Þörf á gagnsæi Davíð Stefánsson skrifar 16. nóvember 2019 11:00 Flestum var brugðið við frétt vikunnar um Samherjamálið. Málið hverfist um viðamikinn gagnaleka og uppljóstrun fyrrverandi starfsmanns félagsins um greiðslur hundraða milljóna í mútur til erlendra ráðamanna fyrir aðgang að þarlendum fiskveiðikvótum. Starfsmaðurinn sagði sig og fyrirtækið hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi til að græða á auðlindum fátæks lands og mergsjúga fjármuni þaðan. Það eru mjög alvarlegar ásakanir. Allt frá árinu 1998 hefur verið saknæmt að bera mútur á erlenda opinbera starfsmenn og lögsaga í slíkum málum er víðtæk. Viðurlög eru hörð við mútubrotum Flestir hljóta að vera sammála því að Samherjamálið sæti ítarlegri skoðun þar til bærra yfirvalda. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Málið er komið til rannsóknar héraðssaksóknara og nauðsynlegt að hann fái ráðrúm og fjármuni til ítarlegrar rannsóknar. Íslenskur sjávarútvegur hefur verið í forystu í þekkingaruppbyggingu víða um heim. Útflutningur kraftmikilla fyrirtækja í útvegi og tækniþjónustu sjávarútvegs hefur ekki einungis leitt lífskjör hér heldur víðar. Þessi útflutningur hvílir á góðum samskiptum. Þau hvíla á trúverðugleika og trausti. Þessir atburðir og umfjöllun um þá á innlendum sem erlendum vettvangi hljóta að vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt athafnalíf. Heiðarleiki, traust og gott orðspor er mikilvæg auðlind, ekki síður en orka landsins eða fiskimið. Mikilvægt er að Íslendingar skynji ábyrgð sína sem forystuþjóð í sjávarútvegi og leiti allra leiða til að svona atburðir endurtaki sig ekki. Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði felur í sér leiðarljós gagnsæis, aga og ríkar kröfur um vandaða starfshætti. Þá getur skráning aukið kröfur um fjárhagsupplýsingar, skýrt betur hagsmunatengsl og bætt þannig eftirlit. Það er skynsamlegt – og líklegra til samfélagssáttar og betri starfshátta – að fyrirtæki sem sýsla með stærstu auðlindir þjóðarinnar og geta haft mikil áhrif á orðspor hennar, skoði dreifða eignaraðild og skráningu á hlutabréfamarkaði. Í stað krafna um frystingu fyrirtækjaeigna og upphrópana um spillingu og ógagnsæi ættu menn að hvetja til þess að leið markaðarins sé nýtt til að skapa meira traust og setja fyrirtæki sem þessi á markað. Það færi betur á því að atvinnulífið tæki þannig frumkvæði fremur en að löggjafinn neyði menn til betri starfshátta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Flestum var brugðið við frétt vikunnar um Samherjamálið. Málið hverfist um viðamikinn gagnaleka og uppljóstrun fyrrverandi starfsmanns félagsins um greiðslur hundraða milljóna í mútur til erlendra ráðamanna fyrir aðgang að þarlendum fiskveiðikvótum. Starfsmaðurinn sagði sig og fyrirtækið hafa stundað skipulagða glæpastarfsemi til að græða á auðlindum fátæks lands og mergsjúga fjármuni þaðan. Það eru mjög alvarlegar ásakanir. Allt frá árinu 1998 hefur verið saknæmt að bera mútur á erlenda opinbera starfsmenn og lögsaga í slíkum málum er víðtæk. Viðurlög eru hörð við mútubrotum Flestir hljóta að vera sammála því að Samherjamálið sæti ítarlegri skoðun þar til bærra yfirvalda. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Málið er komið til rannsóknar héraðssaksóknara og nauðsynlegt að hann fái ráðrúm og fjármuni til ítarlegrar rannsóknar. Íslenskur sjávarútvegur hefur verið í forystu í þekkingaruppbyggingu víða um heim. Útflutningur kraftmikilla fyrirtækja í útvegi og tækniþjónustu sjávarútvegs hefur ekki einungis leitt lífskjör hér heldur víðar. Þessi útflutningur hvílir á góðum samskiptum. Þau hvíla á trúverðugleika og trausti. Þessir atburðir og umfjöllun um þá á innlendum sem erlendum vettvangi hljóta að vera mikið áhyggjuefni fyrir íslenskt athafnalíf. Heiðarleiki, traust og gott orðspor er mikilvæg auðlind, ekki síður en orka landsins eða fiskimið. Mikilvægt er að Íslendingar skynji ábyrgð sína sem forystuþjóð í sjávarútvegi og leiti allra leiða til að svona atburðir endurtaki sig ekki. Skráning sjávarútvegsfyrirtækja á hlutabréfamarkaði felur í sér leiðarljós gagnsæis, aga og ríkar kröfur um vandaða starfshætti. Þá getur skráning aukið kröfur um fjárhagsupplýsingar, skýrt betur hagsmunatengsl og bætt þannig eftirlit. Það er skynsamlegt – og líklegra til samfélagssáttar og betri starfshátta – að fyrirtæki sem sýsla með stærstu auðlindir þjóðarinnar og geta haft mikil áhrif á orðspor hennar, skoði dreifða eignaraðild og skráningu á hlutabréfamarkaði. Í stað krafna um frystingu fyrirtækjaeigna og upphrópana um spillingu og ógagnsæi ættu menn að hvetja til þess að leið markaðarins sé nýtt til að skapa meira traust og setja fyrirtæki sem þessi á markað. Það færi betur á því að atvinnulífið tæki þannig frumkvæði fremur en að löggjafinn neyði menn til betri starfshátta.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun