagnsæjar og traustar upplýsingar á sjálfbærniþáttum og leggja áherslu á ábyrgar fjárfestingastefnur. Við ætlum að velta upp þeirri spurningu hvort sjálfbærni sé kvöð eða feli í sér tækifæri. Einnig ætlum við að svara spurningunni um það hvernig fyrirtækin geti tryggt að þau eigi samleið með ungu kynslóðinni. Við ætlum meðal annars að fjalla um breytingar í rekstrarumhverfi og upplýsingagjöf fyrirtækja þar sem leitast er við að nýta tækifæri sem felast í auknum kröfum og nýjum áherslum tengdum sjálfbærri þróun og samfélagslegri nýsköpun. Við ætlum líka að tala um fárhagslegan og ímyndarlegan ávinning fyrirtækja af sjálfbærni og fara með dæmisögum yfir ávinninginn, fjárhagslegan og ímyndarlegan sem allt tengist saman með nýrri kynslóð neytenda. Við hlökkum til að heyra reynslusögur úr atvinnulífinu þar sem Ásdís Björg Jónsdóttir, deildarstjóri samfélagsábyrgðar og gæðamála hjá Festi hf, Sigurður B. Pálsson, forstjóri BYKO og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, sérfræðingur í umbótastjórnun hjá Ölgerðinni ætla að segja frá því hvernig þau vinna að samfélagsábyrgð hjá sínum fyrirtækjum. Þau segja frá því hvernig þau hafa innleitt sjálfbærni í kjarnastarfsemi sinna fyrirtækja og hvernig þau standa að miðlun upplýsinga til hagaðila; þar á meðal viðskiptavina og fjárfesta. Fanney Karlsdóttir, skrifstofustjóri Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs og verkefnastjóri í Norræna húsinu verður fundarstjóri. Við störfum báðar sem ráðgjafar og höfum um nokkurra ára skeið aðstoðað fyrirtæki við stefnumótun og gerð samfélagsskýrslna og tengingu við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, heims-markmiðin. Við viljum hafa áhrif á samfélag okkar og hlökkum til að sjá þig, málstofan er opin öllum og það er frítt inn.Eva Magnúsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Podium ehf. og Viktoría Valdimarsdóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Ábyrgum lausnum ehf.
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar