Neysla á orkudrykkjum aukist um 150 prósent hjá framhaldsskólanemum Birgir Olgeirsson skrifar 22. október 2019 20:00 22 prósent framhaldsskólanema sögðust neyta orkudrykkja daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. Þeir sem drekka orkudrykki daglega eru líklegri til að finna fyrir líkamlegum og andlegum kvillum. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og geta þeir sem ætla að hætta búist við mígreniseinkennum í tvær vikur. Matvælastofnun stóð fyrir málþingi í dag um koffínneyslu ungmenna. Þar kom fram að neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. 22 prósent sögðust neyta þeirra daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og ekkert grín að hætta líkt og Álfgeir Kristjánsson fjallaði um á málþinginu. „Þegar maður er orðinn einu sinni háður koffíni sem við flest erum, áttatíu prósent fólks almennt er háð koffíni með einum eða öðrum hætti, þá eru fráhvarfseinkennin skaðleg heilsunni. Þannig að við sjáum það til dæmis í rannsóknum þegar krakkar spurðir út í notkun á koffíni og síðan um ýmsa líkamlega og andlega kvilla, eins og slen og leiða og þreytu og svefnörðugleika og slíkt, þetta skorar allt miklu miklu hærra meðal krakka sem nota koffín reglulega,“ segir Álfgeir. Koffín er ávanabindandi efni sem hefur áhrif á miðtaugakerfið. Í því felast mikil fráhvarfseinkenni þegar neyslu er hætt með daglegu millibili. Það kallar því á frekari notkun. Koffín hreinsast úr líkamanum á fimm klukkutímum. Vellíðunin sem fólk fær við fyrsta kaffibollann á morgnanna er í raun skilaboð til heilans að hans sé laus undan fráhvarfseinkennunum. „Fólk sem ákveður að hætta koffínneyslu getur búist við því að fá mjög hörð mígreniseinkenni allt upp í tvær vikur,“ segir Álfgeir. Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum.Vísir/Sigurjón „Þetta er það sem fólk hefur áhyggjur af, hvort við séum með stóran hluta af ungmennum í íslensku umhverfi sem eru daglegir neytendur á koffíni og þurfa þar af leiðandi að nota það reglulega.“ Álfgeir segir ekki rétt að kenna þessa drykki við orku því margir af þessum koffíndrykkjum eru án allrar orku. „Það er ekki hrein orka í þessum drykkjum. Þetta er bara kikk fyrir miðtaugakerfið. Ekkert ósvipað því og fylgir neyslu amfetamíns og kókaíns, nema áhrifin eru vægari. Manni finnst maður kannski orkumeiri en það er það sem rannsóknir á fullorðnum hafa sýnt. Þegar koffín tekur inn í myndina fráhvarfseinkenni og þann tíma sem tekur að hreinsa líkamann af koffíni, þá er greinilega heilmikið samband þarna á milli. Fólki finnst það fá ákveðin áhrif af koffíni.“ Áður fyrr var einungist hægt að fá koffín í gegnum kaffi og te. Í dag er fæst það í bragðgóðum gosdrykkjum, töflum, tyggjói og sælgæti. Í Menntaskólanum við Sund fá koffíndrykkir í mötuneytinu. Þar virtust nemendur meðvitaðir um áhrifin en sjá má svör þeirra í spilaranum hér fyrir neðan: Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Orkudrykkir Neytendur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira
Neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. Þeir sem drekka orkudrykki daglega eru líklegri til að finna fyrir líkamlegum og andlegum kvillum. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og geta þeir sem ætla að hætta búist við mígreniseinkennum í tvær vikur. Matvælastofnun stóð fyrir málþingi í dag um koffínneyslu ungmenna. Þar kom fram að neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum hefur aukist um 150 prósent á tveimur árum. 22 prósent sögðust neyta þeirra daglega árið 2016 en 55 prósent árið 2018. Fráhvarfseinkennin eru skaðleg heilsunni og ekkert grín að hætta líkt og Álfgeir Kristjánsson fjallaði um á málþinginu. „Þegar maður er orðinn einu sinni háður koffíni sem við flest erum, áttatíu prósent fólks almennt er háð koffíni með einum eða öðrum hætti, þá eru fráhvarfseinkennin skaðleg heilsunni. Þannig að við sjáum það til dæmis í rannsóknum þegar krakkar spurðir út í notkun á koffíni og síðan um ýmsa líkamlega og andlega kvilla, eins og slen og leiða og þreytu og svefnörðugleika og slíkt, þetta skorar allt miklu miklu hærra meðal krakka sem nota koffín reglulega,“ segir Álfgeir. Koffín er ávanabindandi efni sem hefur áhrif á miðtaugakerfið. Í því felast mikil fráhvarfseinkenni þegar neyslu er hætt með daglegu millibili. Það kallar því á frekari notkun. Koffín hreinsast úr líkamanum á fimm klukkutímum. Vellíðunin sem fólk fær við fyrsta kaffibollann á morgnanna er í raun skilaboð til heilans að hans sé laus undan fráhvarfseinkennunum. „Fólk sem ákveður að hætta koffínneyslu getur búist við því að fá mjög hörð mígreniseinkenni allt upp í tvær vikur,“ segir Álfgeir. Álfgeir Kristjánsson, dósent við Vestur-Virginíuháskólann í Bandaríkjunum.Vísir/Sigurjón „Þetta er það sem fólk hefur áhyggjur af, hvort við séum með stóran hluta af ungmennum í íslensku umhverfi sem eru daglegir neytendur á koffíni og þurfa þar af leiðandi að nota það reglulega.“ Álfgeir segir ekki rétt að kenna þessa drykki við orku því margir af þessum koffíndrykkjum eru án allrar orku. „Það er ekki hrein orka í þessum drykkjum. Þetta er bara kikk fyrir miðtaugakerfið. Ekkert ósvipað því og fylgir neyslu amfetamíns og kókaíns, nema áhrifin eru vægari. Manni finnst maður kannski orkumeiri en það er það sem rannsóknir á fullorðnum hafa sýnt. Þegar koffín tekur inn í myndina fráhvarfseinkenni og þann tíma sem tekur að hreinsa líkamann af koffíni, þá er greinilega heilmikið samband þarna á milli. Fólki finnst það fá ákveðin áhrif af koffíni.“ Áður fyrr var einungist hægt að fá koffín í gegnum kaffi og te. Í dag er fæst það í bragðgóðum gosdrykkjum, töflum, tyggjói og sælgæti. Í Menntaskólanum við Sund fá koffíndrykkir í mötuneytinu. Þar virtust nemendur meðvitaðir um áhrifin en sjá má svör þeirra í spilaranum hér fyrir neðan:
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Orkudrykkir Neytendur Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Sjá meira