Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2019 23:21 E Jean Carroll á viðburði árið 2006. Vísir/Getty Bandarískur pistlahöfundur sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á tíunda áratugnum. Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. E Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í dag. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Eftir um þrjár mínútur hafi Carroll tekist að hrinda honum af sér og náð að koma sér út úr versluninni. Í greininni er haft eftir tveimur vinkonum Carroll, ónefndum en virtum blaðamönnum, að hún hafi sagt þeim frá árásinni. Þær muni vel eftir frásögninni og hafi jafnframt hvatt hana til að tilkynna málið til lögreglu á sínum tíma.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi.WH/GettyTrump, sem hefur verið um fimmtugt og giftur Mörlu Marples, annarri eiginkonu sinni, þegar atvikið átti sér stað sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun?? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ Í grein Carroll er þó að finna mynd sem tekin er árið 1987 en á myndinni má sjá Carroll og Trump, ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Ivönku. Því virðist sem Trump hafi vissulega hitt Carroll, þvert á yfirlýsingu hans frá því í dag.Skjáskot af grein Carroll þar sem sjá má umrædda mynd.Trump hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu ár. Í því samhengi má rifja upp myndband sem Washington Post birti af Trump í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna haustið 2016, þar sem hann heyrðist stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær. Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður framboðsins segir Trump hafa kysst sig Kona á fimmtugsaldri hefur höfðað mál gegn forsetaframboði Donalds Trump, meðal annars vegna atviks sem hún segir að hafi átt sér stað utan við kosningafund á Flórída árið 2016. 25. febrúar 2019 16:08 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Bandarískur pistlahöfundur sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi á tíunda áratugnum. Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. E Jean Carroll setur ásakanir sínar fram í grein sem birtist í tímaritinu New York Magazine í dag. Þar lýsir hún því þegar hún hitti Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle.Sjá einnig: Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar. Eftir um þrjár mínútur hafi Carroll tekist að hrinda honum af sér og náð að koma sér út úr versluninni. Í greininni er haft eftir tveimur vinkonum Carroll, ónefndum en virtum blaðamönnum, að hún hafi sagt þeim frá árásinni. Þær muni vel eftir frásögninni og hafi jafnframt hvatt hana til að tilkynna málið til lögreglu á sínum tíma.Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið sakaður um kynferðisofbeldi.WH/GettyTrump, sem hefur verið um fimmtugt og giftur Mörlu Marples, annarri eiginkonu sinni, þegar atvikið átti sér stað sagðist í yfirlýsingu „aldrei hafa hitt þessa manneskju á ævi minni“, og átti þar við Carroll. Þá ýjaði forsetinn einnig að því að Carroll væri útsendari demókrataflokksins. „Engar myndir? Engar upptökur úr öryggismyndavélum? Engin myndbönd? Engin umfjöllun?? Ekkert afgreiðslufólk í grenndinni? Ég vil þakka Bergdorf Goodman fyrir að staðfesta að þeir eigi engar upptökur af þessu atviki, vegna þess að það átti sér aldrei stað.“ Í grein Carroll er þó að finna mynd sem tekin er árið 1987 en á myndinni má sjá Carroll og Trump, ásamt þáverandi eiginkonu sinni, Ivönku. Því virðist sem Trump hafi vissulega hitt Carroll, þvert á yfirlýsingu hans frá því í dag.Skjáskot af grein Carroll þar sem sjá má umrædda mynd.Trump hefur ítrekað verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi síðustu ár. Í því samhengi má rifja upp myndband sem Washington Post birti af Trump í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna haustið 2016, þar sem hann heyrðist stæra sig af því að komast upp með að káfa á konum og kyssa þær.
Bandaríkin Donald Trump Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Fyrrverandi starfsmaður framboðsins segir Trump hafa kysst sig Kona á fimmtugsaldri hefur höfðað mál gegn forsetaframboði Donalds Trump, meðal annars vegna atviks sem hún segir að hafi átt sér stað utan við kosningafund á Flórída árið 2016. 25. febrúar 2019 16:08 Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31 Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður framboðsins segir Trump hafa kysst sig Kona á fimmtugsaldri hefur höfðað mál gegn forsetaframboði Donalds Trump, meðal annars vegna atviks sem hún segir að hafi átt sér stað utan við kosningafund á Flórída árið 2016. 25. febrúar 2019 16:08
Trump stærði sig af því að komast upp með að káfa á konum Myndband af Donald Trump tala um konur með grófum hætti hefur verið birt af Washington Post. 7. október 2016 21:31
Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við sambærilegum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 22. október 2017 22:00