Vildu sleppa við 250 þúsund krónurnar en þurfa nú að borga milljón Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 11:25 Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Mynd er úr safni. Vísir/vilhelm Íslenska ríkið var í morgun sýknað af kröfum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem vildi fá úrskurð um 250 þúsund króna málskostnað, sem félaginu var gert að greiða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, felldan úr gildi. FÍH var dæmt til að greiða ríkinu 750 þúsund krónur í málskostnað, ofan á upphaflega málskostnaðinn. Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Þeir töldu að heilsugæslan bryti lög þar sem laun þeirra væru lægri en þriggja karlkyns lækna, sem einnig voru svæðisstjórar. Málið var í tvígang tilkynnt til kærunefndar jafnréttismála. Í fyrra skiptið var því vísað frá en í seinna skiptið, í nóvember 2018, komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að heilsugæslan hefði ekki brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna. Kröfunni var hafnað með þeim rökum að í ljósi upplýsinga um að fimm kvenkyns læknar, sem einnig ynnu sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni, nytu sömu eða betri kjara en karlarnir. Þá teldi nefndin það ekki eiga við rök að styðjast að kynbundinn launamunur væri milli karlanna og kvenkyns hjúkrunarfræðinganna. Einnig var talið að fyrirliggjandi launamunur milli læknanna og hjúkrunarfræðinganna styddist við málefnaleg rök vegna ólíkra klínískra starfa sem þessir hópar sinntu. FÍH var dæmt til þess að greiða heilsugæslunni 250 þúsund krónur í málskostnað, þar sem kæran væri bersýnilega tilefnislaus. FÍH krafðist þess í kjölfarið að ákvæðið um málskostnaðinn yrði fellt niður, á grundvelli þess að kæran hefði ekki verið „bersýnilega tilefnislaus“ og kærunefndin hafi því ekki haft heimild til að fallast á málskostnaðarkröfu heilsugæslunnar. Ríkið, sem málefni heilsugæslunnar falla undir, benti á fyrir dómi að sá samanburður sem FÍH hefði kosið að stilla upp í málinu fyrir kærunefndinni, þ.e. að bera saman fimm kvenkyns hjúkrunarfræðinga við þrjá karlkyns lækna, sé „einkar villandi og misvísandi“. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að um bersýnilega tilefnislausa kæru væri að ræða og kærunefndin hafi því haft heimild til að úrskurða um kostnaðinn. Ríkið var því sýknað af kröfum FÍH og félaginu jafnframt gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað, til viðbótar við upphaflegu 250 þúsund krónurnar.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Jafnréttismál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira
Íslenska ríkið var í morgun sýknað af kröfum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sem vildi fá úrskurð um 250 þúsund króna málskostnað, sem félaginu var gert að greiða Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, felldan úr gildi. FÍH var dæmt til að greiða ríkinu 750 þúsund krónur í málskostnað, ofan á upphaflega málskostnaðinn. Málið snýst upphaflega um fimm hjúkrunarfræðinga sem ráðnir voru sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni. Þeir töldu að heilsugæslan bryti lög þar sem laun þeirra væru lægri en þriggja karlkyns lækna, sem einnig voru svæðisstjórar. Málið var í tvígang tilkynnt til kærunefndar jafnréttismála. Í fyrra skiptið var því vísað frá en í seinna skiptið, í nóvember 2018, komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að heilsugæslan hefði ekki brotið gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna. Kröfunni var hafnað með þeim rökum að í ljósi upplýsinga um að fimm kvenkyns læknar, sem einnig ynnu sem svæðisstjórar hjá heilsugæslunni, nytu sömu eða betri kjara en karlarnir. Þá teldi nefndin það ekki eiga við rök að styðjast að kynbundinn launamunur væri milli karlanna og kvenkyns hjúkrunarfræðinganna. Einnig var talið að fyrirliggjandi launamunur milli læknanna og hjúkrunarfræðinganna styddist við málefnaleg rök vegna ólíkra klínískra starfa sem þessir hópar sinntu. FÍH var dæmt til þess að greiða heilsugæslunni 250 þúsund krónur í málskostnað, þar sem kæran væri bersýnilega tilefnislaus. FÍH krafðist þess í kjölfarið að ákvæðið um málskostnaðinn yrði fellt niður, á grundvelli þess að kæran hefði ekki verið „bersýnilega tilefnislaus“ og kærunefndin hafi því ekki haft heimild til að fallast á málskostnaðarkröfu heilsugæslunnar. Ríkið, sem málefni heilsugæslunnar falla undir, benti á fyrir dómi að sá samanburður sem FÍH hefði kosið að stilla upp í málinu fyrir kærunefndinni, þ.e. að bera saman fimm kvenkyns hjúkrunarfræðinga við þrjá karlkyns lækna, sé „einkar villandi og misvísandi“. Dómurinn komst loks að þeirri niðurstöðu að um bersýnilega tilefnislausa kæru væri að ræða og kærunefndin hafi því haft heimild til að úrskurða um kostnaðinn. Ríkið var því sýknað af kröfum FÍH og félaginu jafnframt gert að greiða 750 þúsund krónur í málskostnað, til viðbótar við upphaflegu 250 þúsund krónurnar.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Jafnréttismál Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Sjá meira