450 alþjóðlegir kvenleiðtogar ræða málin í Hörpu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 13:59 Hluti þeirra kvenleiðtoga sem sækja heimsþingið heimsóttu Alþingi í morgun. Alþingi Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, forsetaframbjóðandi í Nígeríu og 10 ára aðgerðasinni frá Sýrlandi eru meðal þeirra um 450 kvenleiðtogar frá yfir 100 löndum sækja heimsþing um jafnréttismál sem hefst í Hörpu á morgun. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir konur til að ræða og finna leiðir til að takast á við ýmsar áskoranir sem heimsbyggðin stendur frami fyrir að því er haft er eftir Silvönu Koch-Mehrin, forseta og stafnanda WPL í fréttatilkynningu. „Til að flýta aðgerðum hefur Heimsþingið ákveðið að hrinda úr vör aðgerðaáætlun þar sem innlendir og erlendir samstarfsaðilar taka þátt í samkomulagi um beinar aðgerðir sem verða kynntar á þinginu,“ er haft eftir Koch-Mehrin. Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi en að henni standa samtökin Women Leaders Global Forum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi auk annarra alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari þingsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra er stjórnarformaður WPL. „Að Heimsþing kvenleiðtoga eigi heimili sitt á Íslandi er mjög mikilvægt, ekki aðeins fyrir þann stóra hóp kvenleiðtoga úr stjórnmálum, viðskiptum og víðar sem koma til að deila reynslu sinni, leiðum og lausnum, heldur einnig fyrir Ísland til að miðla af því sem vel hefur reynst hér til að jafna tækifæri kynjanna,“ er haft eftir Hönnu Birnu í tilkynningunni. Þótt ráðstefnan hefjist formlega ekki fyrr en á morgun er einnig dagskrá í dag. Hluti af hópnum heimsótti til að mynda Alþingi í morgun og síðdegis í dag verður móttaka á Bessastöðum fyrir gesti ráðstefnunnar en nánar má lesa um dagskrána hér. Á þinginu verða jafnframt veittar sérstakar jafnréttisviðurkenningar til tuttugu aðila sem hafa náð árangri í jafnréttismálum víða um heim. Þá verða kynntar niðurstöður mælingar á viðhorfum tíu þúsund einstaklinga víða að úr heiminum til kvenna og karla í ólíkum leiðtogahlutverkum. Alþingi Jafnréttismál Reykjavík Utanríkismál Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Sjá meira
Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, forsetaframbjóðandi í Nígeríu og 10 ára aðgerðasinni frá Sýrlandi eru meðal þeirra um 450 kvenleiðtogar frá yfir 100 löndum sækja heimsþing um jafnréttismál sem hefst í Hörpu á morgun. Markmiðið með þinginu er að skapa vettvang fyrir konur til að ræða og finna leiðir til að takast á við ýmsar áskoranir sem heimsbyggðin stendur frami fyrir að því er haft er eftir Silvönu Koch-Mehrin, forseta og stafnanda WPL í fréttatilkynningu. „Til að flýta aðgerðum hefur Heimsþingið ákveðið að hrinda úr vör aðgerðaáætlun þar sem innlendir og erlendir samstarfsaðilar taka þátt í samkomulagi um beinar aðgerðir sem verða kynntar á þinginu,“ er haft eftir Koch-Mehrin. Þetta er í annað sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi en að henni standa samtökin Women Leaders Global Forum í samstarfi við ríkisstjórn Íslands og Alþingi auk annarra alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands er sérstakur verndari þingsins. Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra er stjórnarformaður WPL. „Að Heimsþing kvenleiðtoga eigi heimili sitt á Íslandi er mjög mikilvægt, ekki aðeins fyrir þann stóra hóp kvenleiðtoga úr stjórnmálum, viðskiptum og víðar sem koma til að deila reynslu sinni, leiðum og lausnum, heldur einnig fyrir Ísland til að miðla af því sem vel hefur reynst hér til að jafna tækifæri kynjanna,“ er haft eftir Hönnu Birnu í tilkynningunni. Þótt ráðstefnan hefjist formlega ekki fyrr en á morgun er einnig dagskrá í dag. Hluti af hópnum heimsótti til að mynda Alþingi í morgun og síðdegis í dag verður móttaka á Bessastöðum fyrir gesti ráðstefnunnar en nánar má lesa um dagskrána hér. Á þinginu verða jafnframt veittar sérstakar jafnréttisviðurkenningar til tuttugu aðila sem hafa náð árangri í jafnréttismálum víða um heim. Þá verða kynntar niðurstöður mælingar á viðhorfum tíu þúsund einstaklinga víða að úr heiminum til kvenna og karla í ólíkum leiðtogahlutverkum.
Alþingi Jafnréttismál Reykjavík Utanríkismál Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Sjá meira
Fjögur hundruð kvenleiðtogar funda í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga var sett í Silfurbergi í Hörpu kl. 9.30 í dag með ávarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætirsráðherra. 27. nóvember 2018 10:03