Sláandi munur á Liverpool fyrir og eftir komu Van Dijk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. október 2019 08:30 Van Dijk í baráttunni við Marcus Rashford. Vísir/Getty Liverpool gerði Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni í heimi, á þeim tíma, í janúar á síðasta ári. Síðan þá hefur þessi 28 ára Hollendingur verið einn besti knattspyrnumaður í heimi. Munurinn á Liverpool í 61 leik fyrir komu Van Dijk og þeim 61 leik sem hann hefur leikið er hreint út sagt sláandi. Sky Sports bar saman 61 leik fyrir komu Van Dijk og svo þá 61 leik sem hann hefur leikið fyrir Liverpool. Það er þó vert að taka fram að koma markvarðarins Alisson frá Roma hefur einnig hjálpað til við að bæta varnarleik liðsins. Þá má einnig nefna félaga Van Dijk í miðverðinum, Joël Matip, en Kamerúninn með löngu lappirnar hefur blómstrað við hlið Hollendingsins. Fabinho, djúpi miðjumaður Liverpool, á einnig hrós skilið að ógleymdum mögnuðum sóknarbakvörðum liðsins, þeim Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson. Alls hefur Van Dijk leikið 61 leik fyrir Liverpool og því tók Sky saman tölfræði yfir síðusta 61 leik sem Liverpool lék áður en hann kom og þá leiki sem miðvörðurinn stóri og stæðilegi hefur leikið fyrir félagið.Ótrúlegur munur1. Sigurhlutfall liðsins hefur farið úr 57% upp í 75%. 2. Í 61 leik fyrir komu Van Dijk fékk Liverpool á sig 70 mörk, í 61 leik með Van Dijk er þessi tala komin niður í 32 mörk. 3. Liðið fór úr því að halda marki sínu hreinu 21 sinni yfir í að halda því hreinu 31 sinni. 4. Mistökum sem leiða til marka hefur fækkað úr 14 niður í fimm. 5. Að lokum hefur liðið farið úr því að fá á sig 17 mörk úr föstum leikatriðum niður í aðeins 11. Það er því ljóst að koma Van Dijk hefur gjörbylt leik Liverpool. Nú er bara að bíða og sjá hvort það dugi til að landa Englandsmeistaratitlinum sjálfum.@VirgilvDijk has started 60 of Liverpool’s 61 PL games since he signed in Jan 2018 - this is how they have performed compared to the 61 PL matches beforehand pic.twitter.com/5qaUS1LFE6 — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) October 20, 2019 Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ef ég væri Ole væri ég stoltur og pirraður José Mourinho, fyrrum þjálfari Manchester United, var á leik liðsins gegn Liverpool á Old Trafford í dag sem starfsmaður Sky Sports. Þar var hann ásamt þeim Roy Keane, Graeme Souness, Gary Neville, Jamie Carragher og Dave Jones. 20. október 2019 22:15 Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30 Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Liverpool gerði Virgil van Dijk að dýrasta varnarmanni í heimi, á þeim tíma, í janúar á síðasta ári. Síðan þá hefur þessi 28 ára Hollendingur verið einn besti knattspyrnumaður í heimi. Munurinn á Liverpool í 61 leik fyrir komu Van Dijk og þeim 61 leik sem hann hefur leikið er hreint út sagt sláandi. Sky Sports bar saman 61 leik fyrir komu Van Dijk og svo þá 61 leik sem hann hefur leikið fyrir Liverpool. Það er þó vert að taka fram að koma markvarðarins Alisson frá Roma hefur einnig hjálpað til við að bæta varnarleik liðsins. Þá má einnig nefna félaga Van Dijk í miðverðinum, Joël Matip, en Kamerúninn með löngu lappirnar hefur blómstrað við hlið Hollendingsins. Fabinho, djúpi miðjumaður Liverpool, á einnig hrós skilið að ógleymdum mögnuðum sóknarbakvörðum liðsins, þeim Trent Alexander-Arnold og Andrew Robertson. Alls hefur Van Dijk leikið 61 leik fyrir Liverpool og því tók Sky saman tölfræði yfir síðusta 61 leik sem Liverpool lék áður en hann kom og þá leiki sem miðvörðurinn stóri og stæðilegi hefur leikið fyrir félagið.Ótrúlegur munur1. Sigurhlutfall liðsins hefur farið úr 57% upp í 75%. 2. Í 61 leik fyrir komu Van Dijk fékk Liverpool á sig 70 mörk, í 61 leik með Van Dijk er þessi tala komin niður í 32 mörk. 3. Liðið fór úr því að halda marki sínu hreinu 21 sinni yfir í að halda því hreinu 31 sinni. 4. Mistökum sem leiða til marka hefur fækkað úr 14 niður í fimm. 5. Að lokum hefur liðið farið úr því að fá á sig 17 mörk úr föstum leikatriðum niður í aðeins 11. Það er því ljóst að koma Van Dijk hefur gjörbylt leik Liverpool. Nú er bara að bíða og sjá hvort það dugi til að landa Englandsmeistaratitlinum sjálfum.@VirgilvDijk has started 60 of Liverpool’s 61 PL games since he signed in Jan 2018 - this is how they have performed compared to the 61 PL matches beforehand pic.twitter.com/5qaUS1LFE6 — Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) October 20, 2019
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho: Ef ég væri Ole væri ég stoltur og pirraður José Mourinho, fyrrum þjálfari Manchester United, var á leik liðsins gegn Liverpool á Old Trafford í dag sem starfsmaður Sky Sports. Þar var hann ásamt þeim Roy Keane, Graeme Souness, Gary Neville, Jamie Carragher og Dave Jones. 20. október 2019 22:15 Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30 Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15 Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Scott McTominay sér ekki eftir neinu Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Sjá meira
Mourinho: Ef ég væri Ole væri ég stoltur og pirraður José Mourinho, fyrrum þjálfari Manchester United, var á leik liðsins gegn Liverpool á Old Trafford í dag sem starfsmaður Sky Sports. Þar var hann ásamt þeim Roy Keane, Graeme Souness, Gary Neville, Jamie Carragher og Dave Jones. 20. október 2019 22:15
Það VAR dramatík er Man Utd og Liverpool gerðu jafntefli Adam Lallana tryggði Liverpool stig með marki undir lok leiks er topplið ensku úrvalsdeildarinnar gerði 1-1 jafntefli við Manchester United á Old Trafford í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 20. október 2019 17:30
Chelsea með Eið Smára innanborðs eina liðið til að vinna fyrstu níu Fyrir leik Manchester United og Liverpool í dag var ljóst að Jürgen Klopp og hans menn gætu jafnað met sem Chelsea setti árið 2005 undir stjórn José Mourinho. Annað met sem Liverpool hefði getað jafnað var met Manchester City sem vann 18 leiki í röð. Fyrir leikinn í dag hafði Liverpool unnið 17 leiki í röð. 20. október 2019 19:15