Ólíðandi kynjamisrétti Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 12. nóvember 2019 12:30 Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. Þátttaka karla við heimilisstörf og umönnun barna hefur því miður ekki aukist að sama skapi. Stytting á vinnutíma er lykilþáttur í að leiðrétta þessa stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að auka líkur á að lífið verði fjölskylduvænna. Sjúkraliðafélag Íslands hefur árum saman beitt sér fyrir styttingu vinnuvikunnar og litið til þess að jafna þurfi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í niðurstöðum þeirra má sjá að konur bera þungan af heimilishaldi, og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Þá hafa kannanir verið gerðar um ástæðu þess að konur og karlar vinna hlutastörf. Algengast er að konur vinna hlutastörf vegna þeirrar ábyrgðar sem þær taka á fjölskyldunni, en enginn karlmaður nefndi þá ástæðu. Almennt séð velja karlar að vinna hlutastörf vegna menntunar, eigin heilsu eða annarra þátta. Í þessu sambandi er rétt að benda á að um 80% sjúkraliða vinna hlutastarf að jafnaði í 75% stöðu, sem ræðst af því að vinnan sjálf er krefjandi og af fjölskylduábyrgðinni. Samkvæmt niðurstöðum tilraunaverkefnis ríkisins og BSRB sem sett var af stað vorið 2017 kemur fram að styttri vinnutími hefur jákvæð áhrif á vinnu og daglegt líf. Konur upplifðu meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs og meiri stuðning frá vinnufélögum en karlar. Eins upplifðu þær minni hlutverkarugling og meiri starfsánægju en karlar. Bæði kynin upplifðu hins vegar minna starfsálag. Þá voru einnig gerðar hagrænar mælingar þar sem litið var til veikindafjarvista, yfirvinnu, skilvirkni og árangurs. Í ljós kom að stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á árangur og skilvirkni starfseminnar. Það er þekkt að fyrirkomulag vinnutíma er mikilvæg forsenda þess til að jafna aðkomu kynjanna að fjölskyldulífi og þátttöku á atvinnumarkaði. Stytting vinnuvikunnar leiðir til þess að konur fari síður í hlutastörf og að karlar taki meiri ábyrgð á fjölskyldulífi. Þannig getum við stuðlað að jafnari skiptingu ábyrgðar á launuðum sem ólaunuðum störfum og leiðrétt þetta ólíðandi kynjamisrétti á vinnumarkaði.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sandra B. Franks Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Alþekkt er að menntun kvenna hefur aukist verulega á Íslandi síðustu ár og atvinnuþátttaka þeirra hefur jafnframt vaxið gríðarlega. Þátttaka karla við heimilisstörf og umönnun barna hefur því miður ekki aukist að sama skapi. Stytting á vinnutíma er lykilþáttur í að leiðrétta þessa stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að auka líkur á að lífið verði fjölskylduvænna. Sjúkraliðafélag Íslands hefur árum saman beitt sér fyrir styttingu vinnuvikunnar og litið til þess að jafna þurfi stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í niðurstöðum þeirra má sjá að konur bera þungan af heimilishaldi, og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum. Þá hafa kannanir verið gerðar um ástæðu þess að konur og karlar vinna hlutastörf. Algengast er að konur vinna hlutastörf vegna þeirrar ábyrgðar sem þær taka á fjölskyldunni, en enginn karlmaður nefndi þá ástæðu. Almennt séð velja karlar að vinna hlutastörf vegna menntunar, eigin heilsu eða annarra þátta. Í þessu sambandi er rétt að benda á að um 80% sjúkraliða vinna hlutastarf að jafnaði í 75% stöðu, sem ræðst af því að vinnan sjálf er krefjandi og af fjölskylduábyrgðinni. Samkvæmt niðurstöðum tilraunaverkefnis ríkisins og BSRB sem sett var af stað vorið 2017 kemur fram að styttri vinnutími hefur jákvæð áhrif á vinnu og daglegt líf. Konur upplifðu meira jafnvægi milli vinnu og einkalífs og meiri stuðning frá vinnufélögum en karlar. Eins upplifðu þær minni hlutverkarugling og meiri starfsánægju en karlar. Bæði kynin upplifðu hins vegar minna starfsálag. Þá voru einnig gerðar hagrænar mælingar þar sem litið var til veikindafjarvista, yfirvinnu, skilvirkni og árangurs. Í ljós kom að stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð áhrif á árangur og skilvirkni starfseminnar. Það er þekkt að fyrirkomulag vinnutíma er mikilvæg forsenda þess til að jafna aðkomu kynjanna að fjölskyldulífi og þátttöku á atvinnumarkaði. Stytting vinnuvikunnar leiðir til þess að konur fari síður í hlutastörf og að karlar taki meiri ábyrgð á fjölskyldulífi. Þannig getum við stuðlað að jafnari skiptingu ábyrgðar á launuðum sem ólaunuðum störfum og leiðrétt þetta ólíðandi kynjamisrétti á vinnumarkaði.Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun