Með Palestínumönnum gegn kúgun Drífa Snædal skrifar 4. nóvember 2019 13:34 Verkamaður í Palestínu sem vinnur í Ísrael þarf að vakna um miðja nótt til að koma sér að aðskilnaðarmúrnum þar sem oft tekur þrjá klukkutíma að koma sér í gegnum öryggishliðið. Hann vinnur kannski í átta tíma og svo tekur múrinn og samskonar bið við á heimleiðinni. Með ferðatímanum er viðkomandi heppinn ef hann nær heilum nætursvefni á milli þess sem hann vinnur og kemur sér í og úr vinnu. Fá atvinnuleyfi eru gefin út og gjarnan þarf að greiða miðlurum meira en helming launa sinna fyrir slíkt leyfi. Palestínumenn vinna hættulegustu og lægst launuðu störfin í Ísrael. Palestínskar konur eru heppnar ef þær fá vinnu yfir höfuð. Palestínumenn mega bara keyra á verri götunum, þeir hafa ekki aðgang að eigin vatnsbólum, ferðafrelsi þeirra er háð Ísraelsmönnum og ef þeir tjá sig um ranglætið getur frelsið verið skert enn frekar. Þetta er staða þeirra sem búa á Vestubakkanum, staða Palestínumanna á Gaza er miklu verri enda það svæði kallað stærsta fangelsi í heimi. Stöðu Palestínumanna má líkja við stöðu blökkumanna í Suður Afríku þegar aðskilnaðarstefnan var þar við lýði. Þeir eru hraktir til að búa á harðbýlustu svæðunum, verða fyrir endalausri hversdagslegri kúgun og litið er á þá sem ódýrt vinnuafl. Stöðugt er þrengt að landi þeirra með svokölluðum landnámsbyggðum Ísraela sem væri réttara að kalla landránsbyggðir. Alþýðusamband Íslands skipulagði ferð til Palestínu fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa og þar hittum við palestínsk systursamtök, friðarsamtök, kvennasamtök, palestínsk stjórnvöld og fjölda annarra sem vinna að því að ljúka upp augum heimsins fyrir ástandinu og vinna að bættum hag. Allir sem við töluðum við lögðu áherslu á friðsama baráttu en áhrifaríkasta baráttuaðferðin er efnahagsleg í gegnum viðskiptabann. Það minnsta sem við getum gert er að kynna okkur ástandið og standa með félögum okkar í Palestínu, vinnandi fólki sem er eins og fólk alls staðar annars staðar í heiminum. Það vill búa við frið, öryggi, mannréttindi og virðingu. Ég hvet lesendur til að kynna sér starfsemi alþjóðlegu BDS-hreyfingarinnar: https://bdsmovement.net/Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Verkamaður í Palestínu sem vinnur í Ísrael þarf að vakna um miðja nótt til að koma sér að aðskilnaðarmúrnum þar sem oft tekur þrjá klukkutíma að koma sér í gegnum öryggishliðið. Hann vinnur kannski í átta tíma og svo tekur múrinn og samskonar bið við á heimleiðinni. Með ferðatímanum er viðkomandi heppinn ef hann nær heilum nætursvefni á milli þess sem hann vinnur og kemur sér í og úr vinnu. Fá atvinnuleyfi eru gefin út og gjarnan þarf að greiða miðlurum meira en helming launa sinna fyrir slíkt leyfi. Palestínumenn vinna hættulegustu og lægst launuðu störfin í Ísrael. Palestínskar konur eru heppnar ef þær fá vinnu yfir höfuð. Palestínumenn mega bara keyra á verri götunum, þeir hafa ekki aðgang að eigin vatnsbólum, ferðafrelsi þeirra er háð Ísraelsmönnum og ef þeir tjá sig um ranglætið getur frelsið verið skert enn frekar. Þetta er staða þeirra sem búa á Vestubakkanum, staða Palestínumanna á Gaza er miklu verri enda það svæði kallað stærsta fangelsi í heimi. Stöðu Palestínumanna má líkja við stöðu blökkumanna í Suður Afríku þegar aðskilnaðarstefnan var þar við lýði. Þeir eru hraktir til að búa á harðbýlustu svæðunum, verða fyrir endalausri hversdagslegri kúgun og litið er á þá sem ódýrt vinnuafl. Stöðugt er þrengt að landi þeirra með svokölluðum landnámsbyggðum Ísraela sem væri réttara að kalla landránsbyggðir. Alþýðusamband Íslands skipulagði ferð til Palestínu fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa og þar hittum við palestínsk systursamtök, friðarsamtök, kvennasamtök, palestínsk stjórnvöld og fjölda annarra sem vinna að því að ljúka upp augum heimsins fyrir ástandinu og vinna að bættum hag. Allir sem við töluðum við lögðu áherslu á friðsama baráttu en áhrifaríkasta baráttuaðferðin er efnahagsleg í gegnum viðskiptabann. Það minnsta sem við getum gert er að kynna okkur ástandið og standa með félögum okkar í Palestínu, vinnandi fólki sem er eins og fólk alls staðar annars staðar í heiminum. Það vill búa við frið, öryggi, mannréttindi og virðingu. Ég hvet lesendur til að kynna sér starfsemi alþjóðlegu BDS-hreyfingarinnar: https://bdsmovement.net/Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar