ADHD kemur það mér við? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2019 11:30 Einfalda svarið er JÁ. Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. Einstaklingar með ADHD þurfa að leita sér upplýsinga um ADHD og læra hvernig best má nýta þessa eiginleika og koma um leið í veg fyrir óæskilegar uppákomur.ADHD er allstaðar En þið hin sem ekki hafið ADHD af hverju kemur þetta ykkur við? Börn spegla sig í fullorðnum og því skiptir skilningur þeirra sem ekki eru með ADHD miklu fyrir barn með ADHD. Í dag greinast börn fyrr en áður var, sem þýðir að fyrr er byrjað að vinna með þeim. Þessi börn geta verið nemendur ykkar, bekkjarfélagar barnanna ykkar, liðsfélagar, nánir vinir og svona mætti lengi telja. Með þekkingu öðlast barnið aukin skilning, fær annað viðmót sem getur verið ómetanlegt þar sem börn með ADHD lenda oft á tíðum í mótlæti og þar getur eitt bros eða faðmlag hjálpað mikið. Ef við sem erum fyrirmyndirnar vöndum okkur, hvernig við ræðum um ADHD og þá einstaklinga sem hafa það, getum við í leiðinni búið til jákvætt viðhorf og skilning hjá öðrum.#snillingar Það eru ekki eingöngu börn sem eru með ADHD og í raun má segja að allt ofangreint gildi jafnframt á vinnumarkaðinum. Það er kannski minna um knús á vinnumarkaðinum en skilningur og jákvætt viðhorf er dýrmætt. Vinnuveitendur geta með skilningi á ADHD jafnvel fengið meira út úr starfskrafti sínum, hugsanlega þarf hann sjónræn skilaboð, fer aðrar leiðir en hinir en skilar jafnvel meiru í lokin, kemur með nýja sýn á mál og svona mætti lengi telja. Ég vil taka það skýrt fram að ADHD er ástæða en ekki afsökun og það er mikilvægt að vinna með jákvæðu styrkleikana sem fylgja en yppa ekki öxlum og gefast upp.#TakkADHD Ég hef áður kallað eftir jákvæðari umfjöllun fjölmiðla um ADHD. Nú í ADHD vitundarmánuðinum vil ég benda á að þú og ég, við öll sem samfélag, getum með auknum skilningi á ADHD lagt okkar af mörkum til að börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir með ADHD verði ekki eins oft fyrir höfnun, upplifi síður að enginn skilji þau og finnist sjaldnar að þau séu ekki nógu góð.Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jóna Kristín Gunnarsdóttir Mest lesið Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Einfalda svarið er JÁ. Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. Einstaklingar með ADHD þurfa að leita sér upplýsinga um ADHD og læra hvernig best má nýta þessa eiginleika og koma um leið í veg fyrir óæskilegar uppákomur.ADHD er allstaðar En þið hin sem ekki hafið ADHD af hverju kemur þetta ykkur við? Börn spegla sig í fullorðnum og því skiptir skilningur þeirra sem ekki eru með ADHD miklu fyrir barn með ADHD. Í dag greinast börn fyrr en áður var, sem þýðir að fyrr er byrjað að vinna með þeim. Þessi börn geta verið nemendur ykkar, bekkjarfélagar barnanna ykkar, liðsfélagar, nánir vinir og svona mætti lengi telja. Með þekkingu öðlast barnið aukin skilning, fær annað viðmót sem getur verið ómetanlegt þar sem börn með ADHD lenda oft á tíðum í mótlæti og þar getur eitt bros eða faðmlag hjálpað mikið. Ef við sem erum fyrirmyndirnar vöndum okkur, hvernig við ræðum um ADHD og þá einstaklinga sem hafa það, getum við í leiðinni búið til jákvætt viðhorf og skilning hjá öðrum.#snillingar Það eru ekki eingöngu börn sem eru með ADHD og í raun má segja að allt ofangreint gildi jafnframt á vinnumarkaðinum. Það er kannski minna um knús á vinnumarkaðinum en skilningur og jákvætt viðhorf er dýrmætt. Vinnuveitendur geta með skilningi á ADHD jafnvel fengið meira út úr starfskrafti sínum, hugsanlega þarf hann sjónræn skilaboð, fer aðrar leiðir en hinir en skilar jafnvel meiru í lokin, kemur með nýja sýn á mál og svona mætti lengi telja. Ég vil taka það skýrt fram að ADHD er ástæða en ekki afsökun og það er mikilvægt að vinna með jákvæðu styrkleikana sem fylgja en yppa ekki öxlum og gefast upp.#TakkADHD Ég hef áður kallað eftir jákvæðari umfjöllun fjölmiðla um ADHD. Nú í ADHD vitundarmánuðinum vil ég benda á að þú og ég, við öll sem samfélag, getum með auknum skilningi á ADHD lagt okkar af mörkum til að börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir með ADHD verði ekki eins oft fyrir höfnun, upplifi síður að enginn skilji þau og finnist sjaldnar að þau séu ekki nógu góð.Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun