Óþarfa ótti Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. október 2019 07:00 Merkilegur dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn föstudag. Þar var staðfest ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Seðlabanka Íslands bæri að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins samning frá 2016 um stuðning vegna námsleyfis þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Ellefu mánuðir eru nú liðnir frá því að blaðamaðurinn óskaði upphaflega eftir umræddum upplýsingum. Seðlabankinn hefur á þeim tíma beitt ýmsum meðölum til að koma í veg fyrir birtingu samningsins. Það tók bankann ellefu daga að svara erindinu en þar kom fram að bankinn teldi upplýsingarnar bundnar sérstakri þagnarskyldu og þar af leiðandi ekki eiga erindi við almenning. Þessi viðbrögð stofnunarinnar koma okkur sem störfum á fjölmiðlum ekki á óvart. Það er regla frekar en undantekning að upplýsingafulltrúar opinberra stofnanna líti á það sem skyldu sína að verja sína stofnun fyrir ágangi blaðamanna. Í stað þess að líta svo á að við séum í sama liði með það að markmiði að borgarar landsins fái fregnir af því hvað hið opinbera er að sýsla við, verða talsmenn hins opinbera varir um sig þegar blaðamaður slær á þráðinn. Þessu er ágætlega lýst í nýlegri skýrslu um traust á stjórnmálum. Þar er fjallað um „vítahring vantrausts“ þar sem tregða til að veita upplýsingar getur leitt til andrúmslofts tortryggni. Slíkt spilli ekki aðeins samskiptum stjórnvalda og almennings heldur dragi beinlínis úr getu stjórnsýslunnar til að sinna hlutverki sínu. Rúmt ár er liðið frá útkomu skýrslunnar. Við sem höfum það hlutverk að upplýsa almenning um störf hins opinbera höfum enga breytingu fundið frá því skýrslan kom út. Okkar eina ráð er að láta valda kafla úr skýrslunni fylgja með öllum okkar upplýsingabeiðnum, upplýsingafulltrúum ríkisins til leiðbeiningar. Ómögulegt er að segja til um hversu oft vinnslu mála hefur verið hætt á undanförnum árum vegna tregðu stofnana við að veita upplýsingar. Sem betur fer gefast ekki allir upp heldur kæra slíkar ákvarðanir til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vinnsla mála hjá nefndinni tekur hins vegar langan tíma sem gerir fjölmiðlum oft erfitt um vik að fjalla um mikilvæg málefni sem upp koma í þjóðfélaginu. Það tók til dæmis þáverandi blaðamann Fréttablaðsins rúmlega eitt ár og tvær kærur að fá af hentar fundargerðir kjararáðs sem fengust þó einungis að hluta til. Þrátt fyrir dóminn sem féll á föstudaginn hefur Seðlabankinn enn ekki afhent blaðamanninum umræddan samning. Góðir blaðamenn eru í liði með því sem vel er gert. Ótti ríkisins við stéttina er óþarfi, hafi það ekkert að fela Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Sighvatur Arnmundsson Stjórnsýsla Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Merkilegur dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn föstudag. Þar var staðfest ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Seðlabanka Íslands bæri að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins samning frá 2016 um stuðning vegna námsleyfis þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Ellefu mánuðir eru nú liðnir frá því að blaðamaðurinn óskaði upphaflega eftir umræddum upplýsingum. Seðlabankinn hefur á þeim tíma beitt ýmsum meðölum til að koma í veg fyrir birtingu samningsins. Það tók bankann ellefu daga að svara erindinu en þar kom fram að bankinn teldi upplýsingarnar bundnar sérstakri þagnarskyldu og þar af leiðandi ekki eiga erindi við almenning. Þessi viðbrögð stofnunarinnar koma okkur sem störfum á fjölmiðlum ekki á óvart. Það er regla frekar en undantekning að upplýsingafulltrúar opinberra stofnanna líti á það sem skyldu sína að verja sína stofnun fyrir ágangi blaðamanna. Í stað þess að líta svo á að við séum í sama liði með það að markmiði að borgarar landsins fái fregnir af því hvað hið opinbera er að sýsla við, verða talsmenn hins opinbera varir um sig þegar blaðamaður slær á þráðinn. Þessu er ágætlega lýst í nýlegri skýrslu um traust á stjórnmálum. Þar er fjallað um „vítahring vantrausts“ þar sem tregða til að veita upplýsingar getur leitt til andrúmslofts tortryggni. Slíkt spilli ekki aðeins samskiptum stjórnvalda og almennings heldur dragi beinlínis úr getu stjórnsýslunnar til að sinna hlutverki sínu. Rúmt ár er liðið frá útkomu skýrslunnar. Við sem höfum það hlutverk að upplýsa almenning um störf hins opinbera höfum enga breytingu fundið frá því skýrslan kom út. Okkar eina ráð er að láta valda kafla úr skýrslunni fylgja með öllum okkar upplýsingabeiðnum, upplýsingafulltrúum ríkisins til leiðbeiningar. Ómögulegt er að segja til um hversu oft vinnslu mála hefur verið hætt á undanförnum árum vegna tregðu stofnana við að veita upplýsingar. Sem betur fer gefast ekki allir upp heldur kæra slíkar ákvarðanir til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vinnsla mála hjá nefndinni tekur hins vegar langan tíma sem gerir fjölmiðlum oft erfitt um vik að fjalla um mikilvæg málefni sem upp koma í þjóðfélaginu. Það tók til dæmis þáverandi blaðamann Fréttablaðsins rúmlega eitt ár og tvær kærur að fá af hentar fundargerðir kjararáðs sem fengust þó einungis að hluta til. Þrátt fyrir dóminn sem féll á föstudaginn hefur Seðlabankinn enn ekki afhent blaðamanninum umræddan samning. Góðir blaðamenn eru í liði með því sem vel er gert. Ótti ríkisins við stéttina er óþarfi, hafi það ekkert að fela
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun