Stóraukið íbúalýðræði í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir og skrifa 14. nóvember 2019 10:01 Í dag er síðasti dagurinn til að taka þátt í hverfakosningunum Hverfið mitt sem fara fram í 8. sinn. Hvernig vilt þú sjá hverfið þitt þróast? Þú mátt ráða! Ár hvert hafa borgarbúar tæpan hálfan milljarð króna til þess að forgangsraða þeim hugmyndum sem þeim þykir mestur virðisauki í til viðbótar við aðrar fjárfestingar og viðhaldaáætlanir í hverfunum. Án verkefnisins Hverfið mitt væri þetta tækifæri ekki til staðar með þessum hætti. Við viljum að þú ráðir. Íbúar í hverfunum þekkja sitt nærsamfélag best og þrátt fyrir að borgin sé með sínar viðhaldsáætlanir, umferðaröryggisáætlanir og önnur góð plön sem hún fylgir til þess að bæta öryggi, innviði og aðbúnað í hverfum borgarinnar þá er það stundum þannig að borgarbúinn vill forgangsraða öðruvísi en yfirvöld hafa ákveðið að gera og ástæður þess geta verið margar. Hér er verið að rétta þér tækifæri til að velja! Hugmyndirnar koma frá íbúunum og þeim er forgangsraðað af íbúunum. Lýðræðið í Reykjavík er í stöðugri þróun því við viljum sífellt vera að gera betur. Í vor var starfshópur skipaður um framtíðarþróun lýðræðisverkefna Reykjavíkurborgar og mun sá fljótlega skila sínum niðurstöðum. Vilji er til þess að ná enn betra samtali við þig sem leggur fram þínar tillögur – til þess að ganga enn lengra til að geta látið þær verða að veruleika á besta mögulega hátt og er þetta eitt af viðfangsefnum starfshópsins. Að auki er verið að skoða hvort það henti að viðhalds- og öryggisverkefni séu hluti af Hverfinu mínu þar sem að athugasemdir hafa borist hvað það varðar – en rétt er að halda því til haga að það var að ósk borgarbúa að þeim væri aftur bætt inn eftir breytingar þar á hér um árið. Öllum ábendingum um breytingar á Hverfinu mínu er vel tekið í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði sem er með verkefnið til endurskoðunar. Hverfið mitt er einn vettvangur af mörgum sem stendur íbúum Reykjavíkur til boða til þess að taka þátt í lýðræðislegu samtali við borgaryfirvöld, hafa áhrif og koma góðum hugmyndum til leiðar. Ábendingavefurinn er annar og með nýlegum betrumbótum á honum og auknu aðgengi hefur aðsóknin aukist úr tugum ábendinga á ári yfir í mörg þúsund ábendingar. Íbúaráðin eru líka mjög viðamikill vettvangur íbúalýðræðis sem við væntum mikils af en þau eru nýfarin af stað og eru nú skipuð íbúum beint úr hverfunum án milligöngu borgarstjórnar í fyrsta sinn. Þar að auki verða þau nú skipuð einum slembivöldum fulltrúa úr hverju hverfi sem er gríðarlega spennandi leið til að ná til enn breiðari hóps borgarbúa – líka þeirra sem myndu annars ekki bjóða sig fram til félags- eða stjórnmálastarfa. Þetta eru ólíkar leiðir til þess að ná til ólíkra hópa og bara örfá dæmi. Mín skilaboð eru: Taktu þátt! Vertu með! Þannig verður borgin okkar enn betri.Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Í dag er síðasti dagurinn til að taka þátt í hverfakosningunum Hverfið mitt sem fara fram í 8. sinn. Hvernig vilt þú sjá hverfið þitt þróast? Þú mátt ráða! Ár hvert hafa borgarbúar tæpan hálfan milljarð króna til þess að forgangsraða þeim hugmyndum sem þeim þykir mestur virðisauki í til viðbótar við aðrar fjárfestingar og viðhaldaáætlanir í hverfunum. Án verkefnisins Hverfið mitt væri þetta tækifæri ekki til staðar með þessum hætti. Við viljum að þú ráðir. Íbúar í hverfunum þekkja sitt nærsamfélag best og þrátt fyrir að borgin sé með sínar viðhaldsáætlanir, umferðaröryggisáætlanir og önnur góð plön sem hún fylgir til þess að bæta öryggi, innviði og aðbúnað í hverfum borgarinnar þá er það stundum þannig að borgarbúinn vill forgangsraða öðruvísi en yfirvöld hafa ákveðið að gera og ástæður þess geta verið margar. Hér er verið að rétta þér tækifæri til að velja! Hugmyndirnar koma frá íbúunum og þeim er forgangsraðað af íbúunum. Lýðræðið í Reykjavík er í stöðugri þróun því við viljum sífellt vera að gera betur. Í vor var starfshópur skipaður um framtíðarþróun lýðræðisverkefna Reykjavíkurborgar og mun sá fljótlega skila sínum niðurstöðum. Vilji er til þess að ná enn betra samtali við þig sem leggur fram þínar tillögur – til þess að ganga enn lengra til að geta látið þær verða að veruleika á besta mögulega hátt og er þetta eitt af viðfangsefnum starfshópsins. Að auki er verið að skoða hvort það henti að viðhalds- og öryggisverkefni séu hluti af Hverfinu mínu þar sem að athugasemdir hafa borist hvað það varðar – en rétt er að halda því til haga að það var að ósk borgarbúa að þeim væri aftur bætt inn eftir breytingar þar á hér um árið. Öllum ábendingum um breytingar á Hverfinu mínu er vel tekið í mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði sem er með verkefnið til endurskoðunar. Hverfið mitt er einn vettvangur af mörgum sem stendur íbúum Reykjavíkur til boða til þess að taka þátt í lýðræðislegu samtali við borgaryfirvöld, hafa áhrif og koma góðum hugmyndum til leiðar. Ábendingavefurinn er annar og með nýlegum betrumbótum á honum og auknu aðgengi hefur aðsóknin aukist úr tugum ábendinga á ári yfir í mörg þúsund ábendingar. Íbúaráðin eru líka mjög viðamikill vettvangur íbúalýðræðis sem við væntum mikils af en þau eru nýfarin af stað og eru nú skipuð íbúum beint úr hverfunum án milligöngu borgarstjórnar í fyrsta sinn. Þar að auki verða þau nú skipuð einum slembivöldum fulltrúa úr hverju hverfi sem er gríðarlega spennandi leið til að ná til enn breiðari hóps borgarbúa – líka þeirra sem myndu annars ekki bjóða sig fram til félags- eða stjórnmálastarfa. Þetta eru ólíkar leiðir til þess að ná til ólíkra hópa og bara örfá dæmi. Mín skilaboð eru: Taktu þátt! Vertu með! Þannig verður borgin okkar enn betri.Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar