Útlit fyrir að fastir vextir íbúðalána hækki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 7. nóvember 2019 06:00 Íslenskir fasteignaeigendur gætu þurft að greiða hærri vexti á næstunni. Fréttablaðið/Ernir Útlit er fyrir að fastir vextir íbúðalána muni hækka þrátt fyrir vaxtalækkunina sem Seðlabanki Íslands greindi frá í gær, að sögn Agnars Tómasar Möller, sjóðsstjóra hjá Júpíter. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að lækka vexti bankans um 0,25 prósent og verða meginvextirnir því þrjú prósent. Vextir bankans hafa lækkað um 1,5 prósent frá því í maí á þessu ári. Skýrt kom fram í tali seðlabankastjóra og aðalhagfræðings að ekki væri útlit fyrir frekari vaxtalækkanir, gangi spár bankans eftir. Þótt vextir Seðlabankans hafa lækkað líkt og búist var við, fóru skilaboðin öfugt ofan í skuldabréfamarkaðinn. „Viðbrögð markaðarins hafa verið á þá leið að raunvextir hafa hækkað nokkuð skarpt, ekki síst á sértryggðum skuldabréfum og öðrum vel tryggum skuldabréfum, og því má reikna með að fastir vextir íbúðalána geti tekið að hækka á ný á næstunni sem og vextir fyrirtækja sem hyggjast fjármagna sig á skuldabréfamarkaði,“ segir Agnar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að á sama tíma og Seðlabankinn sé að lækka vexti sé hann einnig að senda skýr skilaboð um að raunvaxtaaðhald muni ekki lækka horft fram á veginn. Aðhaldsstig Seðlabankans hverju sinni er mælt með svokölluðum virkum vöxtum Seðlabankans að frádreginni verðbólgu, það er svokallað raunvaxtastig peningastefnunnar. Agnar segir að aðstæður í hagkerfinu hér heima og erlendis stýri að mestu hvert hæfilegt aðhaldsstig sé hverju sinni ásamt verðbólguvæntingum. Hann bendir á að bankinn spái 2,2 prósenta verðbólgu eftir eitt ár sem er aðeins hærra en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til sama tíma. „Haldist vextir bankans óbreyttir og verðbólguspá bankans og markaðarins rætist, mun því raunvaxtaaðhald bankans vera um 0,8 prósent, og reyndar nokkuð hærra því virkir vextir eru í dag hærri en þriggja prósenta viðmið Seðlabankans. Síðastliðin tvö ár hefur raunvaxtastig bankans verið um 1,05 prósent að meðaltali, og því er ekki hægt að segja að aðhald bankans sé að minnka mikið. Auk þess eru vaxtalækkanir bankans einungis að hluta að miðlast í lánskjör heimila og fyrirtækja,“ segir Agnar. „Ég held að bankinn sé ekki að lesa rétt í stöðuna, sérstaklega þá örvun sem núverandi vaxtastig er að gefa hagkerfinu. Það er ofsögum sagt að vaxtalækkanir bankans séu að styðja mikið við hagkerfið enda munu raunvextir bankans að óbreyttu lítið lækka.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Íslenskir bankar Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira
Útlit er fyrir að fastir vextir íbúðalána muni hækka þrátt fyrir vaxtalækkunina sem Seðlabanki Íslands greindi frá í gær, að sögn Agnars Tómasar Möller, sjóðsstjóra hjá Júpíter. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í gær að lækka vexti bankans um 0,25 prósent og verða meginvextirnir því þrjú prósent. Vextir bankans hafa lækkað um 1,5 prósent frá því í maí á þessu ári. Skýrt kom fram í tali seðlabankastjóra og aðalhagfræðings að ekki væri útlit fyrir frekari vaxtalækkanir, gangi spár bankans eftir. Þótt vextir Seðlabankans hafa lækkað líkt og búist var við, fóru skilaboðin öfugt ofan í skuldabréfamarkaðinn. „Viðbrögð markaðarins hafa verið á þá leið að raunvextir hafa hækkað nokkuð skarpt, ekki síst á sértryggðum skuldabréfum og öðrum vel tryggum skuldabréfum, og því má reikna með að fastir vextir íbúðalána geti tekið að hækka á ný á næstunni sem og vextir fyrirtækja sem hyggjast fjármagna sig á skuldabréfamarkaði,“ segir Agnar í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að á sama tíma og Seðlabankinn sé að lækka vexti sé hann einnig að senda skýr skilaboð um að raunvaxtaaðhald muni ekki lækka horft fram á veginn. Aðhaldsstig Seðlabankans hverju sinni er mælt með svokölluðum virkum vöxtum Seðlabankans að frádreginni verðbólgu, það er svokallað raunvaxtastig peningastefnunnar. Agnar segir að aðstæður í hagkerfinu hér heima og erlendis stýri að mestu hvert hæfilegt aðhaldsstig sé hverju sinni ásamt verðbólguvæntingum. Hann bendir á að bankinn spái 2,2 prósenta verðbólgu eftir eitt ár sem er aðeins hærra en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til sama tíma. „Haldist vextir bankans óbreyttir og verðbólguspá bankans og markaðarins rætist, mun því raunvaxtaaðhald bankans vera um 0,8 prósent, og reyndar nokkuð hærra því virkir vextir eru í dag hærri en þriggja prósenta viðmið Seðlabankans. Síðastliðin tvö ár hefur raunvaxtastig bankans verið um 1,05 prósent að meðaltali, og því er ekki hægt að segja að aðhald bankans sé að minnka mikið. Auk þess eru vaxtalækkanir bankans einungis að hluta að miðlast í lánskjör heimila og fyrirtækja,“ segir Agnar. „Ég held að bankinn sé ekki að lesa rétt í stöðuna, sérstaklega þá örvun sem núverandi vaxtastig er að gefa hagkerfinu. Það er ofsögum sagt að vaxtalækkanir bankans séu að styðja mikið við hagkerfið enda munu raunvextir bankans að óbreyttu lítið lækka.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Íslenskir bankar Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fleiri fréttir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Sjá meira