Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2019 21:45 E. Jean Carroll. AP/Craig Ruttle Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. E. Jean Carroll sakaði Trump í sumar um nauðgun sem á að hafa átt sér stað í lok ársins 1995 eða upphafi 1996. Hún sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar.Sjá einnig: Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgunTrump sjálfur sagði í sumar að Carroll væri að ljúga og hún væri „ekki hans týpa“. Þá neitar hann því að hafa yfir höfuð hitt hana og Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir Carrlol reyna að auðgast á ásökununum. Málshöfðun Carroll snýr að því að Trump hafi neitað ásökununum opinberlega og sakað Carroll um lygar. „Leyfið mér að ná utan um þetta. Carroll er að höfða mál gegn forsetanum fyrir að verja sig gegn fölskum ásökunum?“ sagði Grisham við blaðamenn í dag. Sakaði hún Carroll um að reyna að auðgast á ásökunum þessum, þar sem hún hafi ekkert hagnast á bók sem hún gaf út í sumar.„Þessi saga sem hún reyndi að nota til að selja þessa drasl bók sína átti sér aldrei stað, punktur,“ sagði Grisham. „Frásögn hennar heldur engu vatni ef þið hafið reynt að máta föt í mannmergð í svona verslun. Lögsóknin er lítilvæg og sagan sjálf er fölsk, eins og höfundurinn.“ Kærur sem þessar eru algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Trump stendur til dæmis frammi fyrir öðru meiðyrðamáli þar sem Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþáttum Trump, The Apprentice, sakaði Trump um kynferðisbrot árið 2016. Hann sagði hana vera að ljúga og þá kærði hún hann fyrir meiðyrði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. E. Jean Carroll sakaði Trump í sumar um nauðgun sem á að hafa átt sér stað í lok ársins 1995 eða upphafi 1996. Hún sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar.Sjá einnig: Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgunTrump sjálfur sagði í sumar að Carroll væri að ljúga og hún væri „ekki hans týpa“. Þá neitar hann því að hafa yfir höfuð hitt hana og Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir Carrlol reyna að auðgast á ásökununum. Málshöfðun Carroll snýr að því að Trump hafi neitað ásökununum opinberlega og sakað Carroll um lygar. „Leyfið mér að ná utan um þetta. Carroll er að höfða mál gegn forsetanum fyrir að verja sig gegn fölskum ásökunum?“ sagði Grisham við blaðamenn í dag. Sakaði hún Carroll um að reyna að auðgast á ásökunum þessum, þar sem hún hafi ekkert hagnast á bók sem hún gaf út í sumar.„Þessi saga sem hún reyndi að nota til að selja þessa drasl bók sína átti sér aldrei stað, punktur,“ sagði Grisham. „Frásögn hennar heldur engu vatni ef þið hafið reynt að máta föt í mannmergð í svona verslun. Lögsóknin er lítilvæg og sagan sjálf er fölsk, eins og höfundurinn.“ Kærur sem þessar eru algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Trump stendur til dæmis frammi fyrir öðru meiðyrðamáli þar sem Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþáttum Trump, The Apprentice, sakaði Trump um kynferðisbrot árið 2016. Hann sagði hana vera að ljúga og þá kærði hún hann fyrir meiðyrði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira