Á hvaða vegferð erum við? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 21. október 2019 12:00 Stundum er gott að staldra við og velta fyrir sér á hvaða vegferð þetta samfélag er. 1. Samkvæmt fréttum helgarinnar vantar að minnsta kosti einn milljarð kr. til Landspítalans og standa nú yfir „umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum“ að sögn forstjóra spítalans. Á sama tíma þarf ríkið að afskrifa tvo milljarða í lendingargjöld hjá WOW og eigandi WOW selur 700 milljóna króna húsið sitt. 2. Nú í morgunsárið berast einnig fregnir að það á breyta samkeppnislögum, sem Hæstiréttur Bandaríkjanna kallaði á sínum tíma „stjórnarskrá atvinnulífsins“, með því að veikja samkeppniseftirlitið á kostnað almannahagsmuna. Á núna að fara að veikja eftirlitsstofnanir eins og var gert fyrir hrun? En nýverið var Fjármálaeftirlitið lagt niður og sett inn í Seðlabankann. Er ekki komið nóg af fákeppni og samþjöppun eigna á Íslandi nú þegar? Ríkustu 10% landsmanna eiga núna um 60% af öllu eigin fé Íslendinga. 3. Sala bankanna er einnig sett í forgang á meðan þessi ríkisstjórn situr enn við stjórnvölinn. Ríkisstjórninni hefur verið tíðrætt um þá áhættu sem ríkinu og þar að leiðandi skattgreiðendum er búið að, við að eiga hlut í fjármálafyrirtækjum. Ég vil hins vegar snúa þessu við hér. Lítum frekar á þá áhættu sem almenningur býr við þegar einkaaðilar reka nánast allt bankakerfið. Það tók einkarekið bankakerfi einungis 4 ár að keyra hér allt í heimsögulegt þrot. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að ríkið eigi einungis einn þriðja af einum þriðja fjármálakerfisins. 4. Kjaraviðræður við BSRB eru komnar í strand en BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna þar sem 2/3 eru konur. Á sama tíma gerir ríkistjórnin einungis ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun á meðan ríkisforstjórarnir hafa fengið 30-80% launahækkanir á 2 árum hjá þessari sömu ríkisstjórn. 5. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sýnir annars hvað skiptir þessa ríkisstjórn mestu máli. Þar er raunlækkun til framhaldsskóla, háskólastigsins, kvikmyndagerðar, hjálpartækja, endurhæfingarþjónustu, réttindagæslu fatlaðra, jafnréttissjóðs, þróunarsamvinnu, almennrar löggæslu, rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs, lýðheilsusjóðs, sprotasjóðs og raunlækkun til skógræktar svo fátt eitt sé nefnt. Afnám kr. á móti kr. hjá öryrkjum er enn ófjármagnað og aldraðir fá enga sérstaka viðbót. Og allt þetta er kórónað með sérstakri aðhaldskröfu á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. 6. En það er ekki einungis þetta sem lækkar í boði ríkisstjórnarinnar því þessi ríkisstjórn vill einnig lækka erfðafjárskatt og bankaskatt fyrir þá sem betur mega sín. Þá hefur upphæð veiðileyfagjalda lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkistjórn tók við völdum og enn stendur til að verja fjármagnseigendur, einn hópa, fyrir komandi verðbólguskoti. Verkin tala greinilega og skýrt hjá þessari ríkisstjórn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Sjá meira
Stundum er gott að staldra við og velta fyrir sér á hvaða vegferð þetta samfélag er. 1. Samkvæmt fréttum helgarinnar vantar að minnsta kosti einn milljarð kr. til Landspítalans og standa nú yfir „umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum“ að sögn forstjóra spítalans. Á sama tíma þarf ríkið að afskrifa tvo milljarða í lendingargjöld hjá WOW og eigandi WOW selur 700 milljóna króna húsið sitt. 2. Nú í morgunsárið berast einnig fregnir að það á breyta samkeppnislögum, sem Hæstiréttur Bandaríkjanna kallaði á sínum tíma „stjórnarskrá atvinnulífsins“, með því að veikja samkeppniseftirlitið á kostnað almannahagsmuna. Á núna að fara að veikja eftirlitsstofnanir eins og var gert fyrir hrun? En nýverið var Fjármálaeftirlitið lagt niður og sett inn í Seðlabankann. Er ekki komið nóg af fákeppni og samþjöppun eigna á Íslandi nú þegar? Ríkustu 10% landsmanna eiga núna um 60% af öllu eigin fé Íslendinga. 3. Sala bankanna er einnig sett í forgang á meðan þessi ríkisstjórn situr enn við stjórnvölinn. Ríkisstjórninni hefur verið tíðrætt um þá áhættu sem ríkinu og þar að leiðandi skattgreiðendum er búið að, við að eiga hlut í fjármálafyrirtækjum. Ég vil hins vegar snúa þessu við hér. Lítum frekar á þá áhættu sem almenningur býr við þegar einkaaðilar reka nánast allt bankakerfið. Það tók einkarekið bankakerfi einungis 4 ár að keyra hér allt í heimsögulegt þrot. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að ríkið eigi einungis einn þriðja af einum þriðja fjármálakerfisins. 4. Kjaraviðræður við BSRB eru komnar í strand en BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna þar sem 2/3 eru konur. Á sama tíma gerir ríkistjórnin einungis ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun á meðan ríkisforstjórarnir hafa fengið 30-80% launahækkanir á 2 árum hjá þessari sömu ríkisstjórn. 5. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sýnir annars hvað skiptir þessa ríkisstjórn mestu máli. Þar er raunlækkun til framhaldsskóla, háskólastigsins, kvikmyndagerðar, hjálpartækja, endurhæfingarþjónustu, réttindagæslu fatlaðra, jafnréttissjóðs, þróunarsamvinnu, almennrar löggæslu, rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs, lýðheilsusjóðs, sprotasjóðs og raunlækkun til skógræktar svo fátt eitt sé nefnt. Afnám kr. á móti kr. hjá öryrkjum er enn ófjármagnað og aldraðir fá enga sérstaka viðbót. Og allt þetta er kórónað með sérstakri aðhaldskröfu á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. 6. En það er ekki einungis þetta sem lækkar í boði ríkisstjórnarinnar því þessi ríkisstjórn vill einnig lækka erfðafjárskatt og bankaskatt fyrir þá sem betur mega sín. Þá hefur upphæð veiðileyfagjalda lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkistjórn tók við völdum og enn stendur til að verja fjármagnseigendur, einn hópa, fyrir komandi verðbólguskoti. Verkin tala greinilega og skýrt hjá þessari ríkisstjórn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar